Gísli með lag í mynd Luc Besson 5. júní 2007 09:15 Gísli Kristjánsson á lag í kvikmynd Luc Besson, Angel-A. Tónlistarmaðurinn Gísli Kristjánsson á lag í kvikmynd franska leikstjórans Luc Besson, Angela-A, sem var tekin til sýninga í Bandaríkjunum þann 25. maí síðastliðinn. „Ég var að vinna með stelpu í Noregi, Anja Garbaric, sem þekkir Besson vel. Þegar hann heyrði lögin sem við lögin sem við sömdum saman fyrir plötuna hennar vildi hann endilega nota þau í myndina sem hann var að byrja á þá. Við gerðum eiginlega plötuna og bíómyndina á svipuðum tíma. Hún flaug alltaf til Frakklands til að spila fyrir hann lögin,“ segir Gísli, sem er búsettur í London en var áður í Noregi. Lagið sem Besson notaði nefnist Can I Keep Him auk þess sem hann notaði í myndinni búta úr öðrum lögum eftir þau Gísla og Anja. Samdi Anja jafnframt restina af tónlistinni í myndinni. Gísli varð þess heiðurs aðnjótandi að hitta Besson einu sinni. „Hann er stórhættulegur,“ segir hann og hlær. „Fólk sem hefur komist langt veit hvað það vill og hvernig það vill hafa hlutina. Það getur verið þægilegt að vinna með svona fólki og maður þarf ekkert að efast um að það segi það sem það meinar.“ Á meðal kvikmynda Besson eru The Fifth Element, Leon, Nikita, The Big Blue og Subway. Gísli, sem er á samningi hjá útgáfurisanum EMI, er um þessar mundir að undirbúa sína aðra sólóplötu. Sú fyrsta, How About That, kom út árið 2004 við góðar undirtektir. Mest lesið Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Lífið Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Menning Svona heldur Rakel sér unglegri Lífið Spennandi nýjungar í íslensku konfekti Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Lífið Fleiri fréttir „Þetta er ekki uppgjör á mínu uppeldi“ Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira
Tónlistarmaðurinn Gísli Kristjánsson á lag í kvikmynd franska leikstjórans Luc Besson, Angela-A, sem var tekin til sýninga í Bandaríkjunum þann 25. maí síðastliðinn. „Ég var að vinna með stelpu í Noregi, Anja Garbaric, sem þekkir Besson vel. Þegar hann heyrði lögin sem við lögin sem við sömdum saman fyrir plötuna hennar vildi hann endilega nota þau í myndina sem hann var að byrja á þá. Við gerðum eiginlega plötuna og bíómyndina á svipuðum tíma. Hún flaug alltaf til Frakklands til að spila fyrir hann lögin,“ segir Gísli, sem er búsettur í London en var áður í Noregi. Lagið sem Besson notaði nefnist Can I Keep Him auk þess sem hann notaði í myndinni búta úr öðrum lögum eftir þau Gísla og Anja. Samdi Anja jafnframt restina af tónlistinni í myndinni. Gísli varð þess heiðurs aðnjótandi að hitta Besson einu sinni. „Hann er stórhættulegur,“ segir hann og hlær. „Fólk sem hefur komist langt veit hvað það vill og hvernig það vill hafa hlutina. Það getur verið þægilegt að vinna með svona fólki og maður þarf ekkert að efast um að það segi það sem það meinar.“ Á meðal kvikmynda Besson eru The Fifth Element, Leon, Nikita, The Big Blue og Subway. Gísli, sem er á samningi hjá útgáfurisanum EMI, er um þessar mundir að undirbúa sína aðra sólóplötu. Sú fyrsta, How About That, kom út árið 2004 við góðar undirtektir.
Mest lesið Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Lífið Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Menning Svona heldur Rakel sér unglegri Lífið Spennandi nýjungar í íslensku konfekti Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Lífið Fleiri fréttir „Þetta er ekki uppgjör á mínu uppeldi“ Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira