Þróun eða stöðnun 4. júlí 2007 06:15 Sú var tíð að það var talið ýmsum stjórnmálamönnum til vegsauka og virðingar að gefa sérfræðingum fyrir sunnan langt nef. Sérstaklega gaf þetta góða raun þegar fiskifræðingar áttu í hlut. Af yfirlýsingum sjávarútvegsráðherra verður ekki ráðið að hann ætli að láta ímyndarvanda af þessu tagi rugla sig í ríminu við ákvörðun heildarafla enda þunnur þrettándi í nútímapólitík. Undirbúningur væntanlegrar ákvörðunar hefur verið vandaður. Nægur tími hefur verið gefinn til almennrar umræðu. Ólík sjónarmið hafa fengið bæði tíma og rúm til að kallast á. Hinu verður ekki breytt að mikill niðurskurður í þorskveiði er þungt efnahagslegt áfall. Það snertir fyrirtæki, byggðarlög og einstaklinga. Við slíkar aðstæður er ekki einfalt mál fyrir hagsmunasamtök að taka ábyrga afstöðu. Sem endranær sýnir Sjómannasambandið þann styrk. Forystumenn þess eiga lof skilið fyrir vikið. Því dapurlegra er að sjá LÍÚ bogna eftir hartnær fjögurra áratuga staðfestu og ábyrgð í þessum efnum. Um langan tíma hefur verið ljóst að sjávarútvegur getur ekki mætt þörf fólks á landsbyggðinni fyrir fjölgun starfa. Sjávarútvegur rétt eins og aðrar framleiðslugreinar bætir framleiðni með meiri tæknivæðingu og færra fólki. Þessi þróun verður enn hraðari á komandi árum eigi greinin ekki að staðna. Að óbreyttum heildarafla blasti þar af leiðandi við að færra fólk en áður þyrfti til að leysa sömu störf af hendi. Þetta er eina leiðin fyrir sjávarútveginn til þess að standast samkeppni. Því fremur verður þessi staðreynd ljós þegar við blasir að skera þarf niður þorksveiðiheimildir svo um munar. Viðgangur sjávarbyggða mun í framtíðinni velta á því að sjávarútvegurinn geti keppt um menntað vinnuafl í tæknivæddri framleiðslu og að samhliða verði plægður jarðvegur fyrir ný atvinnutækifæri á öðrum sviðum. Ef langtíma hugsun býr að baki mótvægisaðgerðum ríkisstjórnarinnar á ekki að líta á þær eingöngu sem tímabundnar varnaraðgerðir. Þær ættu líka að fela í sér nýja sókn á öðrum sviðum. Margir tala um nauðsyn þess að breyta fiskveiðistjórnarkerfinu þannig að halda megi mynstri veiða og vinnslu sem mest óbreyttu og tryggja með því atvinnu og búsetu. Hætt er við að slík tilraun myndi stöðva þróun og einfaldlega breyta sjávarútveginum í einhvers konar Árbæjarsafn liðinnar tíðar. Fátæklegastar að skynsemi og rökréttri hugsun eru þó tillögur um að leysa vanda veikustu byggðanna með því að hækka skatta á helstu fyrirtæki þeirra. Fiskveiðistjórnarkerfið hefur verið umdeilt. Ástæðan er fyrst og fremst sú að framleiðniaukningin hefur eðlilega fækkað störfum og veikt einstakar byggðir. Þeirri þróun verður ekki snúið við með breyttu fiskveiðistjórnunarkerfi eigi atvinnugreinin að hafa áframhaldandi svigrúm til að bæta framleiðnina og styrkja samkeppnisstöðu sína. Þess vegna eru þeir að blekkja sem halda því fram að vanda veikra sjávarbyggða megi leysa með breyttu kerfi; jafnvel þó að snoturt hjartalag búi að baki. Í þessu ljósi er mikilvægt að mótvægisaðgerðir ríkisstjórnarinnar verði almennar og miði í stærstu dráttum að því að skapa umhverfi þar sem nýjar atvinnugreinar geta sprottið upp. Þróun er ekki alltaf sársaukalaus en hún er vænlegri kostur en stöðnun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Pálsson Mest lesið Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson Skoðun
Sú var tíð að það var talið ýmsum stjórnmálamönnum til vegsauka og virðingar að gefa sérfræðingum fyrir sunnan langt nef. Sérstaklega gaf þetta góða raun þegar fiskifræðingar áttu í hlut. Af yfirlýsingum sjávarútvegsráðherra verður ekki ráðið að hann ætli að láta ímyndarvanda af þessu tagi rugla sig í ríminu við ákvörðun heildarafla enda þunnur þrettándi í nútímapólitík. Undirbúningur væntanlegrar ákvörðunar hefur verið vandaður. Nægur tími hefur verið gefinn til almennrar umræðu. Ólík sjónarmið hafa fengið bæði tíma og rúm til að kallast á. Hinu verður ekki breytt að mikill niðurskurður í þorskveiði er þungt efnahagslegt áfall. Það snertir fyrirtæki, byggðarlög og einstaklinga. Við slíkar aðstæður er ekki einfalt mál fyrir hagsmunasamtök að taka ábyrga afstöðu. Sem endranær sýnir Sjómannasambandið þann styrk. Forystumenn þess eiga lof skilið fyrir vikið. Því dapurlegra er að sjá LÍÚ bogna eftir hartnær fjögurra áratuga staðfestu og ábyrgð í þessum efnum. Um langan tíma hefur verið ljóst að sjávarútvegur getur ekki mætt þörf fólks á landsbyggðinni fyrir fjölgun starfa. Sjávarútvegur rétt eins og aðrar framleiðslugreinar bætir framleiðni með meiri tæknivæðingu og færra fólki. Þessi þróun verður enn hraðari á komandi árum eigi greinin ekki að staðna. Að óbreyttum heildarafla blasti þar af leiðandi við að færra fólk en áður þyrfti til að leysa sömu störf af hendi. Þetta er eina leiðin fyrir sjávarútveginn til þess að standast samkeppni. Því fremur verður þessi staðreynd ljós þegar við blasir að skera þarf niður þorksveiðiheimildir svo um munar. Viðgangur sjávarbyggða mun í framtíðinni velta á því að sjávarútvegurinn geti keppt um menntað vinnuafl í tæknivæddri framleiðslu og að samhliða verði plægður jarðvegur fyrir ný atvinnutækifæri á öðrum sviðum. Ef langtíma hugsun býr að baki mótvægisaðgerðum ríkisstjórnarinnar á ekki að líta á þær eingöngu sem tímabundnar varnaraðgerðir. Þær ættu líka að fela í sér nýja sókn á öðrum sviðum. Margir tala um nauðsyn þess að breyta fiskveiðistjórnarkerfinu þannig að halda megi mynstri veiða og vinnslu sem mest óbreyttu og tryggja með því atvinnu og búsetu. Hætt er við að slík tilraun myndi stöðva þróun og einfaldlega breyta sjávarútveginum í einhvers konar Árbæjarsafn liðinnar tíðar. Fátæklegastar að skynsemi og rökréttri hugsun eru þó tillögur um að leysa vanda veikustu byggðanna með því að hækka skatta á helstu fyrirtæki þeirra. Fiskveiðistjórnarkerfið hefur verið umdeilt. Ástæðan er fyrst og fremst sú að framleiðniaukningin hefur eðlilega fækkað störfum og veikt einstakar byggðir. Þeirri þróun verður ekki snúið við með breyttu fiskveiðistjórnunarkerfi eigi atvinnugreinin að hafa áframhaldandi svigrúm til að bæta framleiðnina og styrkja samkeppnisstöðu sína. Þess vegna eru þeir að blekkja sem halda því fram að vanda veikra sjávarbyggða megi leysa með breyttu kerfi; jafnvel þó að snoturt hjartalag búi að baki. Í þessu ljósi er mikilvægt að mótvægisaðgerðir ríkisstjórnarinnar verði almennar og miði í stærstu dráttum að því að skapa umhverfi þar sem nýjar atvinnugreinar geta sprottið upp. Þróun er ekki alltaf sársaukalaus en hún er vænlegri kostur en stöðnun.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson Skoðun
Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir Skoðun
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson Skoðun
Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir Skoðun