ET Tumason: Live At 8MM - þrjár stjörnur 12. júlí 2007 05:00 Einfaldleiki og einlægni einkenna þennan tíu laga tónleikadisk með hinum efnilega blúsnýliða Elliða Tumasyni. ET Tumason er listamannsnafn blúsarans Elliða Tumasonar. Live At 8MM er hans fyrsta plata. Hún var tekin upp á tónleikum á barnum 8MM í Berlín, en hann er í eigu sömu aðila og reka 8MM Records, lítið óháð plötufyrirtæki sem hefur getið sér gott orð á undanförnum árum og gaf m.a. nýverið út safnplötuna The Curse, The Life, The Blood með Singapore Sling. Það eru tíu lög á Live At 8MM, átta frá tónleikunum sjálfum og tvö sem tekin voru upp í hljóðprufu fyrr sama dag. Elliði spilar á kassagítar og syngur. Lögin eru flest frumsamin, en að auki er þarna m.a. útgáfa Elliða af laginu Dust My Broom eftir Robert Johnson. Tónlistin er hreinræktaður blús sem Elliði leyfir að flæða með impróviseringum og sólóum. Blús eins og þessi er auðvitað ekki ný tónlist, en það sem gerir þessa plötu ferska og skemmtilega er einfaldleikinn og einlægnin sem skín í gegn. Elliði hefur greinilega sviðsþokka og þessi hálftími á barnum hefur komist ómengaður yfir á diskinn. ET Tumason er efnilegur nýliði. Þessi litla útgáfa er vonandi bara forsmekkurinn af því sem hann á eftir að taka sér fyrir hendur á tónlistarsviðinu. Fínn forsmekkur. Trausti Júlíusson Mest lesið Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Lífið Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Lífið Vaktin: Væb-strákarnir stíga á svið í Basel Lífið Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Lífið Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Lífið Ógleymanleg upplifun á klósetti í norskum kastala Tíska og hönnun Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Lífið Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Lífið Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Lífið Baráttan um jólagestina hafin Lífið Fleiri fréttir Nýtt lag frá VÆB-bræðrum: „Bíðið bara, það verður epic!“ „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
ET Tumason er listamannsnafn blúsarans Elliða Tumasonar. Live At 8MM er hans fyrsta plata. Hún var tekin upp á tónleikum á barnum 8MM í Berlín, en hann er í eigu sömu aðila og reka 8MM Records, lítið óháð plötufyrirtæki sem hefur getið sér gott orð á undanförnum árum og gaf m.a. nýverið út safnplötuna The Curse, The Life, The Blood með Singapore Sling. Það eru tíu lög á Live At 8MM, átta frá tónleikunum sjálfum og tvö sem tekin voru upp í hljóðprufu fyrr sama dag. Elliði spilar á kassagítar og syngur. Lögin eru flest frumsamin, en að auki er þarna m.a. útgáfa Elliða af laginu Dust My Broom eftir Robert Johnson. Tónlistin er hreinræktaður blús sem Elliði leyfir að flæða með impróviseringum og sólóum. Blús eins og þessi er auðvitað ekki ný tónlist, en það sem gerir þessa plötu ferska og skemmtilega er einfaldleikinn og einlægnin sem skín í gegn. Elliði hefur greinilega sviðsþokka og þessi hálftími á barnum hefur komist ómengaður yfir á diskinn. ET Tumason er efnilegur nýliði. Þessi litla útgáfa er vonandi bara forsmekkurinn af því sem hann á eftir að taka sér fyrir hendur á tónlistarsviðinu. Fínn forsmekkur. Trausti Júlíusson
Mest lesið Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Lífið Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Lífið Vaktin: Væb-strákarnir stíga á svið í Basel Lífið Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Lífið Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Lífið Ógleymanleg upplifun á klósetti í norskum kastala Tíska og hönnun Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Lífið Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Lífið Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Lífið Baráttan um jólagestina hafin Lífið Fleiri fréttir Nýtt lag frá VÆB-bræðrum: „Bíðið bara, það verður epic!“ „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira