Hamingjudagar 5. júlí 2007 07:00 Fitan flæðir yfir mótið. Einn skúlptúra Guðrúnar Veru á sýningu hennar í Gallery Turpentine sem hún opnar á morgun. Ljósmynd/Guðrún Vera. Birt með góðfúslegu leyfi li Hamingjudagar skella á í Gallery Turpentine í eftirmiðdaginn þegar Guðrún Vera Hjartardóttir myndlistarkona opnar þar sýningu. Guðrún segist hafa smíðað sýninguna inn í rýmið á Ingólfsstrætinu þar sem Turpentine er til húsa. Verkin eru fjögur og passa inn: „Þau eru öll í stærri kantinum," segir Guðrún. Guðrún Vera hélt síðast sýningu á Íslandi í lok ársins 2005, þá í Listasafni Reykjavíkur - Hafnarhúsi. Sú sýning hét „Velkomin(n) til mannheima" og túlkaði m.a. fæðingu og fyrstu skref mannsins í gleymskunni eftir að hann var gerður brottrækur frá Paradís. Í Hamingjudögum skoðar listakonan hins vegar mannlegar fýsnir og freistingar, s.s. lygi, græðgi eða hvers kyns ofneyslu sem ætlað er að fylla upp í tómleika. Verk hennar hafa um langt skeið verið bernskar mannverur úr leir í hvítu rými, einmanakennd hefur svifið yfir vötnum í sköpun listakonunnar en nú segist hún stigin til jarðar og komin í mannheima. Verkin fjögur eru unnin með blandaðri tækni, mest í leir en fleiri efni koma til. Nú eru verur hennar komnar í föt. Grunnur verkanna er unninn í plastleir: „Svona eins og krakkar eru með á leikskólum," segir listakonan. Efnið er bæði þjált í mótun og hefur mjúka áferð þegar það harðnar, þótt steypa verði glerhjálmi yfir sum eldri verka hennar til að hlífa þeim við meiðslum. Hún segist hafa byrjað með tvo póla við undirbúning sýningarinnar: hungur og græðgi. Græðgin hafi unnið á í fyrirferð í vinnslunni. Hungrið þorrið, enda ekki eins sjáanlegt og græðgin. Yfirskriftin er fengin að láni frá samnefndu leikriti Samuels Becketts. Þar sagði af hinni sælu frú sem sat í stórum sandbing og sökk æ dýpra í hauginn uns hausinn einn stóð upp úr. Guðrún segist ekki vera móralisti þótt lestir mannsins og fýsnir hafi att henni af stað í undirbúningi Hamingjudaga: „Ég er bara manneskja," segir hún og trúir á siðferðiskennd mannsins. Sýningin stendur til 22. júlí. Mest lesið Seldist upp á einni mínútu Lífið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Svaraði kallinu frá Ben Stiller Bíó og sjónvarp Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Lífið Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Lífið Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Lífið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið Fleiri fréttir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Hamingjudagar skella á í Gallery Turpentine í eftirmiðdaginn þegar Guðrún Vera Hjartardóttir myndlistarkona opnar þar sýningu. Guðrún segist hafa smíðað sýninguna inn í rýmið á Ingólfsstrætinu þar sem Turpentine er til húsa. Verkin eru fjögur og passa inn: „Þau eru öll í stærri kantinum," segir Guðrún. Guðrún Vera hélt síðast sýningu á Íslandi í lok ársins 2005, þá í Listasafni Reykjavíkur - Hafnarhúsi. Sú sýning hét „Velkomin(n) til mannheima" og túlkaði m.a. fæðingu og fyrstu skref mannsins í gleymskunni eftir að hann var gerður brottrækur frá Paradís. Í Hamingjudögum skoðar listakonan hins vegar mannlegar fýsnir og freistingar, s.s. lygi, græðgi eða hvers kyns ofneyslu sem ætlað er að fylla upp í tómleika. Verk hennar hafa um langt skeið verið bernskar mannverur úr leir í hvítu rými, einmanakennd hefur svifið yfir vötnum í sköpun listakonunnar en nú segist hún stigin til jarðar og komin í mannheima. Verkin fjögur eru unnin með blandaðri tækni, mest í leir en fleiri efni koma til. Nú eru verur hennar komnar í föt. Grunnur verkanna er unninn í plastleir: „Svona eins og krakkar eru með á leikskólum," segir listakonan. Efnið er bæði þjált í mótun og hefur mjúka áferð þegar það harðnar, þótt steypa verði glerhjálmi yfir sum eldri verka hennar til að hlífa þeim við meiðslum. Hún segist hafa byrjað með tvo póla við undirbúning sýningarinnar: hungur og græðgi. Græðgin hafi unnið á í fyrirferð í vinnslunni. Hungrið þorrið, enda ekki eins sjáanlegt og græðgin. Yfirskriftin er fengin að láni frá samnefndu leikriti Samuels Becketts. Þar sagði af hinni sælu frú sem sat í stórum sandbing og sökk æ dýpra í hauginn uns hausinn einn stóð upp úr. Guðrún segist ekki vera móralisti þótt lestir mannsins og fýsnir hafi att henni af stað í undirbúningi Hamingjudaga: „Ég er bara manneskja," segir hún og trúir á siðferðiskennd mannsins. Sýningin stendur til 22. júlí.
Mest lesið Seldist upp á einni mínútu Lífið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Svaraði kallinu frá Ben Stiller Bíó og sjónvarp Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Lífið Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Lífið Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Lífið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið Fleiri fréttir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira