Leikmenn fylgi boðorðum Laporta 10. júlí 2007 05:00 Ætlar sér spænska meistaratitilinn og ekkert annað á næsta tímabili. Joan Laporta, forseti Barcelona á Spáni, hefur sett saman lista með boðorðum sem leikmenn liðsins munu þurfa að fylgja í hvívetna frá og með næsta tímabili, ellegar munu þeir ekki eiga von á góðu. Laporta hefur fengið sig fullsaddan af agaleysinu og innanbúðarkrísunni sem gerði vart við sig á liðnu tímabili og smitaði greinilega út frá sér til leikmanna inni á vellinum. Barcelona vann engan titil á síðasta tímabili eftir að hafa orðið Spánar- og Evrópumeistarar árið á undan. Enn sem komið er hefur spænskum fjölmiðlum ekki tekist að verða sér úti um listann með boðorðunum en talið er að þau séu um tíu talsins. Þó er vitað um hvað flest þeirra ganga út á. Laporta ætlar greinilega að sjá til þess að leikmenn komi úthvíldir á æfingar því frá og með kl. eitt eftir miðnætti ríkir útgöngubann hjá leikmönnum liðsins og munu þeir þurfa að sofa í að lágmarki átta klukkutíma áður en þeir mæta á æfingu daginn eftir, sem hefst á slaginu 10.30. Allir leikmenn verða að vera mættir á æfingasvæðið að lágmarki tíu mínútum áður en æfing hefst. Laporta hefur bannað allar undanþágur frá hópæfingu nema að formleg beiðni berist frá læknum liðsins. Er talið víst að þessi regla sé sett til höfuðs Ronaldinho, sem átti það til að kjósa séræfingar inni í lyftingasal frekar en að æfa með félögunum úti á velli á síðustu leiktíð. Einnig hefur leikmönnum verið gert skylt að boða forföll á æfingu að minnsta kosti tveimur tímum áður en hún hefst - og þá skal afsökunin vera ósvikin. Varla þarf að taka fram að brot á einhverjum boðorðanna mun hafa alvarlegar afleiðingar fyrir viðkomandi. Spænski boltinn Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Fleiri fréttir „Við erum brothættir“ „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Atlético skoraði sex Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Sjá meira
Joan Laporta, forseti Barcelona á Spáni, hefur sett saman lista með boðorðum sem leikmenn liðsins munu þurfa að fylgja í hvívetna frá og með næsta tímabili, ellegar munu þeir ekki eiga von á góðu. Laporta hefur fengið sig fullsaddan af agaleysinu og innanbúðarkrísunni sem gerði vart við sig á liðnu tímabili og smitaði greinilega út frá sér til leikmanna inni á vellinum. Barcelona vann engan titil á síðasta tímabili eftir að hafa orðið Spánar- og Evrópumeistarar árið á undan. Enn sem komið er hefur spænskum fjölmiðlum ekki tekist að verða sér úti um listann með boðorðunum en talið er að þau séu um tíu talsins. Þó er vitað um hvað flest þeirra ganga út á. Laporta ætlar greinilega að sjá til þess að leikmenn komi úthvíldir á æfingar því frá og með kl. eitt eftir miðnætti ríkir útgöngubann hjá leikmönnum liðsins og munu þeir þurfa að sofa í að lágmarki átta klukkutíma áður en þeir mæta á æfingu daginn eftir, sem hefst á slaginu 10.30. Allir leikmenn verða að vera mættir á æfingasvæðið að lágmarki tíu mínútum áður en æfing hefst. Laporta hefur bannað allar undanþágur frá hópæfingu nema að formleg beiðni berist frá læknum liðsins. Er talið víst að þessi regla sé sett til höfuðs Ronaldinho, sem átti það til að kjósa séræfingar inni í lyftingasal frekar en að æfa með félögunum úti á velli á síðustu leiktíð. Einnig hefur leikmönnum verið gert skylt að boða forföll á æfingu að minnsta kosti tveimur tímum áður en hún hefst - og þá skal afsökunin vera ósvikin. Varla þarf að taka fram að brot á einhverjum boðorðanna mun hafa alvarlegar afleiðingar fyrir viðkomandi.
Spænski boltinn Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Fleiri fréttir „Við erum brothættir“ „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Atlético skoraði sex Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Sjá meira