Velgengnin mömmu að kenna 2. júlí 2007 00:45 Smári og Fríða Dísa hafa verið að fikta í tónlist frá unga aldri og gefa nú út sína fyrstu plötu. MYND/Gúndi Systkinin Smári og Fríða Dís Guðmundsbörn er fólkið á bakvið blúshljómsveitina Klassart, sem nýverið gaf út sína fyrstu plötu og á lag vikunnar á Tónlist.is. Klassart var upphaflega dúett skipaður þeim systkinum en eftir að móðir þeirra sendi inn upptöku af laginu Bottle of Blues í Blúslagakeppni Rásar 2 á síðasta ári fór af stað snjóbolti sem segja má að sé enn að rúlla. „Allt í einu heyrðum við af því að við værum komin í úrslit í einhverri blúslagakeppni og það var auðvitað allt mömmu að kenna. Við fyrirgáfum henni eftir að það varð ljóst að við unnum keppnina," segir Smári og hlær. Hluti af sigurlaununum var að koma fram á Blúshátíðinni á Ólafsfirði í fyrra og þar vöktu Klassart verðskuldaða athygli. Í kjölfarið gerðu þau systkin plötusamning við Geimstein og mun afraksturinn, platan Bottle of Blues, koma í verslanir í þessari viku. „Við höfum lengi verið að koma fram saman á ýmsum klúbbakvöldum og skemmtunum og höfum safnað okkur upp það miklu efni að það var ekkert því til fyrirstöðu að gera plötu. Kiddi í Hjálmum og Baggalút stjórnaði upptökum og hann kom okkur í samband við frábæra tónlistarmenn sem eru nú með okkur í hljómsveitinni," segir Smári en níu lög eru á plötunni, öll eftir hann sjálfan. Lagið Örlagablús hefur þegar fengið töluverða spilun á Rás 2 og þess má geta að það verður lag vikunnar á Tónlist.is frá og með næstu viku. Mest lesið Walking Dead-leikkona látin Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Lífið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Lífið Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Systkinin Smári og Fríða Dís Guðmundsbörn er fólkið á bakvið blúshljómsveitina Klassart, sem nýverið gaf út sína fyrstu plötu og á lag vikunnar á Tónlist.is. Klassart var upphaflega dúett skipaður þeim systkinum en eftir að móðir þeirra sendi inn upptöku af laginu Bottle of Blues í Blúslagakeppni Rásar 2 á síðasta ári fór af stað snjóbolti sem segja má að sé enn að rúlla. „Allt í einu heyrðum við af því að við værum komin í úrslit í einhverri blúslagakeppni og það var auðvitað allt mömmu að kenna. Við fyrirgáfum henni eftir að það varð ljóst að við unnum keppnina," segir Smári og hlær. Hluti af sigurlaununum var að koma fram á Blúshátíðinni á Ólafsfirði í fyrra og þar vöktu Klassart verðskuldaða athygli. Í kjölfarið gerðu þau systkin plötusamning við Geimstein og mun afraksturinn, platan Bottle of Blues, koma í verslanir í þessari viku. „Við höfum lengi verið að koma fram saman á ýmsum klúbbakvöldum og skemmtunum og höfum safnað okkur upp það miklu efni að það var ekkert því til fyrirstöðu að gera plötu. Kiddi í Hjálmum og Baggalút stjórnaði upptökum og hann kom okkur í samband við frábæra tónlistarmenn sem eru nú með okkur í hljómsveitinni," segir Smári en níu lög eru á plötunni, öll eftir hann sjálfan. Lagið Örlagablús hefur þegar fengið töluverða spilun á Rás 2 og þess má geta að það verður lag vikunnar á Tónlist.is frá og með næstu viku.
Mest lesið Walking Dead-leikkona látin Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Lífið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Lífið Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira