Stórtónleikar fyrir austan 1. júlí 2007 05:15 Áskell Heiðar heldur stórtónleika á Borgarfirði eystra. Tvö systkini hans koma fram á tónleikunum. „Við stefnum að sjálfsögðu að því að fylla húsið enda er þetta metnaðarfullt prógramm," segir Áskell Heiðar Ásgeirsson sem stendur fyrir tónleikum á Borgarfirði eystri 28. júlí næstkomandi. Á tónleikunum verður Magni Ásgeirsson í aðalhlutverki ásamt Megasi og meðlimum Hjálma. Auk þeirra koma fram Lay Low, Jónas Sigurðsson og Aldís Fjóla Ásgeirsdóttir sem er heimamanneskja sem verið hefur í söngnámi í Danmörku. Svo skemmtilega vill til að Aldís Fjóla og Magni eru bæði systkin tónleikahaldarans Áskels Heiðars. Þetta er þriðja árið í röð sem stórtónleikar eru haldnir í gömlu bræðslunni á Borgarfirði eystra helgina fyrir verslunarmannahelgi. Það var Emilía Torrini sem reið á vaðið fyrir tveimur árum og í fyrra sneri hún aftur en þá með skosku hljómsveitina Belle & Sebastian með í för. Áskell Heiðar er ánægður með dagskrá tónleikanna í ár. „Já, heldur betur. Þetta er það ferskasta í íslenskri tónlist í dag. Magni verður með efni af nýju plötunni sinni og Megas líka. Lay Low er auðvitað búin að slá í gegn og Jónas gaf út áhugaverða plötu fyrir síðustu jól, hann kemur með hljómsveit með sér frá Danmörku. Þetta verður mjög flott." Miðasala á tónleikana er hafin á Miði.is. Mest lesið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Elti ástina til Íslands Tónlist Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Fleiri fréttir Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
„Við stefnum að sjálfsögðu að því að fylla húsið enda er þetta metnaðarfullt prógramm," segir Áskell Heiðar Ásgeirsson sem stendur fyrir tónleikum á Borgarfirði eystri 28. júlí næstkomandi. Á tónleikunum verður Magni Ásgeirsson í aðalhlutverki ásamt Megasi og meðlimum Hjálma. Auk þeirra koma fram Lay Low, Jónas Sigurðsson og Aldís Fjóla Ásgeirsdóttir sem er heimamanneskja sem verið hefur í söngnámi í Danmörku. Svo skemmtilega vill til að Aldís Fjóla og Magni eru bæði systkin tónleikahaldarans Áskels Heiðars. Þetta er þriðja árið í röð sem stórtónleikar eru haldnir í gömlu bræðslunni á Borgarfirði eystra helgina fyrir verslunarmannahelgi. Það var Emilía Torrini sem reið á vaðið fyrir tveimur árum og í fyrra sneri hún aftur en þá með skosku hljómsveitina Belle & Sebastian með í för. Áskell Heiðar er ánægður með dagskrá tónleikanna í ár. „Já, heldur betur. Þetta er það ferskasta í íslenskri tónlist í dag. Magni verður með efni af nýju plötunni sinni og Megas líka. Lay Low er auðvitað búin að slá í gegn og Jónas gaf út áhugaverða plötu fyrir síðustu jól, hann kemur með hljómsveit með sér frá Danmörku. Þetta verður mjög flott." Miðasala á tónleikana er hafin á Miði.is.
Mest lesið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Elti ástina til Íslands Tónlist Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Fleiri fréttir Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira