Leikmenn fylgi boðorðum Laporta 10. júlí 2007 05:00 Ætlar sér spænska meistaratitilinn og ekkert annað á næsta tímabili. Joan Laporta, forseti Barcelona á Spáni, hefur sett saman lista með boðorðum sem leikmenn liðsins munu þurfa að fylgja í hvívetna frá og með næsta tímabili, ellegar munu þeir ekki eiga von á góðu. Laporta hefur fengið sig fullsaddan af agaleysinu og innanbúðarkrísunni sem gerði vart við sig á liðnu tímabili og smitaði greinilega út frá sér til leikmanna inni á vellinum. Barcelona vann engan titil á síðasta tímabili eftir að hafa orðið Spánar- og Evrópumeistarar árið á undan. Enn sem komið er hefur spænskum fjölmiðlum ekki tekist að verða sér úti um listann með boðorðunum en talið er að þau séu um tíu talsins. Þó er vitað um hvað flest þeirra ganga út á. Laporta ætlar greinilega að sjá til þess að leikmenn komi úthvíldir á æfingar því frá og með kl. eitt eftir miðnætti ríkir útgöngubann hjá leikmönnum liðsins og munu þeir þurfa að sofa í að lágmarki átta klukkutíma áður en þeir mæta á æfingu daginn eftir, sem hefst á slaginu 10.30. Allir leikmenn verða að vera mættir á æfingasvæðið að lágmarki tíu mínútum áður en æfing hefst. Laporta hefur bannað allar undanþágur frá hópæfingu nema að formleg beiðni berist frá læknum liðsins. Er talið víst að þessi regla sé sett til höfuðs Ronaldinho, sem átti það til að kjósa séræfingar inni í lyftingasal frekar en að æfa með félögunum úti á velli á síðustu leiktíð. Einnig hefur leikmönnum verið gert skylt að boða forföll á æfingu að minnsta kosti tveimur tímum áður en hún hefst - og þá skal afsökunin vera ósvikin. Varla þarf að taka fram að brot á einhverjum boðorðanna mun hafa alvarlegar afleiðingar fyrir viðkomandi. Spænski boltinn Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Fótbolti Fleiri fréttir Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Sjá meira
Joan Laporta, forseti Barcelona á Spáni, hefur sett saman lista með boðorðum sem leikmenn liðsins munu þurfa að fylgja í hvívetna frá og með næsta tímabili, ellegar munu þeir ekki eiga von á góðu. Laporta hefur fengið sig fullsaddan af agaleysinu og innanbúðarkrísunni sem gerði vart við sig á liðnu tímabili og smitaði greinilega út frá sér til leikmanna inni á vellinum. Barcelona vann engan titil á síðasta tímabili eftir að hafa orðið Spánar- og Evrópumeistarar árið á undan. Enn sem komið er hefur spænskum fjölmiðlum ekki tekist að verða sér úti um listann með boðorðunum en talið er að þau séu um tíu talsins. Þó er vitað um hvað flest þeirra ganga út á. Laporta ætlar greinilega að sjá til þess að leikmenn komi úthvíldir á æfingar því frá og með kl. eitt eftir miðnætti ríkir útgöngubann hjá leikmönnum liðsins og munu þeir þurfa að sofa í að lágmarki átta klukkutíma áður en þeir mæta á æfingu daginn eftir, sem hefst á slaginu 10.30. Allir leikmenn verða að vera mættir á æfingasvæðið að lágmarki tíu mínútum áður en æfing hefst. Laporta hefur bannað allar undanþágur frá hópæfingu nema að formleg beiðni berist frá læknum liðsins. Er talið víst að þessi regla sé sett til höfuðs Ronaldinho, sem átti það til að kjósa séræfingar inni í lyftingasal frekar en að æfa með félögunum úti á velli á síðustu leiktíð. Einnig hefur leikmönnum verið gert skylt að boða forföll á æfingu að minnsta kosti tveimur tímum áður en hún hefst - og þá skal afsökunin vera ósvikin. Varla þarf að taka fram að brot á einhverjum boðorðanna mun hafa alvarlegar afleiðingar fyrir viðkomandi.
Spænski boltinn Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Fótbolti Fleiri fréttir Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Sjá meira