Kunna ekki að skrifa 10. ágúst 2007 03:00 Liza Marklund, söluhæstu krimmahöfundar Svía eru konur. Sænsku krimmahöfundarnir Liza Marklund og Camilla Lackberg, sem þekktar eru hér á landi af glæpasögum sínum sem ARI útgáfa hefur gefið út hin síðari misseri, hafa á þessu sumri mátt þola nokkurt mótlæti af hendi starfsbræðra sinna. Báðar eru þær með söluhæstu höfundum í Svíþjóð og hafa rakað saman miklum tekjum af sölu bóka, svo miklum að Marklund hefur stofnað sérstaka útgáfu um verk sín. Það eru starfsbræður þeirra á markaði sakamálasagna sem beina spjótum að glæpadrottningunum, eins og þær eru oft kallaðar í heimalandi sínu. Ernst Brunner segir þær kunna lítið til verka í viðtali við Expressen og Leif G. W. Larson segir fléttur í vinsælum metsölubókum Lackberg eins og þær séu fengnar úr rómantísku tímariti hestaunnenda, Min Hest. Maj Sjöwall, sá virti brautryðjandi í skrifum glæpasagna á Norðurlöndum og þótt víðar væri leitað, sagði fyrr í sumar að fátæklegur orðaforði einkenndi verk Marklund, svo fátæklegur að hún gæti ekki lesið þær. Annar virtur sagnahöfundur Svía, Jan Guillou, hefur komið þeim til varnar. Deilan hefur kallað á viðbrögð gagnrýnenda. Samkvæmt Politiken hefur Niels Lillelund, gagnrýnandi á Jyllands-Posten, sagt verk Marklund full af klisjum og illa skrifuð. Það eigi reyndar ekki bara við um hennar texta heldur líka margra karlmanna á þessum akri ritmennskunnar. Sakamálasögur hafa í Skandinavíu verið rúmfrekar á sölulistum eins og hér á landi. Deilur þessar bera keim af nöldri íslenskra höfunda á liðnum haustum yfir þeirri athygli sem Arnaldur og fleiri hafa notið meðal almennings og í fjölmiðlum. Camilla Lackberg er einn þeirra höfunda sem hingað koma í tengslum við Reyfi Norræna hússins sem verður fyrirferðarmikið í samkomuhaldi í höfuðborginni síðustu vikur ágústmánaðar. Mest lesið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Þorsteinn og Rós orðin hjón Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Lífið Cruise afþakkaði boð Trump Lífið Fleiri fréttir Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Sænsku krimmahöfundarnir Liza Marklund og Camilla Lackberg, sem þekktar eru hér á landi af glæpasögum sínum sem ARI útgáfa hefur gefið út hin síðari misseri, hafa á þessu sumri mátt þola nokkurt mótlæti af hendi starfsbræðra sinna. Báðar eru þær með söluhæstu höfundum í Svíþjóð og hafa rakað saman miklum tekjum af sölu bóka, svo miklum að Marklund hefur stofnað sérstaka útgáfu um verk sín. Það eru starfsbræður þeirra á markaði sakamálasagna sem beina spjótum að glæpadrottningunum, eins og þær eru oft kallaðar í heimalandi sínu. Ernst Brunner segir þær kunna lítið til verka í viðtali við Expressen og Leif G. W. Larson segir fléttur í vinsælum metsölubókum Lackberg eins og þær séu fengnar úr rómantísku tímariti hestaunnenda, Min Hest. Maj Sjöwall, sá virti brautryðjandi í skrifum glæpasagna á Norðurlöndum og þótt víðar væri leitað, sagði fyrr í sumar að fátæklegur orðaforði einkenndi verk Marklund, svo fátæklegur að hún gæti ekki lesið þær. Annar virtur sagnahöfundur Svía, Jan Guillou, hefur komið þeim til varnar. Deilan hefur kallað á viðbrögð gagnrýnenda. Samkvæmt Politiken hefur Niels Lillelund, gagnrýnandi á Jyllands-Posten, sagt verk Marklund full af klisjum og illa skrifuð. Það eigi reyndar ekki bara við um hennar texta heldur líka margra karlmanna á þessum akri ritmennskunnar. Sakamálasögur hafa í Skandinavíu verið rúmfrekar á sölulistum eins og hér á landi. Deilur þessar bera keim af nöldri íslenskra höfunda á liðnum haustum yfir þeirri athygli sem Arnaldur og fleiri hafa notið meðal almennings og í fjölmiðlum. Camilla Lackberg er einn þeirra höfunda sem hingað koma í tengslum við Reyfi Norræna hússins sem verður fyrirferðarmikið í samkomuhaldi í höfuðborginni síðustu vikur ágústmánaðar.
Mest lesið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Þorsteinn og Rós orðin hjón Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Lífið Cruise afþakkaði boð Trump Lífið Fleiri fréttir Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira