Mats Wibe Lund fagnar löngum ferli 18. ágúst 2007 02:45 Gautar frá Siglufirði á sjötta áratugnum. Ljósmynd:Mats Vibe Lund Í tilefni af sjötugsafmæli sínu fyrr á þessu ári opnar Mats Wibe Lund ljósmyndari sýningu völdum myndum úr sínu gríðarlega safni í galleríi Orkuveitu Reykjavíkur 100º að Bæjarhálsi 1 á morgun. Mats kallar sýninguna Augnagaman en hún er opin virka daga frá kl. 8.0 til kl. 16.00. Mats er þekktastur fyrir myndir sínar af byggðum og landslagi en snýr nú við blaðinu og sýnir aðallega myndir af hversdagslífinu hér áður fyrr. Þetta eru myndir frá árunum milli 1956 og 1974, miklu umbrotatímabili í öllum lífsháttum þjóðarinnar. Alls eru 45 myndir á sýningunni á Bæjarhálsi, allar teknar á filmu á Hasselblad-myndavél sem þá var leiðandi verkfæri ljósmyndara. Mats Wibe Lund fæddist í Noregi 28. febrúar 1937. Ljósmyndamenntun sína fékk hann í Konunglega norska flughernum, í Frakklandi og í Þýskalandi. Áhuga hans á Íslandi má rekja til þess tíma er faðir hans rak fyrirtæki sem var í sama húsi og ræðismannsskrifstofa Íslands í Ósló. Hann kom fyrst til Íslands sumarið 1954 og vann þá við uppgröft í Skálholti. Framan af starfaði hann jöfnum höndum sem blaðamaður og ljósmyndari. Hann hefur skrifað á annað þúsund blaðagreinar um margvísleg íslensk málefni fyrir blöð og tímarit í Evrópu og Bandaríkjunum. Með tuttugu Íslandsferðir að baki flutti hann ásamt eiginkonu sinni, Arndísi Ellertsdóttur, alkominn hingað heim vorið 1966. Um tíma rak Mats ljósmyndavöruverslun og portrett-stúdíó í Reykjavík, en hin seinni ár hefur hann helgað sig átthagamyndatökum úr lofti. Hann á mikið safn mynda jafnt af þéttbýlisstöðum sem og af öllum bújörðum og eyðibýlum á Íslandi. Undanfarin ár hefur hann unnið ötullega að innsetningu allra þessara mynda á vefinn www.mats.is. Mats hefur áður tekið þátt í samsýningum og haldið einkasýningar bæði hér heima og erlendis. Í ávarpi til sýningargesta segist Mats meðal annars vilja nota tækifærið til að þakka öllum þeim góðu Íslendingum sem hann hefur kynnst um land allt. Hvatning þeirra og gott viðmót hefur ávallt gefið honum byr undir báða vængi. Mats er ljósmyndun ástríða. Hann segir hana snúast fyrst og fremst um að gleðja aðra. Mest lesið Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Menning Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Lífið Mortal Kombat-stjarna látin Lífið „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Lífið Kveður fasteignir fyrir kroppa Lífið Róandi skýjadansari er litur ársins 2026 Lífið „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Bíó og sjónvarp Chanel og Snorri eiga von á syni Lífið Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ Lífið Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Tónlist Fleiri fréttir Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Sjá meira
Í tilefni af sjötugsafmæli sínu fyrr á þessu ári opnar Mats Wibe Lund ljósmyndari sýningu völdum myndum úr sínu gríðarlega safni í galleríi Orkuveitu Reykjavíkur 100º að Bæjarhálsi 1 á morgun. Mats kallar sýninguna Augnagaman en hún er opin virka daga frá kl. 8.0 til kl. 16.00. Mats er þekktastur fyrir myndir sínar af byggðum og landslagi en snýr nú við blaðinu og sýnir aðallega myndir af hversdagslífinu hér áður fyrr. Þetta eru myndir frá árunum milli 1956 og 1974, miklu umbrotatímabili í öllum lífsháttum þjóðarinnar. Alls eru 45 myndir á sýningunni á Bæjarhálsi, allar teknar á filmu á Hasselblad-myndavél sem þá var leiðandi verkfæri ljósmyndara. Mats Wibe Lund fæddist í Noregi 28. febrúar 1937. Ljósmyndamenntun sína fékk hann í Konunglega norska flughernum, í Frakklandi og í Þýskalandi. Áhuga hans á Íslandi má rekja til þess tíma er faðir hans rak fyrirtæki sem var í sama húsi og ræðismannsskrifstofa Íslands í Ósló. Hann kom fyrst til Íslands sumarið 1954 og vann þá við uppgröft í Skálholti. Framan af starfaði hann jöfnum höndum sem blaðamaður og ljósmyndari. Hann hefur skrifað á annað þúsund blaðagreinar um margvísleg íslensk málefni fyrir blöð og tímarit í Evrópu og Bandaríkjunum. Með tuttugu Íslandsferðir að baki flutti hann ásamt eiginkonu sinni, Arndísi Ellertsdóttur, alkominn hingað heim vorið 1966. Um tíma rak Mats ljósmyndavöruverslun og portrett-stúdíó í Reykjavík, en hin seinni ár hefur hann helgað sig átthagamyndatökum úr lofti. Hann á mikið safn mynda jafnt af þéttbýlisstöðum sem og af öllum bújörðum og eyðibýlum á Íslandi. Undanfarin ár hefur hann unnið ötullega að innsetningu allra þessara mynda á vefinn www.mats.is. Mats hefur áður tekið þátt í samsýningum og haldið einkasýningar bæði hér heima og erlendis. Í ávarpi til sýningargesta segist Mats meðal annars vilja nota tækifærið til að þakka öllum þeim góðu Íslendingum sem hann hefur kynnst um land allt. Hvatning þeirra og gott viðmót hefur ávallt gefið honum byr undir báða vængi. Mats er ljósmyndun ástríða. Hann segir hana snúast fyrst og fremst um að gleðja aðra.
Mest lesið Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Menning Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Lífið Mortal Kombat-stjarna látin Lífið „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Lífið Kveður fasteignir fyrir kroppa Lífið Róandi skýjadansari er litur ársins 2026 Lífið „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Bíó og sjónvarp Chanel og Snorri eiga von á syni Lífið Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ Lífið Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Tónlist Fleiri fréttir Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Sjá meira