Grillveisla í Mat og lífsstíl í kvöld 5. júlí 2007 07:45 Jón Arnar og Ingibjörg bjóða til grillveislu með marineruðum kjúklingi sem þarf bara að standa í um klukkustund. Athafnahjónin Jón Arnar Guðbrandsson og Ingibjörg Þorvaldsdóttir bjóða til grillveislu í þætti Völu Matt, Matur og lífsstíll, í kvöld. „Þetta var allt ofsalega fljótlegt og einfalt en alveg súpergott,“ sagði Vala hrifin. „Jón Arnar og Ingibjörg marinera kjúkling sem þau setja síðan á grillið. Snilldin hjá þeim er sú að marineringin tekur ekki nema klukkutíma, bara svona rétt á meðan verið er að undirbúa matarveisluna,“ sagði Vala. „Þau eru líka með grillaðar kartöflur sem voru algjört sælgæti og mjög einfalt að gera. Síðan bjó Jón Arnar til grillsósu til að hella yfir kjúklinginn. Hún var alveg ofboðslega fljótleg og ótrúlega góð,“ bætti Vala við. Mangóið skorið í þunnar sneiðar. Sojasósu, ólífuolíu, agave-sírópi og hunangi blandað saman. Mangó lagt á kjúklingabitana og blöndu hellt yfir. Marinerað í um klukkutíma. Mest lesið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu Menning Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Birgitta prinsessa er látin Lífið Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Fleiri fréttir Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira
Athafnahjónin Jón Arnar Guðbrandsson og Ingibjörg Þorvaldsdóttir bjóða til grillveislu í þætti Völu Matt, Matur og lífsstíll, í kvöld. „Þetta var allt ofsalega fljótlegt og einfalt en alveg súpergott,“ sagði Vala hrifin. „Jón Arnar og Ingibjörg marinera kjúkling sem þau setja síðan á grillið. Snilldin hjá þeim er sú að marineringin tekur ekki nema klukkutíma, bara svona rétt á meðan verið er að undirbúa matarveisluna,“ sagði Vala. „Þau eru líka með grillaðar kartöflur sem voru algjört sælgæti og mjög einfalt að gera. Síðan bjó Jón Arnar til grillsósu til að hella yfir kjúklinginn. Hún var alveg ofboðslega fljótleg og ótrúlega góð,“ bætti Vala við. Mangóið skorið í þunnar sneiðar. Sojasósu, ólífuolíu, agave-sírópi og hunangi blandað saman. Mangó lagt á kjúklingabitana og blöndu hellt yfir. Marinerað í um klukkutíma.
Mest lesið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu Menning Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Birgitta prinsessa er látin Lífið Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Fleiri fréttir Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira