Hátíðarveisla fyrir fiskunnendur 31. maí 2007 07:00 Í tilefni af Hátíð hafsins bjóða tíu veitingastaðir í miðborginni upp á sérstaka matseðla helgaða fiskiveislu. MYND/GVA Hátíð hafsins gengur í garð um helgina og við Reykjavíkurhöfn verður mikið um að vera. Í tilefni af hátíðinni verða tíu veitingastaðir í miðborginni með sérstaka matseðla helgaða fiskiveislu. Þeir eru Við Tjörnina, Hornið, Apótekið, Einar Ben, Salt, Þrír frakkar, Fjalakötturinn, Tveir fiskar, Vín og skel og DOMO. Allir matseðlar eru undir 5.000 krónum. Fiskiveislan mæltist vel fyrir í fyrra, þegar hún var haldin í fyrsta sinn. Á matseðlum veitingahúsanna má finna rétti á borð við hunangsgljáðan íslenskan demantssmokkfisk, engifermarineraðan hlýra og pestóhjúpaðan steinbít með humarsósu, svo örfáir réttir séu nefndir. Utan fiskiveislunnar munu veitingastaðir við höfnina bjóða gestum og gangandi sérstök tilboð. Þar á meðal eru Icelandic fish and chips, Sushismiðjan, Sjávarbarinn og Sægreifinn, sem býður rómaða humarsúpu sína á hátíðartilboði. Mest lesið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Lífið Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Lífið Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Menning Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Lífið Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Lífið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann Lífið Riddarar kærleikans í hringferð um landið Lífið Góð ráð fyrir garðinn í sumar Lífið samstarf
Hátíð hafsins gengur í garð um helgina og við Reykjavíkurhöfn verður mikið um að vera. Í tilefni af hátíðinni verða tíu veitingastaðir í miðborginni með sérstaka matseðla helgaða fiskiveislu. Þeir eru Við Tjörnina, Hornið, Apótekið, Einar Ben, Salt, Þrír frakkar, Fjalakötturinn, Tveir fiskar, Vín og skel og DOMO. Allir matseðlar eru undir 5.000 krónum. Fiskiveislan mæltist vel fyrir í fyrra, þegar hún var haldin í fyrsta sinn. Á matseðlum veitingahúsanna má finna rétti á borð við hunangsgljáðan íslenskan demantssmokkfisk, engifermarineraðan hlýra og pestóhjúpaðan steinbít með humarsósu, svo örfáir réttir séu nefndir. Utan fiskiveislunnar munu veitingastaðir við höfnina bjóða gestum og gangandi sérstök tilboð. Þar á meðal eru Icelandic fish and chips, Sushismiðjan, Sjávarbarinn og Sægreifinn, sem býður rómaða humarsúpu sína á hátíðartilboði.
Mest lesið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Lífið Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Lífið Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Menning Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Lífið Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Lífið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann Lífið Riddarar kærleikans í hringferð um landið Lífið Góð ráð fyrir garðinn í sumar Lífið samstarf