Umeå á sænska meistaratitilinn vísan þriðja árið í röð eftir 2-0 sigur á JdB Malmö í uppgjöri efstu liðanna í sænsku úrvalsdeildinni í knattsyrnu kvenna í gær.
Umeå náði með þessu sjö stiga forskoti á Malmö þegar aðeins fjórar umferðir eru eftir. Lisa Dahlqvist kom Umeå í 1-0 á 55. mínútu og hin brasilíska Marta da Silva gulltryggði sigurinn í blálokin.
Þóra Björg Helagdóttir markvörður og Dóra Stefánsdóttir léku allan leikinn með Malmö en Ásthildur Helgadóttir gat ekki leikið vegna meiðsla sem hafa haldið henni frá keppni undanfarnar vikur.