Klassískar perlur á Gljúfrasteini 13. júlí 2007 06:00 Á sunnudag munu þau Guðrún og Kristján leika á píanó og kontrabassa á tónleikum á Gljúfrasteini. Á sunnudag verða haldnir sjöundu tónleikarnir í stofutónleikaröð Gljúfrasteins – húsi skáldsins í Mosfellsbæ. Þar verða haldnir tónleikar hvern sunnudag kl. 16 allt til loka ágústmánaðar. Það eru þau Kristján Orri Sigurleifsson kontrabassaleikari og Guðrún Dalía Salómonsdóttir píanóleikari sem koma fram á tónleikunum. Þau munu leika bæði klassískar perlur í útsetningum fyrir kontrabassa og píanó ásamt nokkrum fallegum verkum sem upphaflega voru skrifuð fyrir hljóðfærin. Tvö verkanna eru eftir Giovanni Bottesini (1821-1889) en hann samdi ótal verk fyrir kontrabassann og var sjálfur kontrabassasnillingur. Kontrabassinn þykir yfirleitt tilheyra þeim hljóðfærum sem skýla sér á bak við hin virtu einleikshljóðfæri, svo sem fiðlu eða píanó. Á þessum tónleikum verður hægt að virða fyrir sér þetta stóra göfuga hljóðfæri og heyra hvernig það hljómar í forgrunni á tónleikum sem allir ættu að geta notið. Guðrún Dalía hefur áður haldið tvenna einleikstónleika í Stuttgart auk tónleika með nútímakammersveit tónlistarháskólans, fjórhentra píanótónleika í Dómkirkjunni og Vínartónleika kammersveitarinnar Ísafoldar á síðasta ári. Í nóvember 2006 vann hún til fyrstu verðlauna í píanókeppni EPTA í Salnum, Kópavogi. Kristján Orri hefur til að mynda leikið með Konunglegu Sinfóníuhljómsveit Danmerkur (Óperan), Sinfóníuhljómsveit og Sinfóníettu Danska útvarpsins, Sinfóníuhljómsveit Íslands, Kaleidoskop Solistensemble (Berlín) og Kammersveitinni Ísafold, en hann er stofnmeðlimur hennar. Aðgangseyrir á tónleikana er 500 krónur og þeir hefjast sem fyrr segir kl. 16. Mest lesið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Elti ástina til Íslands Tónlist Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Fleiri fréttir Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Á sunnudag verða haldnir sjöundu tónleikarnir í stofutónleikaröð Gljúfrasteins – húsi skáldsins í Mosfellsbæ. Þar verða haldnir tónleikar hvern sunnudag kl. 16 allt til loka ágústmánaðar. Það eru þau Kristján Orri Sigurleifsson kontrabassaleikari og Guðrún Dalía Salómonsdóttir píanóleikari sem koma fram á tónleikunum. Þau munu leika bæði klassískar perlur í útsetningum fyrir kontrabassa og píanó ásamt nokkrum fallegum verkum sem upphaflega voru skrifuð fyrir hljóðfærin. Tvö verkanna eru eftir Giovanni Bottesini (1821-1889) en hann samdi ótal verk fyrir kontrabassann og var sjálfur kontrabassasnillingur. Kontrabassinn þykir yfirleitt tilheyra þeim hljóðfærum sem skýla sér á bak við hin virtu einleikshljóðfæri, svo sem fiðlu eða píanó. Á þessum tónleikum verður hægt að virða fyrir sér þetta stóra göfuga hljóðfæri og heyra hvernig það hljómar í forgrunni á tónleikum sem allir ættu að geta notið. Guðrún Dalía hefur áður haldið tvenna einleikstónleika í Stuttgart auk tónleika með nútímakammersveit tónlistarháskólans, fjórhentra píanótónleika í Dómkirkjunni og Vínartónleika kammersveitarinnar Ísafoldar á síðasta ári. Í nóvember 2006 vann hún til fyrstu verðlauna í píanókeppni EPTA í Salnum, Kópavogi. Kristján Orri hefur til að mynda leikið með Konunglegu Sinfóníuhljómsveit Danmerkur (Óperan), Sinfóníuhljómsveit og Sinfóníettu Danska útvarpsins, Sinfóníuhljómsveit Íslands, Kaleidoskop Solistensemble (Berlín) og Kammersveitinni Ísafold, en hann er stofnmeðlimur hennar. Aðgangseyrir á tónleikana er 500 krónur og þeir hefjast sem fyrr segir kl. 16.
Mest lesið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Elti ástina til Íslands Tónlist Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Fleiri fréttir Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira