Stórar tilfinningar hjá Myst 31. maí 2007 07:30 Hjónin Kolbrún Eva Viktorsdóttir og Haraldur G. Ásmundsson skipa hljómsveitina Myst. MYND/GVA Dúettinn Myst hefur gefið út sína fyrstu plötu, Take Me With You, með aðstoð Smekkleysu. Myst, sem er skipuð hjónunum Kolbrúnu Evu Viktorsdóttur og Haraldi G. Ásmundssyni, hefur verið starfandi í um það bil fjögur ár og hefur platan verið í vinnslu nánast frá þeim tíma. Spilar sveitin rólegheita popp undir ýmiss konar áhrifum, meðal annars frá Bítlunum, Emilíönu Torrini og Evu Cassidy. Myst hefur átt fjögur lög sem hafa fengið mikla spilun í útvarpinu, þar á meðal Here For You, sem var mest spilaða lagið á Bylgjunni árið 2005. Vissu þá fáir að þar væri á ferðinni íslensk hljómsveit. „Þetta er mjög tilfinningaþrungin plata og hvert lag á sér sögu,“ segir söngkonan Kolbrún Eva. „Þegar við spilum á tónleikum gætum við örugglega talað í tvær mínútur á undan hverju einasta lagi.“ Eitt laganna, Angel Like You, er til að mynda samið til minningar um bróður Kolbrúnar Evu sem lést ungur að aldri árið 1988. Jón Ólafsson og Arnar Guðjónsson úr Leaves sáu um upptökustjórn plötunnar og eru þau Kolbrún Eva og Haraldur hæstánægð með framlag þeirra. Bróðir Kolbrúnar, Sigurvin Sindri, kemur einnig við sögu á plötunni sem gítarleikari, ásamt þeim Hermanni Alberti Jónssyni, bassaleikara, Arnari Guðjónssyni, Jóhanni Hjörleifssyni, Guðmundi Péturssyni, Jóni Ólafssyni og Friðriki Sturlusyni. Mest lesið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Michael Madsen er látinn Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Lífið Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Lífið Fleiri fréttir „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
Dúettinn Myst hefur gefið út sína fyrstu plötu, Take Me With You, með aðstoð Smekkleysu. Myst, sem er skipuð hjónunum Kolbrúnu Evu Viktorsdóttur og Haraldi G. Ásmundssyni, hefur verið starfandi í um það bil fjögur ár og hefur platan verið í vinnslu nánast frá þeim tíma. Spilar sveitin rólegheita popp undir ýmiss konar áhrifum, meðal annars frá Bítlunum, Emilíönu Torrini og Evu Cassidy. Myst hefur átt fjögur lög sem hafa fengið mikla spilun í útvarpinu, þar á meðal Here For You, sem var mest spilaða lagið á Bylgjunni árið 2005. Vissu þá fáir að þar væri á ferðinni íslensk hljómsveit. „Þetta er mjög tilfinningaþrungin plata og hvert lag á sér sögu,“ segir söngkonan Kolbrún Eva. „Þegar við spilum á tónleikum gætum við örugglega talað í tvær mínútur á undan hverju einasta lagi.“ Eitt laganna, Angel Like You, er til að mynda samið til minningar um bróður Kolbrúnar Evu sem lést ungur að aldri árið 1988. Jón Ólafsson og Arnar Guðjónsson úr Leaves sáu um upptökustjórn plötunnar og eru þau Kolbrún Eva og Haraldur hæstánægð með framlag þeirra. Bróðir Kolbrúnar, Sigurvin Sindri, kemur einnig við sögu á plötunni sem gítarleikari, ásamt þeim Hermanni Alberti Jónssyni, bassaleikara, Arnari Guðjónssyni, Jóhanni Hjörleifssyni, Guðmundi Péturssyni, Jóni Ólafssyni og Friðriki Sturlusyni.
Mest lesið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Michael Madsen er látinn Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Lífið Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Lífið Fleiri fréttir „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira