Magni syngur bandaríska þjóðsönginn 4. júlí 2007 10:15 Magni Ásgeirsson fékk að kynnast bandarískum siðvenjum með þátttöku sinni í Rockstar. Hann hefur þó aldrei sungið bandaríska þjóðsönginn. Samsett mynd/olga „Ég spurði hvort ég mætti taka Hendrix-útgáfuna. Það var ekki tekið neitt sérstaklega vel í það,“ segir söngvarinn Magni Ásgeirsson, en hann mun syngja bandaríska þjóðsönginn í einkasamkvæmi á vegum ameríska sendiráðsins í dag í tilefni af þjóðhátíðardegi Bandaríkjanna. Magni segir verkefnið leggjast vel í sig þrátt fyrir að hann hafi aldrei spreytt sig á söngnum áður og þegar Fréttablaðið ræddi við hann í gær var hann ekki búinn að læra textann. Auk þess hafði lítið verið um æfingar. „Ég verð með textann á blaði og treysti mér varla í annað. Þótt lagið sé mjög stutt er textinn mjög erfiður. Það eru nokkur mjög flókin orð þarna sem heyrast aldrei í hefðbundnu talmáli,“ segir Magni en líklegt er að hann verði með gítarinn sér til halds og trausts í flutningnum. Alla jafna þykir það mikill heiður að syngja þjóðsöng Bandaríkjanna og kveðst Magni vissulega stoltur yfir því að hafa verið beðinn um að taka lagið fyrir sendiráðið. „En það yrði miklu meiri heiður fyrir mig að syngja íslenska þjóðsönginn,“ segir Magni sem þó telur hæpið að hann muni spreyta sig á þeim íslenska á opinberum vettvangi. „Nei, varla. Það er eiginlega aðeins á færi lærðra óperusöngvara að syngja íslenska þjóðsönginn. Lagið fer alveg niður í Johnny Cash og upp í Josh Groban svo að ég ætti ekkert auðvelt með það. En það mætti alveg reyna það.“ Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Fleiri fréttir „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
„Ég spurði hvort ég mætti taka Hendrix-útgáfuna. Það var ekki tekið neitt sérstaklega vel í það,“ segir söngvarinn Magni Ásgeirsson, en hann mun syngja bandaríska þjóðsönginn í einkasamkvæmi á vegum ameríska sendiráðsins í dag í tilefni af þjóðhátíðardegi Bandaríkjanna. Magni segir verkefnið leggjast vel í sig þrátt fyrir að hann hafi aldrei spreytt sig á söngnum áður og þegar Fréttablaðið ræddi við hann í gær var hann ekki búinn að læra textann. Auk þess hafði lítið verið um æfingar. „Ég verð með textann á blaði og treysti mér varla í annað. Þótt lagið sé mjög stutt er textinn mjög erfiður. Það eru nokkur mjög flókin orð þarna sem heyrast aldrei í hefðbundnu talmáli,“ segir Magni en líklegt er að hann verði með gítarinn sér til halds og trausts í flutningnum. Alla jafna þykir það mikill heiður að syngja þjóðsöng Bandaríkjanna og kveðst Magni vissulega stoltur yfir því að hafa verið beðinn um að taka lagið fyrir sendiráðið. „En það yrði miklu meiri heiður fyrir mig að syngja íslenska þjóðsönginn,“ segir Magni sem þó telur hæpið að hann muni spreyta sig á þeim íslenska á opinberum vettvangi. „Nei, varla. Það er eiginlega aðeins á færi lærðra óperusöngvara að syngja íslenska þjóðsönginn. Lagið fer alveg niður í Johnny Cash og upp í Josh Groban svo að ég ætti ekkert auðvelt með það. En það mætti alveg reyna það.“
Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Fleiri fréttir „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira