Radiohead með nýja plötu 15. júní 2007 08:45 Radiohead eru langt komnir með sína nýja plötu. Radiohead sagði frá því á heimasíðu sinni fyrr í vikunni að þeir væru langt komnir með nýja plötu. Hljómsveitin lokaði sig af í stúdíói síðasta haust og hefur unnið að plötunni með stuttum hléum síðan þá. Stefnt er á að platan komi út síðar á þessu ári en ekkert hefur verið ákveðið með útgáfu. Sex platna samningur Radiohead við EMI rann út eftir útgáfu síðustu plötu og ætlar hljómsveitin ekki að semja við nýtt fyrirtæki eða taka aðrar ákvarðanir um útgáfu fyrr en nýja platan er tilbúin. Fjögur ár eru síðan síðasta plata þeirra, Hail to the Thief, kom út. Hljómsveitin á gríðarlega stóran aðdáendahóp um allan heim og víst að marga er farið að þyrsta eftir nýrri tónlist frá henni. Meðlimir Radiohead hafa lítið gefið frá sér um hvaða stefnu þeir taka á þessari plötu. Thom York hefur þó sagt í viðtali að tilfinningalega sé hún ef til vill líkust OK Computer. Ef marka má færslur á heimasíðu hljómsveitarinnar munu þeir líka halda áfram að vera pólitískir. Thom á það nefnilega sameiginlegt með mörgum íslenskum tónlistarmönnum að hafa miklar áhyggjur af stefnu stjórnvalda í umhverfismálum og hvetur fólk til að taka virkan þátt í mótmælum gegn stefnu þeirra. Af því nýja efni að dæma sem þeir spiluðu á tónleikum síðasta sumar er líklegt að þeir haldi áfram með það sem þeir byrjuðu á á síðustu plötu. Að blanda saman gítarrokki eins og af fyrstu plötunum og raftónlistartilraunum Kid A og Amnesiac. Þetta eru þó allt spádómar og aðdáendur verða að bíða í nokkra mánuði í viðbót eftir útgáfu plötunnar. Mest lesið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Merzedes Club snýr aftur Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Þungarokkarar komast ekki til Íslands Lífið Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
Radiohead sagði frá því á heimasíðu sinni fyrr í vikunni að þeir væru langt komnir með nýja plötu. Hljómsveitin lokaði sig af í stúdíói síðasta haust og hefur unnið að plötunni með stuttum hléum síðan þá. Stefnt er á að platan komi út síðar á þessu ári en ekkert hefur verið ákveðið með útgáfu. Sex platna samningur Radiohead við EMI rann út eftir útgáfu síðustu plötu og ætlar hljómsveitin ekki að semja við nýtt fyrirtæki eða taka aðrar ákvarðanir um útgáfu fyrr en nýja platan er tilbúin. Fjögur ár eru síðan síðasta plata þeirra, Hail to the Thief, kom út. Hljómsveitin á gríðarlega stóran aðdáendahóp um allan heim og víst að marga er farið að þyrsta eftir nýrri tónlist frá henni. Meðlimir Radiohead hafa lítið gefið frá sér um hvaða stefnu þeir taka á þessari plötu. Thom York hefur þó sagt í viðtali að tilfinningalega sé hún ef til vill líkust OK Computer. Ef marka má færslur á heimasíðu hljómsveitarinnar munu þeir líka halda áfram að vera pólitískir. Thom á það nefnilega sameiginlegt með mörgum íslenskum tónlistarmönnum að hafa miklar áhyggjur af stefnu stjórnvalda í umhverfismálum og hvetur fólk til að taka virkan þátt í mótmælum gegn stefnu þeirra. Af því nýja efni að dæma sem þeir spiluðu á tónleikum síðasta sumar er líklegt að þeir haldi áfram með það sem þeir byrjuðu á á síðustu plötu. Að blanda saman gítarrokki eins og af fyrstu plötunum og raftónlistartilraunum Kid A og Amnesiac. Þetta eru þó allt spádómar og aðdáendur verða að bíða í nokkra mánuði í viðbót eftir útgáfu plötunnar.
Mest lesið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Merzedes Club snýr aftur Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Þungarokkarar komast ekki til Íslands Lífið Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira