Carsten Jensen kominn 19. ágúst 2007 06:15 Í dag heldur áfram hin viðamikla og fjölbreytta dagskrá Reyfis með bókaeftirmiðdegi: verða upplestrar fyrirferðarmiklir í dagskránni í dag: Einar Már og og skáldin úr Nýhil verða á svæðinu en trompið er danski rithöfundurinn Carsten Jensen. Carsten er afar áberandi í dönsku menningarlífi bæði sem höfundur skáldsagna, ferðabóka og rita samfélagslegs eðlis. Hann er af sjómönnum kominn, fæddur 1952 í sjómannabænum Marstal en þaðan komu margir sem hingað sigldu á Íslandsförum fyrr á tíð. Uppruninn varð honum yrkisefni í síðustu stóru skáldsögu hans Vi, de druknede sem kom út í fyrra. Kunnastur varð hann þó á ritvellinum fyrir ferðasögur sínar tvær frá 1996 og 1997, Jeg har set verden begynde og Jeg har hört et stjerneskud, sem lýsa ferð hans umhverfis hnöttinn. Þær seldust í gríðarlegu upplagi í Danmörku og hafa skapað honum frægð víða um lönd.. Carsten er menntaður bókmenntafræðingur og hóf feril sinn sem rithöfundur um þrítugt. Í fyrsta kaflanum á ferli hans sem höfundur var hann raunar frekar samfélagsgagnrýnandi en skáld, Skyggn á samfélagsástand með næma tilfinningu fyrir smáatriðum sem í umfjöllun hans lýstu upp stærra svið. Í öðrum kafla skáldskapar hans tókst hann á við skáldsöguna í tveimur bókum: Kannibalernes nadver (1988) og Jorden i Munden (1991). Báðar lýstu leitandi ungum manni, í ástum og í hinni seinni á ferð um Indland. Í kjölfar þeirra komu tvö ritgerðasöfn, en þá tók við heimsreisa sögumanna þvert í gegnum Rússland til Kína, Kambódíu, Víetnam, yfir Kyrrahafið, um Suður-Ameríku og loks heim. Heimkominn vindur hann kvæði sínu í kross, semur lýsingu af ári tvö og þrjú með ungri dóttur og loks úttekt á heiminum í kjölfar árása á tvíburaturnanna. Carsten er mikill stílisti á móðurmáli sínu. Verk hans eru með sterku pólitísku og siðferðilegu ívafi. Þetta mun ekki vera fyrsta heimsókn hans hingað til lands, en Carsten hittir lesendur sína í Glerskálanum kl. 14. Einar Már les upp kl. 13, og Nýhil-skáldin kl. 15. Mest lesið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Þorsteinn og Rós orðin hjón Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Cruise afþakkaði boð Trump Lífið Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Lífið Fleiri fréttir Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Í dag heldur áfram hin viðamikla og fjölbreytta dagskrá Reyfis með bókaeftirmiðdegi: verða upplestrar fyrirferðarmiklir í dagskránni í dag: Einar Már og og skáldin úr Nýhil verða á svæðinu en trompið er danski rithöfundurinn Carsten Jensen. Carsten er afar áberandi í dönsku menningarlífi bæði sem höfundur skáldsagna, ferðabóka og rita samfélagslegs eðlis. Hann er af sjómönnum kominn, fæddur 1952 í sjómannabænum Marstal en þaðan komu margir sem hingað sigldu á Íslandsförum fyrr á tíð. Uppruninn varð honum yrkisefni í síðustu stóru skáldsögu hans Vi, de druknede sem kom út í fyrra. Kunnastur varð hann þó á ritvellinum fyrir ferðasögur sínar tvær frá 1996 og 1997, Jeg har set verden begynde og Jeg har hört et stjerneskud, sem lýsa ferð hans umhverfis hnöttinn. Þær seldust í gríðarlegu upplagi í Danmörku og hafa skapað honum frægð víða um lönd.. Carsten er menntaður bókmenntafræðingur og hóf feril sinn sem rithöfundur um þrítugt. Í fyrsta kaflanum á ferli hans sem höfundur var hann raunar frekar samfélagsgagnrýnandi en skáld, Skyggn á samfélagsástand með næma tilfinningu fyrir smáatriðum sem í umfjöllun hans lýstu upp stærra svið. Í öðrum kafla skáldskapar hans tókst hann á við skáldsöguna í tveimur bókum: Kannibalernes nadver (1988) og Jorden i Munden (1991). Báðar lýstu leitandi ungum manni, í ástum og í hinni seinni á ferð um Indland. Í kjölfar þeirra komu tvö ritgerðasöfn, en þá tók við heimsreisa sögumanna þvert í gegnum Rússland til Kína, Kambódíu, Víetnam, yfir Kyrrahafið, um Suður-Ameríku og loks heim. Heimkominn vindur hann kvæði sínu í kross, semur lýsingu af ári tvö og þrjú með ungri dóttur og loks úttekt á heiminum í kjölfar árása á tvíburaturnanna. Carsten er mikill stílisti á móðurmáli sínu. Verk hans eru með sterku pólitísku og siðferðilegu ívafi. Þetta mun ekki vera fyrsta heimsókn hans hingað til lands, en Carsten hittir lesendur sína í Glerskálanum kl. 14. Einar Már les upp kl. 13, og Nýhil-skáldin kl. 15.
Mest lesið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Þorsteinn og Rós orðin hjón Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Cruise afþakkaði boð Trump Lífið Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Lífið Fleiri fréttir Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira