Þjóðarrétturinn eldist vel 31. maí 2007 07:00 Anna Bergljót Thorarensen er hrifin af réttum sem fá að malla lengi á eldavélinni. Þjóðarréttur fjölskyldunnar er einn þeirra. MYND/Hörður Anna Bergljót Thorarensen hefur lítinn tíma til eldamennsku þessa dagana. Þegar tími gefst til er þjóðarréttur fjölskyldunnar þó í uppáhaldi. „Þetta er þjóðarréttur okkar í Bakkahjalla 10, fjölskyldumaturinn,“ sagði Anna Bergljót, sem iðulega er kölluð Anna Begga, um uppskriftina sem hún deilir með lesendum Fréttablaðsins í dag. „Ég man eftir mér mjög lítilli að borða þennan mat. Við erum öll jafnhrifin af þessu, fjölskyldan,“ sagði hún. Anna Begga hefur gaman af að elda, en tími til að stunda það áhugamál er þó af skornum skammti þessa dagana. „Taco-kjúklingasúpa er til dæmis í uppáhaldi hjá mér, og mér finnast fiskréttir mjög skemmtilegir líka,“ sagði Anna Begga. „Flest allt sem mér finnst gott þarf að malla lengi,“ bætti hún við. Þjóðarrétturinn er sömu tegundar. „Maður þarf að gefa honum eins langan tíma og maður getur, hann verður alltaf betri og betri,“ sagði Anna Begga, „og svo er hann eiginlega enn betri upphitaður.“ Hún er einn liðsmaður leikhópsins Lottu, sem sýnir Dýrin í Hálsaskógi í Elliðaárdalnum á miðvikudögum í sumar. Hún fer meðal annars með hlutverk Hérastubbs bakara í verkinu góðkunna og fannst því ekki annað hægt en að láta piparkökuuppskriftina fljóta með. Sjálf bakar Anna Begga ekki mikið frá degi til dags. „En ég hef prófað Hálsaskógaruppskriftina. Hún bragðast ekki vel. Þetta er eiginlega ekkert eins og kökur á bragðið, en það var samt gaman að prófa,“ sagði hún og hló við. Upplýsingar um sýningartíma og fleira má nálgast á 123.is/dyrinihalsaskogi. Spagettíið er látið bullsjóða í opnum potti. Það er bannað að brjóta það, því það er svo skemmtilegt að borða það heilt. Hakkið er brúnað á pönnu og gulrótum, lauk og hvítlauk bætt í. Látið steikjast aðeins. Niðursoðnum tómötum, tómatpúrru og kjötkrafti bætt í. Að lokum er rétturinn kryddaður. Látið malla eins lengi og kostur er. Það má bæta vatni á pönnuna ef sósan verður of þykk. Piparkökur Hérastubbs: Bræðið 1 kíló af smjörlíki í potti. Hrærið saman við kílói af sykri. Látið átta eggjarauður og kíló af hveiti hrærast með í pottinum. Í þetta á að setja eina litla teskeið pipar. Fletjið deigið út, búið til karla og kerlingar og bakið í ofni við 180 gráður í 30 mínútur. sunna@frettabladid.is Mest lesið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Risa endurkoma eftir áratug í dvala Lífið Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Lífið Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Lífið Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Menning Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Bókamarkaðurinn færir sig um set Menning Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Sjá meira
Anna Bergljót Thorarensen hefur lítinn tíma til eldamennsku þessa dagana. Þegar tími gefst til er þjóðarréttur fjölskyldunnar þó í uppáhaldi. „Þetta er þjóðarréttur okkar í Bakkahjalla 10, fjölskyldumaturinn,“ sagði Anna Bergljót, sem iðulega er kölluð Anna Begga, um uppskriftina sem hún deilir með lesendum Fréttablaðsins í dag. „Ég man eftir mér mjög lítilli að borða þennan mat. Við erum öll jafnhrifin af þessu, fjölskyldan,“ sagði hún. Anna Begga hefur gaman af að elda, en tími til að stunda það áhugamál er þó af skornum skammti þessa dagana. „Taco-kjúklingasúpa er til dæmis í uppáhaldi hjá mér, og mér finnast fiskréttir mjög skemmtilegir líka,“ sagði Anna Begga. „Flest allt sem mér finnst gott þarf að malla lengi,“ bætti hún við. Þjóðarrétturinn er sömu tegundar. „Maður þarf að gefa honum eins langan tíma og maður getur, hann verður alltaf betri og betri,“ sagði Anna Begga, „og svo er hann eiginlega enn betri upphitaður.“ Hún er einn liðsmaður leikhópsins Lottu, sem sýnir Dýrin í Hálsaskógi í Elliðaárdalnum á miðvikudögum í sumar. Hún fer meðal annars með hlutverk Hérastubbs bakara í verkinu góðkunna og fannst því ekki annað hægt en að láta piparkökuuppskriftina fljóta með. Sjálf bakar Anna Begga ekki mikið frá degi til dags. „En ég hef prófað Hálsaskógaruppskriftina. Hún bragðast ekki vel. Þetta er eiginlega ekkert eins og kökur á bragðið, en það var samt gaman að prófa,“ sagði hún og hló við. Upplýsingar um sýningartíma og fleira má nálgast á 123.is/dyrinihalsaskogi. Spagettíið er látið bullsjóða í opnum potti. Það er bannað að brjóta það, því það er svo skemmtilegt að borða það heilt. Hakkið er brúnað á pönnu og gulrótum, lauk og hvítlauk bætt í. Látið steikjast aðeins. Niðursoðnum tómötum, tómatpúrru og kjötkrafti bætt í. Að lokum er rétturinn kryddaður. Látið malla eins lengi og kostur er. Það má bæta vatni á pönnuna ef sósan verður of þykk. Piparkökur Hérastubbs: Bræðið 1 kíló af smjörlíki í potti. Hrærið saman við kílói af sykri. Látið átta eggjarauður og kíló af hveiti hrærast með í pottinum. Í þetta á að setja eina litla teskeið pipar. Fletjið deigið út, búið til karla og kerlingar og bakið í ofni við 180 gráður í 30 mínútur. sunna@frettabladid.is
Mest lesið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Risa endurkoma eftir áratug í dvala Lífið Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Lífið Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Lífið Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Menning Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Bókamarkaðurinn færir sig um set Menning Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Sjá meira