Kurteisari en flugfreyjur? 13. ágúst 2007 05:30 Stundum er kvartað undan því að fréttaflutningur sé mestmegnis ómarkviss samtíningur ónákvæmra upplýsinga sem liggja á lausu eða einhver hefur hagsmuni af að koma á framfæri. Þar í móti kemur að engin stétt að flugfreyjum meðtöldum er kurteisari og tillitssamari en íslenskir blaðamenn - og er þá átt við samskipti þeirra við þá sem hafa töglin og hagldirnar í því samfélagi sem þeir eiga að gaumgæfa. Þar sem prentfrelsi ríkir hefur það viðhorf víða rutt sér til rúms að fréttir séu fyrst og fremst til afþreyingar og því sé fráleitt að hneyksla eða styggja volduga markaðsaðila. Þetta bendir til þess að því meira frelsi sem menn búa við þeim mun minni áhuga hafi þeir á að notfæra sér það. Íslenskur blaðamaður sem segðist vera reiðubúinn að fórna lífi sínu fyrir frelsið væri í besta falli grunaður um að vera við skál. SVO virðist því sem lögmál um framboð og eftirspurn gildi um frelsið. Því meira framboð, þeim mun minna virði. Það er fréttnæmt að ríkisvaldið njósni um líf fólks í ófrjálsum ríkjum en litið á það sem eðlilegan hluta af frelsinu í lýðræðisríkjum að einkaaðilar safni upplýsingum um hegðan og venjur fólks, til dæmis með því að krefja þá um kennitölu sem kaupa pitsusneið, rafmagnstannbursta eða bankaþjónustu. ÚR því að frelsið virðist lúta viðskiptalögmálum er eðlilegt að maður spyrji hvort önnur lögmál gildi um það líka. Á það til dæmis við um frelsið sem gildir um svo margt annað - að það sem ekki er notað er tekið frá manni? „Use it or loose it" er það kallað á ensku. FRELSI getur kostað miklar fórnir. Frá 1. jan. árið 1992 til 28. júní á þessu ári týndu samtals 636 blaðamenn lífi vegna þess að þeir ræktu þá frelsisskyldu blaðamannsins að leita óttalaust að mikilvægum upplýsingum og koma þeim á framfæri. Um þriðjungur þeirra féll á vígvöllum, hinir voru drepnir af spillingaröflum í stjórnmálum eða viðskiptum. EINHVERRA hluta vegna kom þetta upp í hugann núna áðan þegar ég las þá frétt í stórum fjölmiðli að roskinn skákmeistari hefði sofnað á kvikmyndasýningu í Keflavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þráinn Bertelsson Mest lesið Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir Skoðun
Stundum er kvartað undan því að fréttaflutningur sé mestmegnis ómarkviss samtíningur ónákvæmra upplýsinga sem liggja á lausu eða einhver hefur hagsmuni af að koma á framfæri. Þar í móti kemur að engin stétt að flugfreyjum meðtöldum er kurteisari og tillitssamari en íslenskir blaðamenn - og er þá átt við samskipti þeirra við þá sem hafa töglin og hagldirnar í því samfélagi sem þeir eiga að gaumgæfa. Þar sem prentfrelsi ríkir hefur það viðhorf víða rutt sér til rúms að fréttir séu fyrst og fremst til afþreyingar og því sé fráleitt að hneyksla eða styggja volduga markaðsaðila. Þetta bendir til þess að því meira frelsi sem menn búa við þeim mun minni áhuga hafi þeir á að notfæra sér það. Íslenskur blaðamaður sem segðist vera reiðubúinn að fórna lífi sínu fyrir frelsið væri í besta falli grunaður um að vera við skál. SVO virðist því sem lögmál um framboð og eftirspurn gildi um frelsið. Því meira framboð, þeim mun minna virði. Það er fréttnæmt að ríkisvaldið njósni um líf fólks í ófrjálsum ríkjum en litið á það sem eðlilegan hluta af frelsinu í lýðræðisríkjum að einkaaðilar safni upplýsingum um hegðan og venjur fólks, til dæmis með því að krefja þá um kennitölu sem kaupa pitsusneið, rafmagnstannbursta eða bankaþjónustu. ÚR því að frelsið virðist lúta viðskiptalögmálum er eðlilegt að maður spyrji hvort önnur lögmál gildi um það líka. Á það til dæmis við um frelsið sem gildir um svo margt annað - að það sem ekki er notað er tekið frá manni? „Use it or loose it" er það kallað á ensku. FRELSI getur kostað miklar fórnir. Frá 1. jan. árið 1992 til 28. júní á þessu ári týndu samtals 636 blaðamenn lífi vegna þess að þeir ræktu þá frelsisskyldu blaðamannsins að leita óttalaust að mikilvægum upplýsingum og koma þeim á framfæri. Um þriðjungur þeirra féll á vígvöllum, hinir voru drepnir af spillingaröflum í stjórnmálum eða viðskiptum. EINHVERRA hluta vegna kom þetta upp í hugann núna áðan þegar ég las þá frétt í stórum fjölmiðli að roskinn skákmeistari hefði sofnað á kvikmyndasýningu í Keflavík.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson Skoðun
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson Skoðun