Ísland áberandi á tískuviku 10. ágúst 2007 01:00 Tískuvikan í Kaupmannahöfn hófst á miðvikudag og stendur fram á sunnudag. Samhliða henni er haldinn fjöldi sölusýninga, sem margir íslenskir hönnuðir taka þátt í. Steinunn Sigurðardóttir, sem hlaut norrænu hönnunarverðlaunin Gínuna fyrr í vikunni, er ein hinna útvöldu hönnuða sem sýna hönnun sína á sölusýningunni Gallery, en það er CPH Vision sem flestir íslenskir hönnuðir sækja heim. Guðrún Sveinbjörnsdóttir kynnir merkið sitt, GuSt, í fyrsta sinn á CPH Vision. „Hún er svona fyrir ný merki og minni fyrirtæki og er ferskari og framsæknari en stóra sýningin, CIFf," sagði Guðrún. „Þetta er í fyrsta sinn sem ég er með fötin mín í boði erlendis. Ég á tíu ára afmæli í haust og er að prófa þetta núna," bætti hún við. Guðrún sagði dönsku tískuvikuna hiklaust standa íslenskum hönnuðum næst. „En þó að hönnuðirnir sem sýna séu flestallir frá Skandinavíu er líka heilmikið af kaupendum alls staðar að," sagði hún. Gunnar Hilmarsson, iðulega kenndur við GK, tók í sama streng. „Styrkur þessarar sýningar er sá að Skandínavar eru mjög trúir sinni hönnun, og búðirnar kaupa langmest inn af henni," sagði hann. „Það er lífsnauðsynlegt." Gunnar og Kolbrún, kona hans, kynntu nýtt merki sitt, Andersen & Lauth, fyrst á CPH Vision í vor. „Þá seldum við í um sjötíu búðir, og núna erum við búin að bæta við umboðsmönnum í Frakklandi, á Englandi og Írlandi," sagði Gunnar. Þau munu einnig sýna á Prêt-à-Porter í París í byrjun september. Á meðal annarra íslenska hönnuða á CPH Vision má nefna Birnu Karen Einarsdóttur, Guðbjörgu Reykjalín, Sigrúnu Úlfarsdóttur og Verksmiðjukonurnar Maríu K. Magnúsdóttur, Önnu Guðmundsdóttur, Huldu Kristinsdóttur, Rósu E. R. Helgadóttur, Þorbjörgu Valdimarsdóttur og Heiðu Eiríksdóttur. Einn hluti CPH Vision nefnist Designers' Nest, og er helgaður fatahönnunarnemum. Þar eru staddir fimm nemar úr Listaháskóla Íslands, og Linda Björg Árnadóttir, fagstjóri fatahönnunar, segir sýninguna gott tækifæri. „Þetta er góð kynning fyrir krakkana. Þau geta selt fötin sín, jafnvel fengið vinnu, eða hlotið verðlaun," sagði hún. Danska krónprinsessan Mary er verndari Designers' Nest og veitir árlega besta skandínavíska tískunemandanum 50.000 danskar krónur í verðlaun. Linda segir dönsku tískuvikuna og vörusýningarnar sem henni fylgja afar sterka, og þá einu með viti í Skandinavíu. „Skólanum er boðið að taka þátt í ýmsum uppákomum úti um allan heim, en ég hef eiginlega valið þetta sem það sem við ætlum að gera," sagði Linda. Mest lesið Seldist upp á einni mínútu Lífið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Svaraði kallinu frá Ben Stiller Bíó og sjónvarp Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Lífið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Lífið Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Lífið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið Fleiri fréttir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Tískuvikan í Kaupmannahöfn hófst á miðvikudag og stendur fram á sunnudag. Samhliða henni er haldinn fjöldi sölusýninga, sem margir íslenskir hönnuðir taka þátt í. Steinunn Sigurðardóttir, sem hlaut norrænu hönnunarverðlaunin Gínuna fyrr í vikunni, er ein hinna útvöldu hönnuða sem sýna hönnun sína á sölusýningunni Gallery, en það er CPH Vision sem flestir íslenskir hönnuðir sækja heim. Guðrún Sveinbjörnsdóttir kynnir merkið sitt, GuSt, í fyrsta sinn á CPH Vision. „Hún er svona fyrir ný merki og minni fyrirtæki og er ferskari og framsæknari en stóra sýningin, CIFf," sagði Guðrún. „Þetta er í fyrsta sinn sem ég er með fötin mín í boði erlendis. Ég á tíu ára afmæli í haust og er að prófa þetta núna," bætti hún við. Guðrún sagði dönsku tískuvikuna hiklaust standa íslenskum hönnuðum næst. „En þó að hönnuðirnir sem sýna séu flestallir frá Skandinavíu er líka heilmikið af kaupendum alls staðar að," sagði hún. Gunnar Hilmarsson, iðulega kenndur við GK, tók í sama streng. „Styrkur þessarar sýningar er sá að Skandínavar eru mjög trúir sinni hönnun, og búðirnar kaupa langmest inn af henni," sagði hann. „Það er lífsnauðsynlegt." Gunnar og Kolbrún, kona hans, kynntu nýtt merki sitt, Andersen & Lauth, fyrst á CPH Vision í vor. „Þá seldum við í um sjötíu búðir, og núna erum við búin að bæta við umboðsmönnum í Frakklandi, á Englandi og Írlandi," sagði Gunnar. Þau munu einnig sýna á Prêt-à-Porter í París í byrjun september. Á meðal annarra íslenska hönnuða á CPH Vision má nefna Birnu Karen Einarsdóttur, Guðbjörgu Reykjalín, Sigrúnu Úlfarsdóttur og Verksmiðjukonurnar Maríu K. Magnúsdóttur, Önnu Guðmundsdóttur, Huldu Kristinsdóttur, Rósu E. R. Helgadóttur, Þorbjörgu Valdimarsdóttur og Heiðu Eiríksdóttur. Einn hluti CPH Vision nefnist Designers' Nest, og er helgaður fatahönnunarnemum. Þar eru staddir fimm nemar úr Listaháskóla Íslands, og Linda Björg Árnadóttir, fagstjóri fatahönnunar, segir sýninguna gott tækifæri. „Þetta er góð kynning fyrir krakkana. Þau geta selt fötin sín, jafnvel fengið vinnu, eða hlotið verðlaun," sagði hún. Danska krónprinsessan Mary er verndari Designers' Nest og veitir árlega besta skandínavíska tískunemandanum 50.000 danskar krónur í verðlaun. Linda segir dönsku tískuvikuna og vörusýningarnar sem henni fylgja afar sterka, og þá einu með viti í Skandinavíu. „Skólanum er boðið að taka þátt í ýmsum uppákomum úti um allan heim, en ég hef eiginlega valið þetta sem það sem við ætlum að gera," sagði Linda.
Mest lesið Seldist upp á einni mínútu Lífið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Svaraði kallinu frá Ben Stiller Bíó og sjónvarp Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Lífið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Lífið Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Lífið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið Fleiri fréttir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira