Gerir sumarlegan kókosís 5. júlí 2007 05:45 Jón Brynjar Birgisson segir ísgerð heimavið ekki þurfa að vera mikla kúnst, nóg sé til af einföldum uppskriftum. fréttablaðið/vilhelm Jón Brynjar Birgisson er menntaður mjólkurfræðingur. Hann heldur úti rjómaísvef og framleiðir dýrindis ís heima í eldhúsi. Jón Brynjar hefur ísgerðina þó ekki að atvinnu um þessar mundir. „Nei, ég starfa hjá Rauða krossinum eins og er. En ég hef unnið við ísgerð bæði hérna á Íslandi og í Danmörku,“ útskýrði hann. Jón Brynjar segir ísgerð heima í eldhúsi ekki þurfa að vera mikla kúnst. „Það á hver sem er að geta gert þetta, það er til það mikið af einföldum uppskriftum,“ sagði Jón Brynjar. Öllu er blandað saman í þykkbotna stálpotti og hitað upp að suðu. Látið malla varlega við lágan hita í 3-4 mínútur. Varist að láta blönduna brenna við. Blandan er kæld í 4-6 gráður og látin þroskast í a.m.k. 4 klst. Best er að gera hana degi áður en hún er fryst. Með heimilisísvél: Ísinn er frystur og þeyttur í vélinni þangað til hann verður þykkur og mjúkur. Þá er hann settur í loftþétt frystiílát og látinn harðna í frystikistu í a.m.k. 2 klst. Í höndunum: Blandan er sett í frystiílát og látin frjósa í 4 klst. Á því tímabili þarf tvisvar sinnum að brjóta ísinn upp með þeytara eða matvinnsluvél. Áður en ísinn er borinn fram er gott að láta hann standa í 10 mínútur. Þá má skafa hann í kúlur. Ísgerð með fitusnauðari vörum, á borð við kókosmjólkina sem Jón notar í uppskrift dagsins, getur þó verið aðeins snúnari. „Það er svona skemmtilegt að leika sér með það. En þá þarf að setja ísinn í frysti, taka hann út og þeyta hann aftur upp ef menn eru ekki með sérstök tæki til að gera það,“ sagði hann. Sjálfur á Jón ágætis ísgerðarvél sem hann pantaði af internetinu. „En það eru líka til hræódýrar, fínar vélar í búðum á Íslandi,“ benti hann á. Jón segir lítið mál að prófa sig áfram með bragðtegundir í ísgerðinni. Kókosísinn er aðeins einn af mörgum uppáhaldsístegundum hans. „Á sumrin er maður með mikið af ávaxtategundum – kókosís og ávaxtasorbet og fleira. Svo fer ég kannski meira í hefðbundnu tegundirnar yfir veturinn,“ sagði Jón. Þá er ís með hvítu súkkulaði í uppáhaldi hjá honum. „Það er ekta jólaís, hann er mjög þykkur og mikill. En það er svolítil kúnst að gera hann,“ bætti hann við. Með kókosísnum mælir hann með íssósum úr framandi ávöxtum á borð við mangó og ananas. „Svo hef ég borið hann fram með Bailey’s líka. Líkjörinn er það þykkur að ef maður notar lítið af honum er hann ágætis íssósa,“ sagði Jón. Vef hans er að finna á jon.blog.is. Matur Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Fleiri fréttir „Eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi“ Sjá meira
Jón Brynjar Birgisson er menntaður mjólkurfræðingur. Hann heldur úti rjómaísvef og framleiðir dýrindis ís heima í eldhúsi. Jón Brynjar hefur ísgerðina þó ekki að atvinnu um þessar mundir. „Nei, ég starfa hjá Rauða krossinum eins og er. En ég hef unnið við ísgerð bæði hérna á Íslandi og í Danmörku,“ útskýrði hann. Jón Brynjar segir ísgerð heima í eldhúsi ekki þurfa að vera mikla kúnst. „Það á hver sem er að geta gert þetta, það er til það mikið af einföldum uppskriftum,“ sagði Jón Brynjar. Öllu er blandað saman í þykkbotna stálpotti og hitað upp að suðu. Látið malla varlega við lágan hita í 3-4 mínútur. Varist að láta blönduna brenna við. Blandan er kæld í 4-6 gráður og látin þroskast í a.m.k. 4 klst. Best er að gera hana degi áður en hún er fryst. Með heimilisísvél: Ísinn er frystur og þeyttur í vélinni þangað til hann verður þykkur og mjúkur. Þá er hann settur í loftþétt frystiílát og látinn harðna í frystikistu í a.m.k. 2 klst. Í höndunum: Blandan er sett í frystiílát og látin frjósa í 4 klst. Á því tímabili þarf tvisvar sinnum að brjóta ísinn upp með þeytara eða matvinnsluvél. Áður en ísinn er borinn fram er gott að láta hann standa í 10 mínútur. Þá má skafa hann í kúlur. Ísgerð með fitusnauðari vörum, á borð við kókosmjólkina sem Jón notar í uppskrift dagsins, getur þó verið aðeins snúnari. „Það er svona skemmtilegt að leika sér með það. En þá þarf að setja ísinn í frysti, taka hann út og þeyta hann aftur upp ef menn eru ekki með sérstök tæki til að gera það,“ sagði hann. Sjálfur á Jón ágætis ísgerðarvél sem hann pantaði af internetinu. „En það eru líka til hræódýrar, fínar vélar í búðum á Íslandi,“ benti hann á. Jón segir lítið mál að prófa sig áfram með bragðtegundir í ísgerðinni. Kókosísinn er aðeins einn af mörgum uppáhaldsístegundum hans. „Á sumrin er maður með mikið af ávaxtategundum – kókosís og ávaxtasorbet og fleira. Svo fer ég kannski meira í hefðbundnu tegundirnar yfir veturinn,“ sagði Jón. Þá er ís með hvítu súkkulaði í uppáhaldi hjá honum. „Það er ekta jólaís, hann er mjög þykkur og mikill. En það er svolítil kúnst að gera hann,“ bætti hann við. Með kókosísnum mælir hann með íssósum úr framandi ávöxtum á borð við mangó og ananas. „Svo hef ég borið hann fram með Bailey’s líka. Líkjörinn er það þykkur að ef maður notar lítið af honum er hann ágætis íssósa,“ sagði Jón. Vef hans er að finna á jon.blog.is.
Matur Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Fleiri fréttir „Eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi“ Sjá meira