Gleðirokkið á undanhaldi 18. júlí 2007 01:45 Þeir Haraldur Leví Gunnarsson, Friðrik Sigurbjörn Friðriksson, Jón Þór Ólafsson og Stefnir Gunnarsson skipa hljómsveitina Lödu Sport. fréttablaðið/daníel Hljómsveitin Lada Sport hefur gefið út sína fyrstu breiðskífu, Time and Time Again, á vegum Geimsteins. Platan inniheldur ellefu lög og hefur annað smáskífulagið, The World Is A Place For Kids Going Far, fengið góðar viðtökur. Að sögn trommarans Haraldar Levís Gunnarssonar hófust upptökur á plötunni í janúar á þessu ári og kláruðust þær fjórum mánuðum síðar eftir nokkrar stuttar pásur. „Þetta er skemmtileg og fjörug plata, með líflegum og poppuðum hljómi,“ segir Haraldur. „Við erum búnir að vinna lengi að þessu og erum ógeðslega sáttir.“Tveir söngvararNokkur breyting hefur verið á stefnu og mannaskipan Lödu Sport síðan hún kom fyrst fram á sjónarsviðið árið 2004 þegar hún lenti í öðru sæti í Músíktilraunum á eftir Mammút. „Þegar við byrjuðum var þetta mun meira gleðirokk heldur en það er núna. Fólk vildi alla vega halda því fram að þetta væri gleðirokk. Við erum orðnir mun poppaðri og þroskaðri í lagasmíðum. Svo hafa líka verið mannabreytingar og núna eru það tveir söngvarar sem skipta á milli sín söngnum. Mér finnst það mun betra,“ segir Haraldur. Til AmeríkuHann segir þá félaga ætla að koma plötunni á erlendan markað. „Við spiluðum í Ameríku í mars og ætlum að reyna að fara aftur út í haust. Við ætlum að reyna að koma henni út og kynna okkur betur.“ Tónleikar í kvöldNæstu tónleikar Lödu Sport verða á Dillon í kvöld þar sem Dr. Spock treður einnig upp. Á föstudag spilar sveitin síðan á listahátíðinni Lunga á Seyðisfirði. Mest lesið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Menning Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Lífið Fleiri fréttir Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Hljómsveitin Lada Sport hefur gefið út sína fyrstu breiðskífu, Time and Time Again, á vegum Geimsteins. Platan inniheldur ellefu lög og hefur annað smáskífulagið, The World Is A Place For Kids Going Far, fengið góðar viðtökur. Að sögn trommarans Haraldar Levís Gunnarssonar hófust upptökur á plötunni í janúar á þessu ári og kláruðust þær fjórum mánuðum síðar eftir nokkrar stuttar pásur. „Þetta er skemmtileg og fjörug plata, með líflegum og poppuðum hljómi,“ segir Haraldur. „Við erum búnir að vinna lengi að þessu og erum ógeðslega sáttir.“Tveir söngvararNokkur breyting hefur verið á stefnu og mannaskipan Lödu Sport síðan hún kom fyrst fram á sjónarsviðið árið 2004 þegar hún lenti í öðru sæti í Músíktilraunum á eftir Mammút. „Þegar við byrjuðum var þetta mun meira gleðirokk heldur en það er núna. Fólk vildi alla vega halda því fram að þetta væri gleðirokk. Við erum orðnir mun poppaðri og þroskaðri í lagasmíðum. Svo hafa líka verið mannabreytingar og núna eru það tveir söngvarar sem skipta á milli sín söngnum. Mér finnst það mun betra,“ segir Haraldur. Til AmeríkuHann segir þá félaga ætla að koma plötunni á erlendan markað. „Við spiluðum í Ameríku í mars og ætlum að reyna að fara aftur út í haust. Við ætlum að reyna að koma henni út og kynna okkur betur.“ Tónleikar í kvöldNæstu tónleikar Lödu Sport verða á Dillon í kvöld þar sem Dr. Spock treður einnig upp. Á föstudag spilar sveitin síðan á listahátíðinni Lunga á Seyðisfirði.
Mest lesið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Menning Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Lífið Fleiri fréttir Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira