Karlar og konur keppa saman 5. júní 2007 05:00 Hart er barist í utandeildinni í knattspyrnu. Þessi mynd er úr leik CCCP og Hjörleifs. Í utandeildinni fá margir útrás fyrir knattspyrnuáhugann án þess að það éti upp allan frítímann. Deildin er öllum opin. Utandeildin í knattspyrnu er hafin. Þar etja um 600 knattspyrnuáhugamenn í 33 liðum kappi í þremur riðlum og bítast um deildartitil og bikartitil. Deildin er ætluð þeim fjölmörgu aðdáendum knattspyrnu sem vilja spila á stórum velli í ellefu manna liði en hafa ekki áhuga, tíma eða getu til að spila með liðum sem taka þátt í Íslandsmótinu. Hver sem er getur skráð lið til leiks í utandeildinni þótt of seint sé að taka þátt í sumar. Reglurnar eru hefðbundnar nema hvað spilað er í tvisvar 40 mínútur, engar hömlur eru á fjölda leikmanna á varamannabekk og ótakmarkaðar skiptingar mega eiga sér stað. Einn dómari dæmir leiki og því ekki vænlegt að spila rangstöðutaktík fyrr en í úrslitakeppninni, en þá bætast línuverðir í hópinn. Deildin er opin bæði konum og körlum og þótt karlar séu í yfirgnæfandi meirihluta eru nokkur lið með konur innanborðs. Enn hefur ekkert lið skipað fleiri konum en körlum tekið þátt en einu sinni verður allt fyrst. Liðin leggja mismikið upp úr þjálfun leikmanna en flestir taka þátt gamansins vegna. Deildin er getuskipt og þó að getan nái ekki nema hálfa leið upp í áhugann eiga allir raunhæfan möguleika á að ná í einhver stig, eða í versta falli skora nokkur mörk. Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Fleiri fréttir „Eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi“ Sjá meira
Í utandeildinni fá margir útrás fyrir knattspyrnuáhugann án þess að það éti upp allan frítímann. Deildin er öllum opin. Utandeildin í knattspyrnu er hafin. Þar etja um 600 knattspyrnuáhugamenn í 33 liðum kappi í þremur riðlum og bítast um deildartitil og bikartitil. Deildin er ætluð þeim fjölmörgu aðdáendum knattspyrnu sem vilja spila á stórum velli í ellefu manna liði en hafa ekki áhuga, tíma eða getu til að spila með liðum sem taka þátt í Íslandsmótinu. Hver sem er getur skráð lið til leiks í utandeildinni þótt of seint sé að taka þátt í sumar. Reglurnar eru hefðbundnar nema hvað spilað er í tvisvar 40 mínútur, engar hömlur eru á fjölda leikmanna á varamannabekk og ótakmarkaðar skiptingar mega eiga sér stað. Einn dómari dæmir leiki og því ekki vænlegt að spila rangstöðutaktík fyrr en í úrslitakeppninni, en þá bætast línuverðir í hópinn. Deildin er opin bæði konum og körlum og þótt karlar séu í yfirgnæfandi meirihluta eru nokkur lið með konur innanborðs. Enn hefur ekkert lið skipað fleiri konum en körlum tekið þátt en einu sinni verður allt fyrst. Liðin leggja mismikið upp úr þjálfun leikmanna en flestir taka þátt gamansins vegna. Deildin er getuskipt og þó að getan nái ekki nema hálfa leið upp í áhugann eiga allir raunhæfan möguleika á að ná í einhver stig, eða í versta falli skora nokkur mörk.
Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Fleiri fréttir „Eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi“ Sjá meira