Rottweiler ráðast á eftirlitsþjóðfélagið 31. júlí 2007 04:45 Rottweilerhundarnir fengu fjölmarga vini og kunningja til að koma fram í myndbandi sem tekið var upp um helgina. Í takt við umfjöllunarefni, sem er eftirlitsþjóðfélagið, voru flestir með klúta yfir andlitinu eins og þeir væru glæpamenn. Ljósmynd/Magnús Már „Lagið snýst um þetta 1984-kjaftæði sem komið er upp í þessu þjóðfélagi, hvernig fylgst er með öllum eins og þeir séu glæpamenn,“ segir Erpur Þ. Eyvindarson, forsprakki rapphljómsveitarinnar XXX Rottweilerhunda. Erpur og félagar tóku um helgina upp myndband við fyrsta nýja lag sveitarinnar í nokkur ár. Lagið hefur ekki enn fengið nafn en Erpur segir boðskapinn skýran og textinn eigi eftir að verða sprengja inn í umræðuna. „Það er eins og allir Íslendingar séu þátttakendur í stórum raunveruleikaþætti. Munurinn er bara sá að enginn fær borgað. Ég er búinn að vera að pæla mikið í þessu hvernig fylgst er með fólki, í gegnum netið, eftirlitsmyndavélar, kreditkort, símhleranir og fleira, og hvernig stjórnvöld og valdhafar nýta sér þetta. Þetta er mjög hart og flott lag,“ segir Erpur sem segir að stefnt sé að því að klára lagið nú í vikunni svo það verði komið í útvarpsspilun áður en hljómsveitin treður upp á þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Erpur viðurkennir að íslenska rappbylgjan, sem náði hámarki fyrir um fimm árum, sé í rénun. „Ég ætlaði ekki að trúa því hvað allt var dautt þegar ég kom heim frá Svíþjóð. Við viljum þó meina að þeir hörðustu séu enn að. Það er bara búið að sía út liðið sem var eitthvað að djóka.“ Mest lesið Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Lífið Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Lífið Þau komust áfram í úrslit Söngvakeppninar Lífið Krakkatían: Eurovision, Góa og Gettu betur Lífið Þórdís Björk selur höllina á Arnarnesi Lífið Dúbaí-súkkulaðið umtalaða: „Þetta er galin sala“ Lífið „Við höfum það fyrir sið að faðmast í að lágmarki sjö sekúndur á hverjum morgni“ Lífið samstarf Barnaníðsmáli Jay-Z vísað frá Lífið „Ég er búin að sætta mig við að ég mun líklega aldrei fá nein svör“ Lífið Fréttatía vikunnar: Mismæli, sakborningar og Elon Musk Lífið Fleiri fréttir Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
„Lagið snýst um þetta 1984-kjaftæði sem komið er upp í þessu þjóðfélagi, hvernig fylgst er með öllum eins og þeir séu glæpamenn,“ segir Erpur Þ. Eyvindarson, forsprakki rapphljómsveitarinnar XXX Rottweilerhunda. Erpur og félagar tóku um helgina upp myndband við fyrsta nýja lag sveitarinnar í nokkur ár. Lagið hefur ekki enn fengið nafn en Erpur segir boðskapinn skýran og textinn eigi eftir að verða sprengja inn í umræðuna. „Það er eins og allir Íslendingar séu þátttakendur í stórum raunveruleikaþætti. Munurinn er bara sá að enginn fær borgað. Ég er búinn að vera að pæla mikið í þessu hvernig fylgst er með fólki, í gegnum netið, eftirlitsmyndavélar, kreditkort, símhleranir og fleira, og hvernig stjórnvöld og valdhafar nýta sér þetta. Þetta er mjög hart og flott lag,“ segir Erpur sem segir að stefnt sé að því að klára lagið nú í vikunni svo það verði komið í útvarpsspilun áður en hljómsveitin treður upp á þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Erpur viðurkennir að íslenska rappbylgjan, sem náði hámarki fyrir um fimm árum, sé í rénun. „Ég ætlaði ekki að trúa því hvað allt var dautt þegar ég kom heim frá Svíþjóð. Við viljum þó meina að þeir hörðustu séu enn að. Það er bara búið að sía út liðið sem var eitthvað að djóka.“
Mest lesið Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Lífið Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Lífið Þau komust áfram í úrslit Söngvakeppninar Lífið Krakkatían: Eurovision, Góa og Gettu betur Lífið Þórdís Björk selur höllina á Arnarnesi Lífið Dúbaí-súkkulaðið umtalaða: „Þetta er galin sala“ Lífið „Við höfum það fyrir sið að faðmast í að lágmarki sjö sekúndur á hverjum morgni“ Lífið samstarf Barnaníðsmáli Jay-Z vísað frá Lífið „Ég er búin að sætta mig við að ég mun líklega aldrei fá nein svör“ Lífið Fréttatía vikunnar: Mismæli, sakborningar og Elon Musk Lífið Fleiri fréttir Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira