Gleymir ekki upprunanum 9. júní 2007 11:00 Færeyski tónlistarmaðurinn Jógvan er að gefa út sína fyrstu sólóplötu. Fyrsta sólóplata Færeyingsins Jógvans Hansen, sigurvegara X-Factor, kemur út á mánudag. Freyr Bjarnason spjallaði við Jógvan og komst að því að þar er á ferðinni jarðbundinn og rólegur piltur. Platan heitir einfaldlega Jógvan og inniheldur ellefu lög. Á meðal þeirra er I Keep on Searching sem Jógvan samdi ásamt Pætur við Keldu, X-Factor lagið Every Day eftir Óskar Pál Sveinsson og Stefán Hilmarsson og All Because of You eftir Vigni Snæ Vigfússon, sem er jafnframt upptökustjóri plötunnar.Góðir aðstoðarmennJógvan segir það mikil forréttindi að fá að gefa út sína fyrstu sólóplötu á Íslandi en tekur fram að hann hafi áður gefið út efni í Færeyjum með hljómsveitinni Aria. Fyrsta lagið á sólóplötunni, Rooftop, var einmitt gefið út af þeirri sveit. Jógvan segist hafa notið góðs af fyrirtaks aðstoðarmönnum við gerð sólóplötunnar. „Þetta eru bara snillingar og ég vona að ég geti unnið meira með þeim. Það var auðvitað frábært að fá þennan plötusamning en það er ekki á hverjum degi sem maður fær að vinna með svona frábæru fólki,“ segir Jógvan. X-Factor til aðstoðarHann telur að þátttakan í X-Factor hafi hjálpað sér mikið sem tónlistarmanni. „Það er rosalega mikill skóli í því, bæði í söngnum og að koma fram. Maður lærir líka að höndla pressuna eftir að hafa staðið í tólf vikur fyrir framan íslensku þjóðina og látið hana dæma sig.“ Jógvan starfar sem hárgreiðslumaður og ætlar ekki að gefa það starf upp á bátinn fyrir tónlistina. „Aðalatriðið er að gleyma ekki hvaðan maður kemur,“ segir hann. Sting í uppáhaldi Tónlistarmaðurinn Sting er í miklu uppáhaldi hjá Jógvan. „Ég elska hvernig hann blandar djassi og poppi saman. Þessi tónlist er ekki endilega létt fyrir eyrun en hún er vitræn. Textarnir eru náttúrlega snilld og ég get hlustað á þá næstum því alla aftur og aftur og tengt þá við sjálfan mig.“ Ekki besti lagahöfundurinnJógvan vonast eftir skemmtilegu sumri og ætlar hann að reyna að syngja eins víða og hægt er. Einnig ætlar hann að halda áfram að semja lög og vonast til að eiga fleiri á næstu plötu sinni. „Ég er kannski ekki besti lagahöfundur í heimi en ég held að ég geti alveg lagt mitt af mörkum. Ég er mjög félagslyndur og finnst skemmtilegast að vinna með öðrum. Ég nenni ekki að vera einn allan daginn og semja og semja.“ Útgáfutónleikar vegna nýju plötunnar verða haldnir í Smáralind laugardaginn 16. júní. Sérstakir gestir verða Hara-systurnar frá Hveragerði sem einmitt skráðu Jógvan í X-Factor. Mest lesið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Merzedes Club snýr aftur Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Þungarokkarar komast ekki til Íslands Lífið Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
Fyrsta sólóplata Færeyingsins Jógvans Hansen, sigurvegara X-Factor, kemur út á mánudag. Freyr Bjarnason spjallaði við Jógvan og komst að því að þar er á ferðinni jarðbundinn og rólegur piltur. Platan heitir einfaldlega Jógvan og inniheldur ellefu lög. Á meðal þeirra er I Keep on Searching sem Jógvan samdi ásamt Pætur við Keldu, X-Factor lagið Every Day eftir Óskar Pál Sveinsson og Stefán Hilmarsson og All Because of You eftir Vigni Snæ Vigfússon, sem er jafnframt upptökustjóri plötunnar.Góðir aðstoðarmennJógvan segir það mikil forréttindi að fá að gefa út sína fyrstu sólóplötu á Íslandi en tekur fram að hann hafi áður gefið út efni í Færeyjum með hljómsveitinni Aria. Fyrsta lagið á sólóplötunni, Rooftop, var einmitt gefið út af þeirri sveit. Jógvan segist hafa notið góðs af fyrirtaks aðstoðarmönnum við gerð sólóplötunnar. „Þetta eru bara snillingar og ég vona að ég geti unnið meira með þeim. Það var auðvitað frábært að fá þennan plötusamning en það er ekki á hverjum degi sem maður fær að vinna með svona frábæru fólki,“ segir Jógvan. X-Factor til aðstoðarHann telur að þátttakan í X-Factor hafi hjálpað sér mikið sem tónlistarmanni. „Það er rosalega mikill skóli í því, bæði í söngnum og að koma fram. Maður lærir líka að höndla pressuna eftir að hafa staðið í tólf vikur fyrir framan íslensku þjóðina og látið hana dæma sig.“ Jógvan starfar sem hárgreiðslumaður og ætlar ekki að gefa það starf upp á bátinn fyrir tónlistina. „Aðalatriðið er að gleyma ekki hvaðan maður kemur,“ segir hann. Sting í uppáhaldi Tónlistarmaðurinn Sting er í miklu uppáhaldi hjá Jógvan. „Ég elska hvernig hann blandar djassi og poppi saman. Þessi tónlist er ekki endilega létt fyrir eyrun en hún er vitræn. Textarnir eru náttúrlega snilld og ég get hlustað á þá næstum því alla aftur og aftur og tengt þá við sjálfan mig.“ Ekki besti lagahöfundurinnJógvan vonast eftir skemmtilegu sumri og ætlar hann að reyna að syngja eins víða og hægt er. Einnig ætlar hann að halda áfram að semja lög og vonast til að eiga fleiri á næstu plötu sinni. „Ég er kannski ekki besti lagahöfundur í heimi en ég held að ég geti alveg lagt mitt af mörkum. Ég er mjög félagslyndur og finnst skemmtilegast að vinna með öðrum. Ég nenni ekki að vera einn allan daginn og semja og semja.“ Útgáfutónleikar vegna nýju plötunnar verða haldnir í Smáralind laugardaginn 16. júní. Sérstakir gestir verða Hara-systurnar frá Hveragerði sem einmitt skráðu Jógvan í X-Factor.
Mest lesið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Merzedes Club snýr aftur Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Þungarokkarar komast ekki til Íslands Lífið Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira