Takmörk félagshyggju 29. júní 2007 06:00 Íslenskir félagshyggjumenn ættu að staðnæmast við hugmyndir tveggja snjallra hugsuða. Annar er John Rawls, sem lést fyrir nokkrum árum, en var lengi heimspekiprófessor í Harvard-háskóla. Hinn er Arthur Laffer, sem er í fullu fjöri og raunar væntanlegur næsta haust til Íslands, en hann var um skeið hagfræðiprófessor í Chicago-háskóla og ráðgjafi Bandaríkjaforseta. Báðir þessir menn setja ríkisafskiptum takmörk, sem skynsamir félagshyggjumenn hljóta að viðurkenna. Kjör hinna bágstöddustu versni ekkiRawls taldi réttlætismál, að gæði skiptust jafnt milli manna, nema hagsmunir hinna bágstöddustu krefðust annars. Þetta er stundum orðað svo, að hámarka beri lágmarkið. Stjórnskipan ríkis á samkvæmt kenningu Rawls að vera á þann hátt, að hinir verst settu séu sem best settir við hana. Þetta merkir, að tekjumunur er þá og því aðeins réttlætanlegur, að hann leiðir til meiri framfara, svo að kjör hinna bágstöddustu batni. Hugsum okkur tvö ríki, Samland og Sérland. Í Samlandi er lítill tekjumunur, en almenn fátækt, svo að hinir bágstöddustu búa við lök kjör.Í Sérlandi er talsverður tekjumunur, en lítil fátækt, og hinir bágstöddustu búa við skárri kjör en í Samlandi og þar eru fleiri tækifæri til kjarabóta. Þótt gæði skiptist vissulega ójafnar milli manna í Sérlandi en Samlandi, myndi Rawls velja Sérland. Hið sama gera þeir félagshyggjumenn, sem láta ekki aðeins stjórnast af öfund í garð auðmanna. Rawls setur skynsamlegri tekjujöfnun takmörk.Réttlætiskenning Rawls er um sumt óskýr, og erfitt kann að vera að hrinda henni í framkvæmd. En hún er samt verðugt umhugsunarefni. Rannsóknir sýna, að kjör hinna bágstöddustu eru einna best í þeim löndum, þar sem atvinnufrelsi er mest, til dæmis í Sviss og á Íslandi. Það er síðan athyglisvert, að kjör hinna bágstöddustu (til dæmis 10% tekjulægsta hópsins) eru nokkru skárri að meðaltali í Bandaríkjunum en Svíþjóð. Þótt tekjumunur sé meiri í Bandaríkjunum en Svíþjóð, eru þau miklu ríkari, og hinir bágstöddustu njóta þess. Tækifærin til að brjótast út úr fátækt eru líka fleiri í Bandaríkjunum.Hagur ríkissjóðs versni ekkiKenning Laffers snýr hins vegar að skattheimtu og skatttekjum. Skattheimta er, hversu hátt hlutfall rennur í skatta, til dæmis hvort það er 20% eða 60% af tekjum fólks. Skatttekjur eru, hversu mikið fé fæst í ríkissjóð, til dæmis hvort það er 30 milljarðar króna eða 50 milljarðar.Laffer heldur því fram, að tekjur ríkissjóðs af sköttum aukist vissulega, þegar skattheimta sé aukin, en aðeins upp að ákveðnu marki. Þá taki tekjurnar að minnka, endi verði skattgreiðendur því ófúsari að skapa verðmæti sem meira af þeim renni í ríkissjóð. Skynsamlegri skattheimtu séu þannig sett takmörk. Eftir það verði hún sjálfskæð, eins og rökfræðingar segja. Þá versni hagur ríkissjóðs í stað þess að batna. Þetta er hinn frægi Laffer-bogi, sem rís fyrst, nær hámarki og fellur síðan niður í ekki neitt við 100% skattheimtu.Þótt félagshyggjumenn séu hlynntari auknum ríkisafskiptum en frjálshyggjumenn, hljóta allir að vera sammála um, að óskynsamlegt er að halda áfram skattheimtu, ef hún skilar sífellt minni skatttekjum. Við Íslendingar sýndum myndarlega fram á, að Laffer-boginn er til, þegar við stórlækkuðum skatta á fyrirtæki og einstaklinga árið 1991-2007 og skatttekjur af hvoru tveggja snarhækkuðu. Þá kom í ljós, að vinnuafl á Íslandi er tiltölulega kvikt, svo að það er næmt fyrir skattheimtu. Vinna manna eykst skjótt við lægri skatta og öfugt. En fjármagn á Íslandi er enn kvikara en vinnuaflið, enn næmara fyrir skattheimtu. Ef fyrirtækjum bjóðast betri kjör annars staðar, þá verða þau ekki lengi kyrr hér úti á Dumbshafi. Þess vegna ríður á miklu fyrir Íslendinga að lækka tekjuskatt á fyrirtæki enn frekar, til dæmis úr 18% í 10%, en þá verður skattaumhverfið hér eitt hið hagstæðasta í Evrópu.Félagshyggjumenn virði takmörk sínÉg spái því, að skatttekjur ríkisins munu frekar hækka en lækka við stórfelldar skattalækkanir. Í mínum huga er það að vísu ekkert sjálfstætt markmið að hámarka skatttekjur, en upplýstir félagshyggjumenn hljóta að virða þau takmörk, sem þeir Laffer og Rawls setja skynsamlegri félagshyggju: Hagur ríkissjóðs má ekki versna við aukin ríkisafskipti og því síður kjör hinna bágstöddustu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hannes Hólmsteinn Gissurarson Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun
Íslenskir félagshyggjumenn ættu að staðnæmast við hugmyndir tveggja snjallra hugsuða. Annar er John Rawls, sem lést fyrir nokkrum árum, en var lengi heimspekiprófessor í Harvard-háskóla. Hinn er Arthur Laffer, sem er í fullu fjöri og raunar væntanlegur næsta haust til Íslands, en hann var um skeið hagfræðiprófessor í Chicago-háskóla og ráðgjafi Bandaríkjaforseta. Báðir þessir menn setja ríkisafskiptum takmörk, sem skynsamir félagshyggjumenn hljóta að viðurkenna. Kjör hinna bágstöddustu versni ekkiRawls taldi réttlætismál, að gæði skiptust jafnt milli manna, nema hagsmunir hinna bágstöddustu krefðust annars. Þetta er stundum orðað svo, að hámarka beri lágmarkið. Stjórnskipan ríkis á samkvæmt kenningu Rawls að vera á þann hátt, að hinir verst settu séu sem best settir við hana. Þetta merkir, að tekjumunur er þá og því aðeins réttlætanlegur, að hann leiðir til meiri framfara, svo að kjör hinna bágstöddustu batni. Hugsum okkur tvö ríki, Samland og Sérland. Í Samlandi er lítill tekjumunur, en almenn fátækt, svo að hinir bágstöddustu búa við lök kjör.Í Sérlandi er talsverður tekjumunur, en lítil fátækt, og hinir bágstöddustu búa við skárri kjör en í Samlandi og þar eru fleiri tækifæri til kjarabóta. Þótt gæði skiptist vissulega ójafnar milli manna í Sérlandi en Samlandi, myndi Rawls velja Sérland. Hið sama gera þeir félagshyggjumenn, sem láta ekki aðeins stjórnast af öfund í garð auðmanna. Rawls setur skynsamlegri tekjujöfnun takmörk.Réttlætiskenning Rawls er um sumt óskýr, og erfitt kann að vera að hrinda henni í framkvæmd. En hún er samt verðugt umhugsunarefni. Rannsóknir sýna, að kjör hinna bágstöddustu eru einna best í þeim löndum, þar sem atvinnufrelsi er mest, til dæmis í Sviss og á Íslandi. Það er síðan athyglisvert, að kjör hinna bágstöddustu (til dæmis 10% tekjulægsta hópsins) eru nokkru skárri að meðaltali í Bandaríkjunum en Svíþjóð. Þótt tekjumunur sé meiri í Bandaríkjunum en Svíþjóð, eru þau miklu ríkari, og hinir bágstöddustu njóta þess. Tækifærin til að brjótast út úr fátækt eru líka fleiri í Bandaríkjunum.Hagur ríkissjóðs versni ekkiKenning Laffers snýr hins vegar að skattheimtu og skatttekjum. Skattheimta er, hversu hátt hlutfall rennur í skatta, til dæmis hvort það er 20% eða 60% af tekjum fólks. Skatttekjur eru, hversu mikið fé fæst í ríkissjóð, til dæmis hvort það er 30 milljarðar króna eða 50 milljarðar.Laffer heldur því fram, að tekjur ríkissjóðs af sköttum aukist vissulega, þegar skattheimta sé aukin, en aðeins upp að ákveðnu marki. Þá taki tekjurnar að minnka, endi verði skattgreiðendur því ófúsari að skapa verðmæti sem meira af þeim renni í ríkissjóð. Skynsamlegri skattheimtu séu þannig sett takmörk. Eftir það verði hún sjálfskæð, eins og rökfræðingar segja. Þá versni hagur ríkissjóðs í stað þess að batna. Þetta er hinn frægi Laffer-bogi, sem rís fyrst, nær hámarki og fellur síðan niður í ekki neitt við 100% skattheimtu.Þótt félagshyggjumenn séu hlynntari auknum ríkisafskiptum en frjálshyggjumenn, hljóta allir að vera sammála um, að óskynsamlegt er að halda áfram skattheimtu, ef hún skilar sífellt minni skatttekjum. Við Íslendingar sýndum myndarlega fram á, að Laffer-boginn er til, þegar við stórlækkuðum skatta á fyrirtæki og einstaklinga árið 1991-2007 og skatttekjur af hvoru tveggja snarhækkuðu. Þá kom í ljós, að vinnuafl á Íslandi er tiltölulega kvikt, svo að það er næmt fyrir skattheimtu. Vinna manna eykst skjótt við lægri skatta og öfugt. En fjármagn á Íslandi er enn kvikara en vinnuaflið, enn næmara fyrir skattheimtu. Ef fyrirtækjum bjóðast betri kjör annars staðar, þá verða þau ekki lengi kyrr hér úti á Dumbshafi. Þess vegna ríður á miklu fyrir Íslendinga að lækka tekjuskatt á fyrirtæki enn frekar, til dæmis úr 18% í 10%, en þá verður skattaumhverfið hér eitt hið hagstæðasta í Evrópu.Félagshyggjumenn virði takmörk sínÉg spái því, að skatttekjur ríkisins munu frekar hækka en lækka við stórfelldar skattalækkanir. Í mínum huga er það að vísu ekkert sjálfstætt markmið að hámarka skatttekjur, en upplýstir félagshyggjumenn hljóta að virða þau takmörk, sem þeir Laffer og Rawls setja skynsamlegri félagshyggju: Hagur ríkissjóðs má ekki versna við aukin ríkisafskipti og því síður kjör hinna bágstöddustu.