Kennir örugga trampólínnotkun 26. júní 2007 05:30 Ása Inga Þorsteinsdóttir, fimleikaþjálfari hjá Gerplu í Kópavogi kennir krökkum hvernig á að umgangast garðatrampólín á öruggan hátt. fréttablaðið/hörður Ása Inga Þorsteinsdóttir, þjálfari hjá fimleikafélaginu Gerplu í Kópavogi, heldur námskeið um örugga trampólínnotkun fyrir börn. Hún segir mikilvægt að krakkar hafi góðan grunn í trampólínstökki sem þeir geti svo byggt ofan á. Sjálf æfði Ása fimleika sem barn og sneri sér svo að hópfimleikum um fimmtán ára aldurinn en þeir snúast að miklu leyti um trampólínæfingar. Hún hélt fyrsta garðatrampólínnámskeiðið hjá Gerplu á síðasta ári en var á dögunum með slíkt námskeið hjá fimleikadeild Aftureldingar í Mosfellsbæ. „Mér finnst það mjög sniðugt að halda þessi námskeið fyrir börnin og sérstaklega þau sem hafa engan til að leiðbeina sér sem hefur vit á trampólínnotkun,“ segir Ása og bætir því við að á námskeiðunum fari hún yfir það með krökkunum hvernig þeir eigi að stjórna líkamanum til að halda jafnvægi. „Við byrjum á að fara yfir það hvernig á að halda spennu í líkamanum til að halda jafnvægi á trampólíninu. Það er líka mikið um að krakkar fái illt í bakið þegar þeir hoppa vegna þess að þeir hafa ekki grunnmeðvitund um hvernig þau þurfa að spenna magann og rassinn. Þá kemur hnykkur á mjóbakið þegar þeir lenda og ágerist eftir því sem þeir hoppa meira.“ Ása fer einnig yfir það hvernig krakkarnir eigi að stoppa sig og hvernig nota eigi hendurnar til að halda jafnvæginu. „Þá stökkva þeir ekki út um allt trampólínið heldur halda jafnvægi á ákveðnum punkti.“ Þá segir Ása mjög algengt að slys verði þegar fleiri en einn hoppa á sama tíma. „Ef tveir hoppa í einu gerist það gjarnan að annar missir kraftinn sinn og hinn fer tvöfalt hærra með þeim afleiðingum að hann missir stjórnina í loftinu. Þannig lenda krakkar stundum fyrir utan trampólínið og beinbrotna,“ segir Ása en hún kennir krökkum á námskeiðunum líka leiki sem byggjast á því að skiptast á þannig að einn hoppar í einu. Hún segir krökkunum almennt finnast slíkir leikir mjög skemmtilegir. „Það er allt of algengt að það séu fjórir til fimm krakkar á trampólíninu í einu og það er alveg bannað, að minnsta kosti hjá okkur í Gerplu. Eins sé ég allt of mörg trampólín án öryggisneta en það er mikilvægt að foreldrar séu meðvitaðir um hætturnar sem geta fylgt trampólínum og passi upp á börnin sín.“ Heilsa Mest lesið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Lífið samstarf Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Sjá meira
Ása Inga Þorsteinsdóttir, þjálfari hjá fimleikafélaginu Gerplu í Kópavogi, heldur námskeið um örugga trampólínnotkun fyrir börn. Hún segir mikilvægt að krakkar hafi góðan grunn í trampólínstökki sem þeir geti svo byggt ofan á. Sjálf æfði Ása fimleika sem barn og sneri sér svo að hópfimleikum um fimmtán ára aldurinn en þeir snúast að miklu leyti um trampólínæfingar. Hún hélt fyrsta garðatrampólínnámskeiðið hjá Gerplu á síðasta ári en var á dögunum með slíkt námskeið hjá fimleikadeild Aftureldingar í Mosfellsbæ. „Mér finnst það mjög sniðugt að halda þessi námskeið fyrir börnin og sérstaklega þau sem hafa engan til að leiðbeina sér sem hefur vit á trampólínnotkun,“ segir Ása og bætir því við að á námskeiðunum fari hún yfir það með krökkunum hvernig þeir eigi að stjórna líkamanum til að halda jafnvægi. „Við byrjum á að fara yfir það hvernig á að halda spennu í líkamanum til að halda jafnvægi á trampólíninu. Það er líka mikið um að krakkar fái illt í bakið þegar þeir hoppa vegna þess að þeir hafa ekki grunnmeðvitund um hvernig þau þurfa að spenna magann og rassinn. Þá kemur hnykkur á mjóbakið þegar þeir lenda og ágerist eftir því sem þeir hoppa meira.“ Ása fer einnig yfir það hvernig krakkarnir eigi að stoppa sig og hvernig nota eigi hendurnar til að halda jafnvæginu. „Þá stökkva þeir ekki út um allt trampólínið heldur halda jafnvægi á ákveðnum punkti.“ Þá segir Ása mjög algengt að slys verði þegar fleiri en einn hoppa á sama tíma. „Ef tveir hoppa í einu gerist það gjarnan að annar missir kraftinn sinn og hinn fer tvöfalt hærra með þeim afleiðingum að hann missir stjórnina í loftinu. Þannig lenda krakkar stundum fyrir utan trampólínið og beinbrotna,“ segir Ása en hún kennir krökkum á námskeiðunum líka leiki sem byggjast á því að skiptast á þannig að einn hoppar í einu. Hún segir krökkunum almennt finnast slíkir leikir mjög skemmtilegir. „Það er allt of algengt að það séu fjórir til fimm krakkar á trampólíninu í einu og það er alveg bannað, að minnsta kosti hjá okkur í Gerplu. Eins sé ég allt of mörg trampólín án öryggisneta en það er mikilvægt að foreldrar séu meðvitaðir um hætturnar sem geta fylgt trampólínum og passi upp á börnin sín.“
Heilsa Mest lesið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Lífið samstarf Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Sjá meira