Fótbolti

Van Nistelrooy valinn á ný

Ruud van nistelrooy mun án vafa reynast hollenska liðinu mikill liðsstyrkur.
Ruud van nistelrooy mun án vafa reynast hollenska liðinu mikill liðsstyrkur. MYND/Getty

Ruud van Nistelrooy, framherji Real Madrid, hefur verið valinn í hollenska landsliðið á ný eftir að hafa verið úti í kuldanum frá því á HM í fyrra. Andað hefur köldu á milli þjálfarans Marcos van Basten og Nistelrooys síðustu mánuði en svo virðist sem að þeir hafi ákveðið að grafa stríðsöxina fyrir leikinn gegn Svisslendingum á miðvikudag.

Nistelrooy var frábær fyrir Real Madrid í spænsku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð og varð markahæsti leikmaður deildarinnar. Hann hefur skorað 28 mörk í 54 landsleikjum.

Af öðrum leikmönnum hollenska liðsins má nefna Ryan Babel og Dirk Kuyt hjá Liverpool og Robin van Persie hjá Arsenal. Þá eru gömlu kempurnar Mario Melchiot, Gio van Bronckhorst og Clarence Seedorf allir í hópnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×