Time and Time Again - Lada Sport - Þrjár stjörnur Trausti Júlíusson skrifar 21. júlí 2007 01:45 Þessi fyrsta plata Lödu Sport í fullri lengd er ekki fullkomin, en staðfestir að þetta er hljómsveit sem getur bæði samið, útsett og flutt góð rokklög. Fagmannlega unnin rokkplataLada Sport er fjögurra manna sveit úr Hafnarfirði. Hún vakti fyrst athygli þegar hún lenti í öðru sæti á Músíktilraunum árið 2004. Í dag eru í sveitinni þeir Stefnir Gunnarsson söngvari og gítarleikari, Friðrik Sigurbjörn Friðriksson bassaleikari og Haraldur Leví Gunnarsson trommuleikari sem allir voru í Lödunni á Músíktilraunum og á EP-plötunni Personal Humor sem kom út sama ár, og svo Jón Þór Ólafsson söngvari og gítarleikari sem gekk til liðs við sveitina haustið 2005. Og nú er fyrsta plata sveitarinnar í fullri lengd komin út. Það fyrsta sem maður tekur eftir þegar maður hlustar á Time and Time Again er hversu fagmannlega hún er unnin. Hljómurinn er þykkur og þéttur og útsetningarnar eru gerðar af kunnáttu. Tónlistin minnir mig stundum á þykkan hljóðvegginn hjá Muse, en einnig kemur Weezer upp í hugann. Nokkrir gestahljóðfæraleikarar koma við sögu; fiðlu- og sellóleikari, trompetleikari og bakraddasöngvarar auk Gísla Steins Péturssonar sem vinnur með gítarhljóminn í nokkrum lögum. Eins og áður segir eru útsetningarnar vel gerðar og þessi aukamannskapur kemur vel út og gerir hljóminn massífari. Axel Flex Árnason stjórnar upptökum ásamt hljómsveitarmeðlimum. Það er mörg ágæt lög á Time and Time Again. Ég nefni fyrstu tvö lögin, Love Donors og The World Is A Place For Kids Going Far, lagið Trampoline, lokalagið Leví, It's Time To Wake Up og Holocaust sem er mitt uppáhaldslag á plötunni. Fín lög allt, en það sem þeim Lada Sport drengjum hefur samt ekki alveg tekist að mínu mati er að marka sér sérstöðu og gera tónlistina spennandi. Platan hljómar svolítið einsleit og of keimlík öðrum rokkplötum sem maður hefur heyrt í gegn um tíðina. Á heildina litið er Time and Time Again samt ágætis plata. Kostirnir eru fleiri en gallarnir. Mest lesið Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Lífið Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Lífið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Lífið Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Lífið Fleiri fréttir Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
Fagmannlega unnin rokkplataLada Sport er fjögurra manna sveit úr Hafnarfirði. Hún vakti fyrst athygli þegar hún lenti í öðru sæti á Músíktilraunum árið 2004. Í dag eru í sveitinni þeir Stefnir Gunnarsson söngvari og gítarleikari, Friðrik Sigurbjörn Friðriksson bassaleikari og Haraldur Leví Gunnarsson trommuleikari sem allir voru í Lödunni á Músíktilraunum og á EP-plötunni Personal Humor sem kom út sama ár, og svo Jón Þór Ólafsson söngvari og gítarleikari sem gekk til liðs við sveitina haustið 2005. Og nú er fyrsta plata sveitarinnar í fullri lengd komin út. Það fyrsta sem maður tekur eftir þegar maður hlustar á Time and Time Again er hversu fagmannlega hún er unnin. Hljómurinn er þykkur og þéttur og útsetningarnar eru gerðar af kunnáttu. Tónlistin minnir mig stundum á þykkan hljóðvegginn hjá Muse, en einnig kemur Weezer upp í hugann. Nokkrir gestahljóðfæraleikarar koma við sögu; fiðlu- og sellóleikari, trompetleikari og bakraddasöngvarar auk Gísla Steins Péturssonar sem vinnur með gítarhljóminn í nokkrum lögum. Eins og áður segir eru útsetningarnar vel gerðar og þessi aukamannskapur kemur vel út og gerir hljóminn massífari. Axel Flex Árnason stjórnar upptökum ásamt hljómsveitarmeðlimum. Það er mörg ágæt lög á Time and Time Again. Ég nefni fyrstu tvö lögin, Love Donors og The World Is A Place For Kids Going Far, lagið Trampoline, lokalagið Leví, It's Time To Wake Up og Holocaust sem er mitt uppáhaldslag á plötunni. Fín lög allt, en það sem þeim Lada Sport drengjum hefur samt ekki alveg tekist að mínu mati er að marka sér sérstöðu og gera tónlistina spennandi. Platan hljómar svolítið einsleit og of keimlík öðrum rokkplötum sem maður hefur heyrt í gegn um tíðina. Á heildina litið er Time and Time Again samt ágætis plata. Kostirnir eru fleiri en gallarnir.
Mest lesið Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Lífið Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Lífið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Lífið Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Lífið Fleiri fréttir Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira