Lay Low boðið á tvær hátíðir 23. maí 2007 05:00 Tónlistarkonan Lay Low hlaut mjög góðar viðtökur í Brighton. Tónlistarkonunni Lay Low hefur verið boðið að koma fram á hátíðunum Canadian Music Week og South By Southwest sem fara fram í mars á næsta ári. Boðin komu eftir vel heppnaða seinni tónleika hennar á Great Escape-hátíðinni sem var haldin í Brighton um síðustu helgi. Sjö íslenskar hljómsveitir komu fram á hátíðinni en fimm þeirra voru valdar af tónleikabókurum hátíðarinnar á Iceland Airwaves-hátíðinni í fyrra. Auk Lay Low tróðu upp hljómsveitirnar Jakobínarína, Amiina, Seabear, Stórsveit Nix Noltes, Hafdís Huld, og Benni Hemm Hemm. Edna Tletchetero sem vinnur hjá fyrirtækinu Big Dipper Management sem hefur aðstoðað Amiinu og Jakobínarínu sagði þetta hafa verið mjög góða hátíð fyrir báðar sveitirnar. „Það spillti ekki fyrir hversu mikil athygli var á íslensku hljómsveitunum í heild sinni. Ísland var á allra vörum og góð sameiginleg kynning skilaði sér. Það er auðvitað með ólíkindum að 300.000 manna þjóð skili miklu fleiri böndum á eina af virtustu bransahátíð heims heldur en nokkur önnur Evrópuþjóð og við erum glöð yfir því að vera hluti af þeirri senu,“ sagði Edna. Jakobínarína hélt tvenna tónleika og hefur nú verið staðfest að sveitin hitar upp fyrir bresku hljómsveitina Cajun Dance Party á tveggja vikna tónleikaferðalagi um Bretland í júlí næstkomandi. Mest lesið Anora óvæntur sigurvegari á Óskarnum Bíó og sjónvarp Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Lífið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Hjálmar Örn fékk hjartaáfall Lífið Enginn nakinn á Óskarnum Tíska og hönnun Hlýleg stemming og einstök matarupplifun Lífið samstarf Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira
Tónlistarkonunni Lay Low hefur verið boðið að koma fram á hátíðunum Canadian Music Week og South By Southwest sem fara fram í mars á næsta ári. Boðin komu eftir vel heppnaða seinni tónleika hennar á Great Escape-hátíðinni sem var haldin í Brighton um síðustu helgi. Sjö íslenskar hljómsveitir komu fram á hátíðinni en fimm þeirra voru valdar af tónleikabókurum hátíðarinnar á Iceland Airwaves-hátíðinni í fyrra. Auk Lay Low tróðu upp hljómsveitirnar Jakobínarína, Amiina, Seabear, Stórsveit Nix Noltes, Hafdís Huld, og Benni Hemm Hemm. Edna Tletchetero sem vinnur hjá fyrirtækinu Big Dipper Management sem hefur aðstoðað Amiinu og Jakobínarínu sagði þetta hafa verið mjög góða hátíð fyrir báðar sveitirnar. „Það spillti ekki fyrir hversu mikil athygli var á íslensku hljómsveitunum í heild sinni. Ísland var á allra vörum og góð sameiginleg kynning skilaði sér. Það er auðvitað með ólíkindum að 300.000 manna þjóð skili miklu fleiri böndum á eina af virtustu bransahátíð heims heldur en nokkur önnur Evrópuþjóð og við erum glöð yfir því að vera hluti af þeirri senu,“ sagði Edna. Jakobínarína hélt tvenna tónleika og hefur nú verið staðfest að sveitin hitar upp fyrir bresku hljómsveitina Cajun Dance Party á tveggja vikna tónleikaferðalagi um Bretland í júlí næstkomandi.
Mest lesið Anora óvæntur sigurvegari á Óskarnum Bíó og sjónvarp Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Lífið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Hjálmar Örn fékk hjartaáfall Lífið Enginn nakinn á Óskarnum Tíska og hönnun Hlýleg stemming og einstök matarupplifun Lífið samstarf Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Bíó og sjónvarp
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Bíó og sjónvarp