Stórmynd í uppnámi 10. ágúst 2007 06:45 Vinsæll spennusagnahöfundur með verk um Landið helga. Eitt stærsta verkefni í norrænum kvikmyndaiðnaði er í uppnámi. Norrænar sjónvarpsstöðvar réðust í það í fyrra að láta gera handrit eftir þríleik sænska rithöfundarins Jan Guillou um þátt norrænna manna í krossferðunum. Bækurnar um Árna Magnússon og ævintýri hans í landinu helga hafa notið mikilla vinsælda og verið þýddar víða, meðal annars hér á landi. Verkið er umfangsmikið og var upphafleg fjárhagsáætlun 170 miljónir sænskar eða ríflega 1.600 milljónir íslenskar. Áttu fyrir það að fást tvær kvikmyndir í fullri lengd auk sex þátta sjónvarpsseríu. Margir þekktir norrænir leikarar komu þar við sögu, þeirra þekktastir Mads Mikkelsen og Stellan Skarsgaard en tökum er lokið og var klipping að hefjast á mánudag. Þá kom babb í bátinn: sænska sjónvarpið sagði sig frá verkinu, þar á bæ væru menn ekki nægilega ánægðir með verkið. Aðrir norrænir sjónvarpsstjórar áttu ekki orð yfir samningssvikunum og töldu forsendur fyrir ákvörðun Svíanna veikar og af annarlegum toga. Í gær var greint frá því í norrænum blöðum að einkastöðin TV4 hefði áhuga á að koma inn í verkið. Heimildir Politiken segja misklíðina stafa af deilu um lengd sjónvarpsþáttanna og efnistök í þáttum í kvikmyndum séu og keimlík. Fyrirmyndin að þessari tvínotkun á hráefni var sótt í Fanny og Alexander Bergmans en endurnýting af þessu tagi þekkist víðar. Þannig mun Hrafn Gunnlaugsson nú vinna að endurklippingu á Hvíta víkingnum en þar var sami háttur hafður á. Tökur fóru fram í Marokkó, Skotlandi og Svíþjóð en leikstjóri verksins er Peter Flinth. Frumsýning á verkinu er áætluð í lok þessa árs og haustið 2008 og eftir það í sjónvarpi. Verkið hefur þegar verið selt til Svíþjóðar, Danmerkur, Noregs, Finnlands og Þýskalands. Mest lesið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Lífið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Páskaleg og fersk marengsbomba Lífið Fleiri fréttir Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Eitt stærsta verkefni í norrænum kvikmyndaiðnaði er í uppnámi. Norrænar sjónvarpsstöðvar réðust í það í fyrra að láta gera handrit eftir þríleik sænska rithöfundarins Jan Guillou um þátt norrænna manna í krossferðunum. Bækurnar um Árna Magnússon og ævintýri hans í landinu helga hafa notið mikilla vinsælda og verið þýddar víða, meðal annars hér á landi. Verkið er umfangsmikið og var upphafleg fjárhagsáætlun 170 miljónir sænskar eða ríflega 1.600 milljónir íslenskar. Áttu fyrir það að fást tvær kvikmyndir í fullri lengd auk sex þátta sjónvarpsseríu. Margir þekktir norrænir leikarar komu þar við sögu, þeirra þekktastir Mads Mikkelsen og Stellan Skarsgaard en tökum er lokið og var klipping að hefjast á mánudag. Þá kom babb í bátinn: sænska sjónvarpið sagði sig frá verkinu, þar á bæ væru menn ekki nægilega ánægðir með verkið. Aðrir norrænir sjónvarpsstjórar áttu ekki orð yfir samningssvikunum og töldu forsendur fyrir ákvörðun Svíanna veikar og af annarlegum toga. Í gær var greint frá því í norrænum blöðum að einkastöðin TV4 hefði áhuga á að koma inn í verkið. Heimildir Politiken segja misklíðina stafa af deilu um lengd sjónvarpsþáttanna og efnistök í þáttum í kvikmyndum séu og keimlík. Fyrirmyndin að þessari tvínotkun á hráefni var sótt í Fanny og Alexander Bergmans en endurnýting af þessu tagi þekkist víðar. Þannig mun Hrafn Gunnlaugsson nú vinna að endurklippingu á Hvíta víkingnum en þar var sami háttur hafður á. Tökur fóru fram í Marokkó, Skotlandi og Svíþjóð en leikstjóri verksins er Peter Flinth. Frumsýning á verkinu er áætluð í lok þessa árs og haustið 2008 og eftir það í sjónvarpi. Verkið hefur þegar verið selt til Svíþjóðar, Danmerkur, Noregs, Finnlands og Þýskalands.
Mest lesið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Lífið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Páskaleg og fersk marengsbomba Lífið Fleiri fréttir Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein