Æft úti að kínverskum sið 13. júní 2007 01:00 Dong Qing Guan hefur æft tai chi um árabil og segir það hafa góð áhrif á líkama og sál. fréttablaðið/hörður Bardagaíþróttin tai chi er í aukinni sókn hérlendis. Nokkrum sinnum í viku kemur hópur fíleflds fólks á öllum aldri saman í Heilsudrekanum í Skeifunni 3 til að iðka hina fornu bardagaíþrótt tai chi, afslappaðar og mjúkar hreyfingar, sem eru ætlaðar að koma á líkamlegu og andlegu jafnvægi. „Þetta er mjúkt afbrigði af kung fu,“ útskýrir Dong Qing Guan, eigandi Heilsudrekans, sem hefur sjálf æft tai chi um árabil og ber því góða sögu. „Talið er að þessi íþrótt hafi góð áhrif á líkamlega og andlega heilsu, meðal annars miðtaugakerfi, öndun, meltingu og hjarta.“ Nokkuð breytilegt er eftir dögum hversu margir mæta á æfingar að sögn Qing og fara þær fram annað hvort inni í húsnæði Heilsudrekans eða á lóð hans, allt eftir því hvernig viðrar þann daginn. „Við reynum að æfa eins mikið úti og hægt er, rétt eins og í Kína,“ segir hún. „Þar sem veðrið er örlítið ófyrirsjánlegra á Íslandi þurfum við að æfa aðeins meira inni.“ En skyldi íslenska feimnin ekki vera neinum fjötur um fót þegar kemur að því að æfa úti undir berum himni með umferðina beggja megin við sig. „Alls ekki,“ segir Qing og hlær. „Einhverjir voru feimnir í fyrstu, en þeir voru fljótir að venjast þessu fyrirkomulagi. Sérstaklega eftir að ég ræddi aðeins við þá. Nú finnst fólki þetta ekkert mál.“ Að sögn Qing hafa börn ekki síður en fullorðnir tekið þessari fornu, austurlensku bardagaíþrótt fagnandi og fá þau bæði að æfa með þeim fullorðnu og ein og sér. Ennfremur er stefnt að því að hópur barna taki þátt í Norðurlandamóti í tai chi á næsta ári, en skemmst er að minnast frækilegrar framgöngu íslenskra barna og unglinga á Norðurlandamóti í kung fu í Noregi fyrir skemmstu, þar sem þau hlutu tvenn gullverðlaun og ein silfur. Sá hópur fór einmitt á vegum Heilsudrekans og efast Qing ekki um að krökkunum vegni vel á næsta ári. Mest lesið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Sjá meira
Bardagaíþróttin tai chi er í aukinni sókn hérlendis. Nokkrum sinnum í viku kemur hópur fíleflds fólks á öllum aldri saman í Heilsudrekanum í Skeifunni 3 til að iðka hina fornu bardagaíþrótt tai chi, afslappaðar og mjúkar hreyfingar, sem eru ætlaðar að koma á líkamlegu og andlegu jafnvægi. „Þetta er mjúkt afbrigði af kung fu,“ útskýrir Dong Qing Guan, eigandi Heilsudrekans, sem hefur sjálf æft tai chi um árabil og ber því góða sögu. „Talið er að þessi íþrótt hafi góð áhrif á líkamlega og andlega heilsu, meðal annars miðtaugakerfi, öndun, meltingu og hjarta.“ Nokkuð breytilegt er eftir dögum hversu margir mæta á æfingar að sögn Qing og fara þær fram annað hvort inni í húsnæði Heilsudrekans eða á lóð hans, allt eftir því hvernig viðrar þann daginn. „Við reynum að æfa eins mikið úti og hægt er, rétt eins og í Kína,“ segir hún. „Þar sem veðrið er örlítið ófyrirsjánlegra á Íslandi þurfum við að æfa aðeins meira inni.“ En skyldi íslenska feimnin ekki vera neinum fjötur um fót þegar kemur að því að æfa úti undir berum himni með umferðina beggja megin við sig. „Alls ekki,“ segir Qing og hlær. „Einhverjir voru feimnir í fyrstu, en þeir voru fljótir að venjast þessu fyrirkomulagi. Sérstaklega eftir að ég ræddi aðeins við þá. Nú finnst fólki þetta ekkert mál.“ Að sögn Qing hafa börn ekki síður en fullorðnir tekið þessari fornu, austurlensku bardagaíþrótt fagnandi og fá þau bæði að æfa með þeim fullorðnu og ein og sér. Ennfremur er stefnt að því að hópur barna taki þátt í Norðurlandamóti í tai chi á næsta ári, en skemmst er að minnast frækilegrar framgöngu íslenskra barna og unglinga á Norðurlandamóti í kung fu í Noregi fyrir skemmstu, þar sem þau hlutu tvenn gullverðlaun og ein silfur. Sá hópur fór einmitt á vegum Heilsudrekans og efast Qing ekki um að krökkunum vegni vel á næsta ári.
Mest lesið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Sjá meira