Tónlist

Á toppnum í Bretlandi

Rokkdúettinn bandaríski nýtur mikilla vinsælda í Bretlandi.
Rokkdúettinn bandaríski nýtur mikilla vinsælda í Bretlandi.

Rokkdúettinn The White Stripes fór beint á toppinn á breska vinsældarlistanum með nýjustu plötu sína Icky Thump. Þetta er betri árangur en sveitin náði með síðustu plötu sinni, Get Behind Me Satan, því hún komst hæst í þriðja sætið á listanum. Síðast fór The White Stripes beint á toppinn í Bretlandi með plötunni Elephant sem kom út fyrir fjórum árum.

Safnplata The Traveling Wilburys, sem var í fyrsta sæti í síðustu viku, datt niður í annað sætið. Í því þriðja lenti Enrique Inglesias með plötu sína Insomniac.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.