Rödd Bjarkar aðalatriðið 1. júlí 2007 00:45 Björk Guðmundsdóttir hefur ekki mikinn áhuga á meginstraumnum. fréttablaðið/heiða Björk Guðmundsdóttir segir í viðtali við tímaritið Plan B að rödd hennar hafi verið aðalmálið í gegnum tíðina, ekki hverja hún hitti eða hvað hún gerði. „Allir segja: „Hún er svo heppin: hún klæddist svanakjólnum og lamdi blaðamanninn,“ og allt þetta klisjukennda bull. Málið er að alveg síðan ég var í Sykurmolunum hefur allt snúist um röddina mína,“ segir Björk. „Sumir Íslendingar halda að ég hafi ákveðið ferilinn fyrirfram og að ég hafi komist í kynni við rétta fólkið en það er alrangt. Eftir að ég gaf út Debut vildi fólk vinna með mér og tala við mig eða láta mynda sig með mér, að mér fannst vegna raddarinnar minnar, ekki vegna alls hins. Fólk eyðir samt miklum tíma í að spá í hina hlutina.“ Björk segist aldrei hafa haft áhuga á meginstraumnum í tónlistarsköpun sinni. Hefði hún viljað fylgja honum hefði hún gert hlutina allt öðruvísi en hún hefur gert. „Ég hefði tekið þátt í fullt af auglýsingum. Ég hefði samið alls konar tónlist fyrir Hollywood-myndir. Ég hefði eytt einum mánuði í að búa til hverja plötu og 23 mánuðum í að kynna hana í fjölmiðlum,“ segir hún. „Innst inni trúi ég því að tónlist sé fyrir alla. Eins mikið og ég hef gaman af öðruvísi, sérvitri tónlist og fíla fólk sem gerir plötur sem seljast bara í þremur eintökum, trúi ég á þennan milliveg þar sem hægt er að fara báðar leiðir. Uppáhaldstónlistin mín snýst um að sérkennunum er ekki fórnað og í staðinn nær hún þessum töfrastað í miðjunni.“ Mest lesið Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Herra Hnetusmjör og Sara keyptu draumahúsið Lífið Fleiri fréttir „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
Björk Guðmundsdóttir segir í viðtali við tímaritið Plan B að rödd hennar hafi verið aðalmálið í gegnum tíðina, ekki hverja hún hitti eða hvað hún gerði. „Allir segja: „Hún er svo heppin: hún klæddist svanakjólnum og lamdi blaðamanninn,“ og allt þetta klisjukennda bull. Málið er að alveg síðan ég var í Sykurmolunum hefur allt snúist um röddina mína,“ segir Björk. „Sumir Íslendingar halda að ég hafi ákveðið ferilinn fyrirfram og að ég hafi komist í kynni við rétta fólkið en það er alrangt. Eftir að ég gaf út Debut vildi fólk vinna með mér og tala við mig eða láta mynda sig með mér, að mér fannst vegna raddarinnar minnar, ekki vegna alls hins. Fólk eyðir samt miklum tíma í að spá í hina hlutina.“ Björk segist aldrei hafa haft áhuga á meginstraumnum í tónlistarsköpun sinni. Hefði hún viljað fylgja honum hefði hún gert hlutina allt öðruvísi en hún hefur gert. „Ég hefði tekið þátt í fullt af auglýsingum. Ég hefði samið alls konar tónlist fyrir Hollywood-myndir. Ég hefði eytt einum mánuði í að búa til hverja plötu og 23 mánuðum í að kynna hana í fjölmiðlum,“ segir hún. „Innst inni trúi ég því að tónlist sé fyrir alla. Eins mikið og ég hef gaman af öðruvísi, sérvitri tónlist og fíla fólk sem gerir plötur sem seljast bara í þremur eintökum, trúi ég á þennan milliveg þar sem hægt er að fara báðar leiðir. Uppáhaldstónlistin mín snýst um að sérkennunum er ekki fórnað og í staðinn nær hún þessum töfrastað í miðjunni.“
Mest lesið Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Herra Hnetusmjör og Sara keyptu draumahúsið Lífið Fleiri fréttir „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira