Alveg í sjöunda himni 19. júní 2007 07:00 Birkir Rafn Gíslason hefur gefið út sína fyrstu sólóplötu. MYND/Valli Tónlistarmaðurinn Birkir Rafn Gíslason, eða Single Drop eins og hann kallar sig, hefur gefið út sína fyrstu sólóplötu. Þar er á ferðinni tilraunakennt og melankólskt popp með rokkuðum áhrifum. Birkir Rafn byrjaði að vinna plötuna fyrir um einu og hálfu ári. Við upptökurnar fékk hann til liðs við sig vini sína, þar á meðal bræðurna Ragnar Zolberg og Egil Örn Rafnssyni. „Maður er alveg í sjöunda himni með þetta. Það er mikill sigur að koma þessu út því það eru margar hurðir sem maður er búinn að labba á í þessu ferli,“ segir Birkir Rafn. „En þetta hefur samt verið gaman og maður hefur lært mikið.“ Birkir gefur plötuna út með aðstoð útgáfufyrirtækisins R og R músík, sem Rafn Jónsson, faðir Ragnars og Egils Arnar rak. Birkir, sem er uppalinn á Skagaströnd, hefur verið á fullu í tónlistinni undanfarin tíu ár. Hann hefur starfað með söngkonunni Fabúlu og samdi tónlist við stuttmyndina Another, sem hefur verið sýnd á kvikmyndahátíð hérlendis. Í fyrravor útskrifaðist hann úr FÍH. Birkir ber samstarfsfólki sínu á plötunni vel söguna. „Það er alveg meiriháttar. Þetta er draumafólkið sem ég valdi mér og það gekk allt upp. Þetta eru allt góðir vinir mínir. Þau komu úr ólíkum áttum en voru öll tilbúin til að gera allt fyrir mig.“ Auk Ragnars og Egils skipa samstarfshóp hans söngkonurnar Ásta Sveinsdóttir og Sigríður Eyþórsdóttir ásamt þeim Leifi Jónssyni og Arnljóti Sigurðssyni. Nánari upplýsingar um Single Drop má finna á www.myspace.com/singledrop. Mest lesið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Lífið Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Tónlistarmaðurinn Birkir Rafn Gíslason, eða Single Drop eins og hann kallar sig, hefur gefið út sína fyrstu sólóplötu. Þar er á ferðinni tilraunakennt og melankólskt popp með rokkuðum áhrifum. Birkir Rafn byrjaði að vinna plötuna fyrir um einu og hálfu ári. Við upptökurnar fékk hann til liðs við sig vini sína, þar á meðal bræðurna Ragnar Zolberg og Egil Örn Rafnssyni. „Maður er alveg í sjöunda himni með þetta. Það er mikill sigur að koma þessu út því það eru margar hurðir sem maður er búinn að labba á í þessu ferli,“ segir Birkir Rafn. „En þetta hefur samt verið gaman og maður hefur lært mikið.“ Birkir gefur plötuna út með aðstoð útgáfufyrirtækisins R og R músík, sem Rafn Jónsson, faðir Ragnars og Egils Arnar rak. Birkir, sem er uppalinn á Skagaströnd, hefur verið á fullu í tónlistinni undanfarin tíu ár. Hann hefur starfað með söngkonunni Fabúlu og samdi tónlist við stuttmyndina Another, sem hefur verið sýnd á kvikmyndahátíð hérlendis. Í fyrravor útskrifaðist hann úr FÍH. Birkir ber samstarfsfólki sínu á plötunni vel söguna. „Það er alveg meiriháttar. Þetta er draumafólkið sem ég valdi mér og það gekk allt upp. Þetta eru allt góðir vinir mínir. Þau komu úr ólíkum áttum en voru öll tilbúin til að gera allt fyrir mig.“ Auk Ragnars og Egils skipa samstarfshóp hans söngkonurnar Ásta Sveinsdóttir og Sigríður Eyþórsdóttir ásamt þeim Leifi Jónssyni og Arnljóti Sigurðssyni. Nánari upplýsingar um Single Drop má finna á www.myspace.com/singledrop.
Mest lesið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Lífið Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira