Tónlist

Jan Mayen til Englands

Önnur plata Jan Mayen er væntanleg eftir um tvær vikur.
Önnur plata Jan Mayen er væntanleg eftir um tvær vikur.

„Ég er helvíti glaður með þetta,“ segir Ágúst Bogason, gítarleikari rokkhljómsveitarinnar Jan Mayen. Önnur breiðskífa Jan Mayen er væntanleg í búðir eftir verslunarmannahelgi en þrjú ár eru síðan fyrsta plata þeirra kom út. Sú hét Home of the Free Indeed og fékk frábærar viðtökur. Nýja platan heitir So Much Better Than Your Normal Life og það er Smekkleysa sem gefur út eins og fyrr. Fyrsta lagið, Joyride, er þegar komið í spilun á útvarpsstöðvum landsins. Tónlistarmaðurinn Einar Tönsberg, Eberg, stjórnaði upptökum á plötunni og lofar Ágúst það samstarf mikið.



Framundan er væntanlega stíft tónleikahald hjá Jan Mayen-liðum til að kynna plötuna og þessa dagana er sveitin að skipuleggja nokkra tónleika í Bretlandi. „Það er búið að bóka okkur í London 26. september með Hafdísi Huld og Motion Boys. Svo er planið að nota ferðina vel, við erum þegar búnir að negla niður tónleika í Birmingham og svo er verið að vinna í nokkrum í viðbót,“ segir Ágúst.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.