Gísli með lag í mynd Luc Besson 5. júní 2007 09:15 Gísli Kristjánsson á lag í kvikmynd Luc Besson, Angel-A. Tónlistarmaðurinn Gísli Kristjánsson á lag í kvikmynd franska leikstjórans Luc Besson, Angela-A, sem var tekin til sýninga í Bandaríkjunum þann 25. maí síðastliðinn. „Ég var að vinna með stelpu í Noregi, Anja Garbaric, sem þekkir Besson vel. Þegar hann heyrði lögin sem við lögin sem við sömdum saman fyrir plötuna hennar vildi hann endilega nota þau í myndina sem hann var að byrja á þá. Við gerðum eiginlega plötuna og bíómyndina á svipuðum tíma. Hún flaug alltaf til Frakklands til að spila fyrir hann lögin,“ segir Gísli, sem er búsettur í London en var áður í Noregi. Lagið sem Besson notaði nefnist Can I Keep Him auk þess sem hann notaði í myndinni búta úr öðrum lögum eftir þau Gísla og Anja. Samdi Anja jafnframt restina af tónlistinni í myndinni. Gísli varð þess heiðurs aðnjótandi að hitta Besson einu sinni. „Hann er stórhættulegur,“ segir hann og hlær. „Fólk sem hefur komist langt veit hvað það vill og hvernig það vill hafa hlutina. Það getur verið þægilegt að vinna með svona fólki og maður þarf ekkert að efast um að það segi það sem það meinar.“ Á meðal kvikmynda Besson eru The Fifth Element, Leon, Nikita, The Big Blue og Subway. Gísli, sem er á samningi hjá útgáfurisanum EMI, er um þessar mundir að undirbúa sína aðra sólóplötu. Sú fyrsta, How About That, kom út árið 2004 við góðar undirtektir. Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Rósa og Hersir orðin foreldrar Lífið „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Fleiri fréttir „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
Tónlistarmaðurinn Gísli Kristjánsson á lag í kvikmynd franska leikstjórans Luc Besson, Angela-A, sem var tekin til sýninga í Bandaríkjunum þann 25. maí síðastliðinn. „Ég var að vinna með stelpu í Noregi, Anja Garbaric, sem þekkir Besson vel. Þegar hann heyrði lögin sem við lögin sem við sömdum saman fyrir plötuna hennar vildi hann endilega nota þau í myndina sem hann var að byrja á þá. Við gerðum eiginlega plötuna og bíómyndina á svipuðum tíma. Hún flaug alltaf til Frakklands til að spila fyrir hann lögin,“ segir Gísli, sem er búsettur í London en var áður í Noregi. Lagið sem Besson notaði nefnist Can I Keep Him auk þess sem hann notaði í myndinni búta úr öðrum lögum eftir þau Gísla og Anja. Samdi Anja jafnframt restina af tónlistinni í myndinni. Gísli varð þess heiðurs aðnjótandi að hitta Besson einu sinni. „Hann er stórhættulegur,“ segir hann og hlær. „Fólk sem hefur komist langt veit hvað það vill og hvernig það vill hafa hlutina. Það getur verið þægilegt að vinna með svona fólki og maður þarf ekkert að efast um að það segi það sem það meinar.“ Á meðal kvikmynda Besson eru The Fifth Element, Leon, Nikita, The Big Blue og Subway. Gísli, sem er á samningi hjá útgáfurisanum EMI, er um þessar mundir að undirbúa sína aðra sólóplötu. Sú fyrsta, How About That, kom út árið 2004 við góðar undirtektir.
Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Rósa og Hersir orðin foreldrar Lífið „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Fleiri fréttir „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira