Íslensk sýning í Hangar-7 31. júlí 2007 03:00 Lioba Reddeker, sýningarstjóri listasafnsins Hangar-7 í Austurríki, er stödd hér á landi að velja listamenn á sýningu tileinkaða Íslandi. Listasafnið Hangar-7 í Austurríki setur í lok september upp sýningu tileinkaða íslenskum listamönnum. Sjö íslenskir listamenn verða valdir til að sýna þar. Mikill fjöldi fólks sækir sýningar þarna og er þetta því mikill fengur fyrir þá listamenn sem verða valdir. „Ég er búin að taka ákvörðun um fjóra listamenn sem sýna hjá okkur í september. Það eru þeir Helgi Þorgils, Davíð Örn Halldórsson, Guðmundur Thoroddsen og Ragnar Kjartansson," segir Lioba Reddeker, aðalsýningarstjóri listagallerísins Hangar-7 í Austurríki, sem er stödd hér á landi til að skoða verk og hitta listamenn. „Ég mun velja þrjá aðra en það er ekki alveg komið á hreint enn hverjir það verða."Gróska í listasenunniÍ Hangar-7 eru engir hvítir veggir eða ferköntuð rými og mörg þúsund manns koma á allar sýningar þar.Lioba er afar hrifin af íslensku listasenunni og finnst hún sjá annað sjónarhorn í verkum listamanna hér en annars staðar sem hún hefur komið. „Það er ótrúlega mikið að gerast hérna miðað við fólksfæðina. Það hljómar eins og klisja en mér finnst afar merkilegt að sjá að flestir listamennirnir hér skapa algerlega sinn eigin heim. Þeir taka inn það sem er að gerast en vinna svo úr því á afar persónulegan hátt. Þeir virðast líka ekki hafa neina þörf til að vera í andstöðu við listasöguna eða gamlar hefðir. Þeir taka bara það sem hentar þeim og hafna hinu áreynslulaust." Lioba segir það hafa verið ótrúlegt að koma inn á vinnustofuna hjá Helga Þorgils. Eins er hún hrifin af ungu listamönnunum sem hún er búin að velja og hlakkar til að sjá hvað gerist í kjölfar sýningarinnar í Hangar-7. Óvenjulegt listasafnListasafnið Hangar-7 er gamalt flugskýli sem hefur verið breytt í lista- og flugvélasafn í mikilfenglegri glerbyggingu. Hangar-7 er ekki hefðbundið listasafn, það eru engir hvítir veggir eða ferköntuð rými og stór hluti fólksins sem heimsækir safnið er ekki að koma til að skoða listaverk heldur flugvélar eða til að borða á veitingastaðnum á safninu. „Helsta vandamál nútímalistasafna er að fá fólk inn í söfnin því nútímalist er oft óaðgengileg fyrir almenning. Í Hangar-7 fáum við mikið af fólki sem fer almennt ekki á listasöfn. Það koma á milli tíu og tuttugu þúsund manns á hverja sýningu hjá okkur sem er mjög óvenjulegt."Lioba segir að reynt sé að skilja gestina ekki úti í kuldanum og allir gestirnir fái sýningarskrá í bókarformi þar sem öll verkin eru skýrð ítarlega og gerð aðgengilegri sem skili sér í auknum skilningi á nútímalist.Ísland í Hangar-7Síðustu ár hafa verið haldnar sýningar í safninu þar sem einblínt hefur verið á eitt land og nú í september er röðin komin að Íslandi. Það er mikill fengur í því að sýna þarna því að sögn Liobu hafa sýningar þarna komið mörgum óþekktum listamönnum á kortið. „Margir listamenn sem hafa sýnt hér hafa selt það vel að bæði geta þeir lifað á því í einhvern tíma og stór gallerí þora að taka þá inn þegar þeir eru búnir að sýna fram á að verkin þeirra seljist. Við erum mjög ánægð þegar okkur tekst að hjálpa til við að fá boltann til að rúlla hjá listafólki," segir Lioba að lokum. Mest lesið Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Lífið Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Lífið Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Lífið „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Tchéky Karyo látinn Lífið Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Lífið Fleiri fréttir Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sjá meira
Listasafnið Hangar-7 í Austurríki setur í lok september upp sýningu tileinkaða íslenskum listamönnum. Sjö íslenskir listamenn verða valdir til að sýna þar. Mikill fjöldi fólks sækir sýningar þarna og er þetta því mikill fengur fyrir þá listamenn sem verða valdir. „Ég er búin að taka ákvörðun um fjóra listamenn sem sýna hjá okkur í september. Það eru þeir Helgi Þorgils, Davíð Örn Halldórsson, Guðmundur Thoroddsen og Ragnar Kjartansson," segir Lioba Reddeker, aðalsýningarstjóri listagallerísins Hangar-7 í Austurríki, sem er stödd hér á landi til að skoða verk og hitta listamenn. „Ég mun velja þrjá aðra en það er ekki alveg komið á hreint enn hverjir það verða."Gróska í listasenunniÍ Hangar-7 eru engir hvítir veggir eða ferköntuð rými og mörg þúsund manns koma á allar sýningar þar.Lioba er afar hrifin af íslensku listasenunni og finnst hún sjá annað sjónarhorn í verkum listamanna hér en annars staðar sem hún hefur komið. „Það er ótrúlega mikið að gerast hérna miðað við fólksfæðina. Það hljómar eins og klisja en mér finnst afar merkilegt að sjá að flestir listamennirnir hér skapa algerlega sinn eigin heim. Þeir taka inn það sem er að gerast en vinna svo úr því á afar persónulegan hátt. Þeir virðast líka ekki hafa neina þörf til að vera í andstöðu við listasöguna eða gamlar hefðir. Þeir taka bara það sem hentar þeim og hafna hinu áreynslulaust." Lioba segir það hafa verið ótrúlegt að koma inn á vinnustofuna hjá Helga Þorgils. Eins er hún hrifin af ungu listamönnunum sem hún er búin að velja og hlakkar til að sjá hvað gerist í kjölfar sýningarinnar í Hangar-7. Óvenjulegt listasafnListasafnið Hangar-7 er gamalt flugskýli sem hefur verið breytt í lista- og flugvélasafn í mikilfenglegri glerbyggingu. Hangar-7 er ekki hefðbundið listasafn, það eru engir hvítir veggir eða ferköntuð rými og stór hluti fólksins sem heimsækir safnið er ekki að koma til að skoða listaverk heldur flugvélar eða til að borða á veitingastaðnum á safninu. „Helsta vandamál nútímalistasafna er að fá fólk inn í söfnin því nútímalist er oft óaðgengileg fyrir almenning. Í Hangar-7 fáum við mikið af fólki sem fer almennt ekki á listasöfn. Það koma á milli tíu og tuttugu þúsund manns á hverja sýningu hjá okkur sem er mjög óvenjulegt."Lioba segir að reynt sé að skilja gestina ekki úti í kuldanum og allir gestirnir fái sýningarskrá í bókarformi þar sem öll verkin eru skýrð ítarlega og gerð aðgengilegri sem skili sér í auknum skilningi á nútímalist.Ísland í Hangar-7Síðustu ár hafa verið haldnar sýningar í safninu þar sem einblínt hefur verið á eitt land og nú í september er röðin komin að Íslandi. Það er mikill fengur í því að sýna þarna því að sögn Liobu hafa sýningar þarna komið mörgum óþekktum listamönnum á kortið. „Margir listamenn sem hafa sýnt hér hafa selt það vel að bæði geta þeir lifað á því í einhvern tíma og stór gallerí þora að taka þá inn þegar þeir eru búnir að sýna fram á að verkin þeirra seljist. Við erum mjög ánægð þegar okkur tekst að hjálpa til við að fá boltann til að rúlla hjá listafólki," segir Lioba að lokum.
Mest lesið Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Lífið Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Lífið Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Lífið „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Tchéky Karyo látinn Lífið Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Lífið Fleiri fréttir Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sjá meira