Verðlaun 28. júní 2007 06:00 Á hverju ári er fólk hér að myndast við að veita verðlaun fyrir framúrskarandi listræn afrek. Auk hávirðulegra bókmenntaverðlauna forsetans eru haldnar Eddu-, Ístón- og Grímuverðlaunaveislur og fólk mætir dragfínt í sparifötunum. Þetta er ágætis úthald hjá þjóð sem telur jafn margar hræður og Coventry. Oft er sýnt frá þessum uppskeruhátíðum í sjónvarpinu og þá sést að til síst minna er tjaldað en í sambærilegum veislum í Coventry. Undantekningarlaust reka þó fjölmargir upp harmakvein yfir því hvað þetta sé nú allt ömurlega hallærislegt, svakalega yfirborðskennt og ferlega lásí. Þessi gagnrýni hefur auðvitað ekkert með öfund og minnimáttarkennd að gera. Um daginn kom ég heim með glansandi Grímustyttu og skellti á stofuborðið. Fjölskyldan var stolt af mér og fólk hefur mikið verið að óska mér til hamingju með þetta og gefið í skyn að þetta sé góð viðurkenning. Ég er auðvitað frekar upp með mér en ekkert breyttist svo sem og daginn eftir var mér skipað að þrífa klósettið. Heldurðu að þú látir nýbakaðan Grímuverðlaunahafa þrífa klósettið? spurði ég Lufsuna ögn sjokkeraður þar sem hún otaði að mér bursta og þvottalegi. Getur þú nú ekki hlíft verðlaunuðum listamanni við svona lítilfjörlegu sýsli og leyft mér að hafa tærnar upp í loft til að hugsa um listina? Þó ekki væri nema í dag? Hér var mér hugsað til fordæmis Halldórs Laxness sem lifði eins og kóngur á Gljúfrasteini. Ég á mjög erfitt með að ímynda mér hann hálfan ofan í klósetti í tweed-jakkafötunum og með hattinn, íklæddan gulum gúmmíhönskum alveg á fullu með klósettbursta. Halldór hefur örugglega aldrei þurft svo mikið sem ryksuga. Mér er sagt að Auður hafi komið sér upp stóru gongi á lóðinni sem hún barði til að kalla Kiljan í mat. Þá hefur hann verið eitthvað að spjátrungast úti í móa í Mosfellsdalnum, bræðandi með sér snilldarhugmyndir, heyrt í gonginu og flýtt sér glorsoltinn heim. Halldór lifði draum listamannsins og helgaði sig algjörlega listinni, laus undan heimilisstörfum og reikningasúpum - ímynda ég mér að minnsta kosti. Og hann tók drauminn skrefinu lengra og alla leið með einkasundlaug í garðinum og glansandi kagga í heimkeyrslunni. Allir alvöru listamenn hljóta að stefna að svona sældar settöppi í lífinu. Að búa við topp þægindi og áhyggjuleysi til að öll heilastarfssemin renni beint til hinnar göfugu listar, alþýðu landsins til heilla. Auðvitað stefni ég á toppinn og takmarkið er gong, kaggi og laug. Ég ætla þó að byrja smátt: hef lengi verið að gæla við að fá mér hátt púlt til að setja tölvuna á svo ég geti staðið við skriftir eins og Laxness. Ég reyndi að tauta mig út úr klósettþrifunum og vísaði til Halldórs á Gljúfrasteini. Lufsunni fannst ekki mikið til koma og sagði að það mætti athuga málið þegar ég væri búinn að fá Nóbelinn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dr. Gunni Mest lesið Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun
Á hverju ári er fólk hér að myndast við að veita verðlaun fyrir framúrskarandi listræn afrek. Auk hávirðulegra bókmenntaverðlauna forsetans eru haldnar Eddu-, Ístón- og Grímuverðlaunaveislur og fólk mætir dragfínt í sparifötunum. Þetta er ágætis úthald hjá þjóð sem telur jafn margar hræður og Coventry. Oft er sýnt frá þessum uppskeruhátíðum í sjónvarpinu og þá sést að til síst minna er tjaldað en í sambærilegum veislum í Coventry. Undantekningarlaust reka þó fjölmargir upp harmakvein yfir því hvað þetta sé nú allt ömurlega hallærislegt, svakalega yfirborðskennt og ferlega lásí. Þessi gagnrýni hefur auðvitað ekkert með öfund og minnimáttarkennd að gera. Um daginn kom ég heim með glansandi Grímustyttu og skellti á stofuborðið. Fjölskyldan var stolt af mér og fólk hefur mikið verið að óska mér til hamingju með þetta og gefið í skyn að þetta sé góð viðurkenning. Ég er auðvitað frekar upp með mér en ekkert breyttist svo sem og daginn eftir var mér skipað að þrífa klósettið. Heldurðu að þú látir nýbakaðan Grímuverðlaunahafa þrífa klósettið? spurði ég Lufsuna ögn sjokkeraður þar sem hún otaði að mér bursta og þvottalegi. Getur þú nú ekki hlíft verðlaunuðum listamanni við svona lítilfjörlegu sýsli og leyft mér að hafa tærnar upp í loft til að hugsa um listina? Þó ekki væri nema í dag? Hér var mér hugsað til fordæmis Halldórs Laxness sem lifði eins og kóngur á Gljúfrasteini. Ég á mjög erfitt með að ímynda mér hann hálfan ofan í klósetti í tweed-jakkafötunum og með hattinn, íklæddan gulum gúmmíhönskum alveg á fullu með klósettbursta. Halldór hefur örugglega aldrei þurft svo mikið sem ryksuga. Mér er sagt að Auður hafi komið sér upp stóru gongi á lóðinni sem hún barði til að kalla Kiljan í mat. Þá hefur hann verið eitthvað að spjátrungast úti í móa í Mosfellsdalnum, bræðandi með sér snilldarhugmyndir, heyrt í gonginu og flýtt sér glorsoltinn heim. Halldór lifði draum listamannsins og helgaði sig algjörlega listinni, laus undan heimilisstörfum og reikningasúpum - ímynda ég mér að minnsta kosti. Og hann tók drauminn skrefinu lengra og alla leið með einkasundlaug í garðinum og glansandi kagga í heimkeyrslunni. Allir alvöru listamenn hljóta að stefna að svona sældar settöppi í lífinu. Að búa við topp þægindi og áhyggjuleysi til að öll heilastarfssemin renni beint til hinnar göfugu listar, alþýðu landsins til heilla. Auðvitað stefni ég á toppinn og takmarkið er gong, kaggi og laug. Ég ætla þó að byrja smátt: hef lengi verið að gæla við að fá mér hátt púlt til að setja tölvuna á svo ég geti staðið við skriftir eins og Laxness. Ég reyndi að tauta mig út úr klósettþrifunum og vísaði til Halldórs á Gljúfrasteini. Lufsunni fannst ekki mikið til koma og sagði að það mætti athuga málið þegar ég væri búinn að fá Nóbelinn.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun