Engin samkeppni hjá hjónunum 9. júní 2007 07:00 Rúnar Freyr Gíslason mun leika eitt af aðalhlutverkunum í stóra barnasöngleik Þjóðleikhússins í vetur, Skilaboðaskjóðu Þorvalds Þorsteinssonar. Á sama tíma leikstýrir eiginkona hans, Selma Björnsdóttir, uppfærslu Borgarleikhússins á Gosa. Rúnar Freyr sló á létta strengi þegar Fréttablaðið spurði hann út í væntanlega „samkeppni" þeirra skötuhjúa og taldi það alls ekki skjóta skökku við að þau væru að starfa á sitthvorri vígstöðinni. „Ég er einn af þeim sem trúa því að þegar verið er að setja upp barnasöngleiki í báðum húsum bakki þeir hvor annan upp. Ég lít því miklu frekar svo á að við séum í samvinnu frekar en samkeppni," segir Rúnar Freyr, sem verður í hlutverki Dreitils skógardvergs í uppfærslunni í ár, en sá er mikill örlagavaldur í ævintýrinu. Gunnar Helgason mun leikstýra Skilaboðaskjóðunni en önnur aðalhlutverk eru í höndum Þórunnar Lárusdóttur, Hjálmars Hjálmarssonar og Friðriks Friðrikssonar auk þess sem Ólafía Hrönn Jónsdóttir, Þröstur Leó Gunnarsson og fleiri eru í stórum hlutverkum. „Þetta er frábær hópur," segir leikstjórinn, sem stefnir aukinheldur á að betrumbæta fyrri uppsetningu ævintýrsins sem sýnt var fyrir tæpum fimmtán árum. „Ég hef unnið mikið í barnaefni í gegnum tíðina og upp á síðkastið hef ég mest verið að leikstýra söngleikjum. Skilaboðaskjóðan sem barnasöngleikur sameinar þetta tvennt og því er þetta algjört draumaverkefni fyrir mig," segir Gunnar. Fréttablaðið hafði áður greint frá því að ævintýrið um Gosa verður stóra barnaleikrit Borgarleikhússins í vetur og þá hefur Leikfélag Akureyrar ákveðið að sýna Óvitana eftir sögu Guðrúnar Helgadóttur. Sigurður Sigurjónsson situr í leikstjórnarstólnum, Jón Ólafsson sér um tónlist og á meðal leikara verða þeir Guðjón Davíð Karlsson, Hallgrímur Karlsson og Þráinn Karlsson. Mest lesið Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Lífið Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Lífið Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin Lífið Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Lífið Guðni Th. orðinn afi Lífið Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Lífið Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lífið „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Lífið Madonna og Elton John grafa stríðsöxina Lífið Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Lífið Fleiri fréttir Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Rúnar Freyr Gíslason mun leika eitt af aðalhlutverkunum í stóra barnasöngleik Þjóðleikhússins í vetur, Skilaboðaskjóðu Þorvalds Þorsteinssonar. Á sama tíma leikstýrir eiginkona hans, Selma Björnsdóttir, uppfærslu Borgarleikhússins á Gosa. Rúnar Freyr sló á létta strengi þegar Fréttablaðið spurði hann út í væntanlega „samkeppni" þeirra skötuhjúa og taldi það alls ekki skjóta skökku við að þau væru að starfa á sitthvorri vígstöðinni. „Ég er einn af þeim sem trúa því að þegar verið er að setja upp barnasöngleiki í báðum húsum bakki þeir hvor annan upp. Ég lít því miklu frekar svo á að við séum í samvinnu frekar en samkeppni," segir Rúnar Freyr, sem verður í hlutverki Dreitils skógardvergs í uppfærslunni í ár, en sá er mikill örlagavaldur í ævintýrinu. Gunnar Helgason mun leikstýra Skilaboðaskjóðunni en önnur aðalhlutverk eru í höndum Þórunnar Lárusdóttur, Hjálmars Hjálmarssonar og Friðriks Friðrikssonar auk þess sem Ólafía Hrönn Jónsdóttir, Þröstur Leó Gunnarsson og fleiri eru í stórum hlutverkum. „Þetta er frábær hópur," segir leikstjórinn, sem stefnir aukinheldur á að betrumbæta fyrri uppsetningu ævintýrsins sem sýnt var fyrir tæpum fimmtán árum. „Ég hef unnið mikið í barnaefni í gegnum tíðina og upp á síðkastið hef ég mest verið að leikstýra söngleikjum. Skilaboðaskjóðan sem barnasöngleikur sameinar þetta tvennt og því er þetta algjört draumaverkefni fyrir mig," segir Gunnar. Fréttablaðið hafði áður greint frá því að ævintýrið um Gosa verður stóra barnaleikrit Borgarleikhússins í vetur og þá hefur Leikfélag Akureyrar ákveðið að sýna Óvitana eftir sögu Guðrúnar Helgadóttur. Sigurður Sigurjónsson situr í leikstjórnarstólnum, Jón Ólafsson sér um tónlist og á meðal leikara verða þeir Guðjón Davíð Karlsson, Hallgrímur Karlsson og Þráinn Karlsson.
Mest lesið Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Lífið Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Lífið Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin Lífið Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Lífið Guðni Th. orðinn afi Lífið Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Lífið Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lífið „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Lífið Madonna og Elton John grafa stríðsöxina Lífið Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Lífið Fleiri fréttir Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein