Mynd fyrir týndu kynslóðina í íslenskri bíómenningu 10. ágúst 2007 04:45 Skrifaði handritið að Astrópíu og undirbýr nú gerð handrits eftir unglingabók Ólafs Hauks, Gauragangi. Ottó vinnur með leikstjóranum Gunnari Birni Guðmundssyni að handritinu. MYND/Valli „Bæði bókin og leikverkið eru algjör snilld," segir handritshöfundurinn Ottó Geir Borg sem í félagi við leikstjórann Gunnar Björn Guðmundsson hefur fengið styrk frá Kvikmyndamiðstöð Íslands til að gera handrit eftir unglingabók Ólafs Hauks Símonarsonar, Gauragangur. Þeir félagar eru því orðnir ansi stórtækir í íslenskri kvikmyndagerð enda verður kvikmyndin Astrópía í leikstjórn Gunnars Björns, sem gerð er eftir handriti þeirra, frumsýnd um miðjan þennan mánuð en hún skartar Ragnhildi Steinunni Jónsdóttur í aðalhlutverki. Myndin verður væntanlega unnin undir merkjum kvikmyndafyrirtækisins ZikZak en ekki hefur verið ákveðið hvenær verður ráðist í gerð hennar. Á borðinu liggja fyrir tvö drög að handriti og ætla þeir Gunnar og Ottó að sækja um styrk fyrir þriðju útgáfunni. Að sögn Ottós eru þeir báðir miklir aðdáendur Gauragangs og þá ekki síst leikritsins sem sýnt var á fjölum Þjóðleikhússins, en þar fór Ingvar E. Sigurðsson hamförum í hlutverki Orms Óðinssonar undir tónlist Ný danskrar. Ólíklegt verður þó að teljast að Ingvar endurtaki leikinn í kvikmyndagerðinni. Aðspurður segir Ottó að Gunnar Björn hafi gengið með þessa hugmynd í maganum í þó nokkur ár. „Það hefur verið draumur hjá honum að leikstýra mynd eftir þessari bók." Ólafur haukur hafði sjálfur gert smá tilraun til að gera kvikmyndahandrit eftir bókinni og er spenntur fyrir hugmyndum Gunnars og Ottós. Þeir félagar voru varla búnir að segja skilið við Astrópíu en farið var að ræða um næsta verkefni. „Við vildum gera kvikmynd handa týndu kynslóðinni í íslenskri bíómenningu, unglingunum. Og Gauragangur var því eiginlega rökrétt framhald af þeirri ákvörðun," segir Ottó en þeir hafa ráðfært sig við Ólaf Hauk vegna handritsgerðarinnar. „Hann er mjög spenntur fyrir þessu og hafði á sínum tíma gert smá tilraun til að skrifa kvikmyndahandrit eftir bókinni," segir Ottó en tekur fram að þeir muni ekki nýta sér það við gerð handritsins. „Nei, við vildum fá ferska nálgun á viðfangsefnið." Gauragangur er annað verkefni Ottós á örskömmum tíma en hann gaf lítið fyrir þá fullyrðingu að vera næsta vonarstirnið í íslenskri kvikmynagerð. „Nei, langt því frá. Ég nýt þess bara að vinna með fólki og lít bara á mig sem einn af iðnaðarmönnunum í þessu fagi." Mest lesið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Lífið Fleiri fréttir Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
„Bæði bókin og leikverkið eru algjör snilld," segir handritshöfundurinn Ottó Geir Borg sem í félagi við leikstjórann Gunnar Björn Guðmundsson hefur fengið styrk frá Kvikmyndamiðstöð Íslands til að gera handrit eftir unglingabók Ólafs Hauks Símonarsonar, Gauragangur. Þeir félagar eru því orðnir ansi stórtækir í íslenskri kvikmyndagerð enda verður kvikmyndin Astrópía í leikstjórn Gunnars Björns, sem gerð er eftir handriti þeirra, frumsýnd um miðjan þennan mánuð en hún skartar Ragnhildi Steinunni Jónsdóttur í aðalhlutverki. Myndin verður væntanlega unnin undir merkjum kvikmyndafyrirtækisins ZikZak en ekki hefur verið ákveðið hvenær verður ráðist í gerð hennar. Á borðinu liggja fyrir tvö drög að handriti og ætla þeir Gunnar og Ottó að sækja um styrk fyrir þriðju útgáfunni. Að sögn Ottós eru þeir báðir miklir aðdáendur Gauragangs og þá ekki síst leikritsins sem sýnt var á fjölum Þjóðleikhússins, en þar fór Ingvar E. Sigurðsson hamförum í hlutverki Orms Óðinssonar undir tónlist Ný danskrar. Ólíklegt verður þó að teljast að Ingvar endurtaki leikinn í kvikmyndagerðinni. Aðspurður segir Ottó að Gunnar Björn hafi gengið með þessa hugmynd í maganum í þó nokkur ár. „Það hefur verið draumur hjá honum að leikstýra mynd eftir þessari bók." Ólafur haukur hafði sjálfur gert smá tilraun til að gera kvikmyndahandrit eftir bókinni og er spenntur fyrir hugmyndum Gunnars og Ottós. Þeir félagar voru varla búnir að segja skilið við Astrópíu en farið var að ræða um næsta verkefni. „Við vildum gera kvikmynd handa týndu kynslóðinni í íslenskri bíómenningu, unglingunum. Og Gauragangur var því eiginlega rökrétt framhald af þeirri ákvörðun," segir Ottó en þeir hafa ráðfært sig við Ólaf Hauk vegna handritsgerðarinnar. „Hann er mjög spenntur fyrir þessu og hafði á sínum tíma gert smá tilraun til að skrifa kvikmyndahandrit eftir bókinni," segir Ottó en tekur fram að þeir muni ekki nýta sér það við gerð handritsins. „Nei, við vildum fá ferska nálgun á viðfangsefnið." Gauragangur er annað verkefni Ottós á örskömmum tíma en hann gaf lítið fyrir þá fullyrðingu að vera næsta vonarstirnið í íslenskri kvikmynagerð. „Nei, langt því frá. Ég nýt þess bara að vinna með fólki og lít bara á mig sem einn af iðnaðarmönnunum í þessu fagi."
Mest lesið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Lífið Fleiri fréttir Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein