Zodiac - fjórar stjörnur 22. maí 2007 00:01 Í upphafi áttunda áratugarins leituðu lögregluyfirvöld í Norður-Kaliforníu að raðmorðingja sem hafði gefið sjálfum sér nafnið Zodiac. Hann skráði sig í sögubækurnar þegar hann sendi fjölmiðlum nokkur bréf á dulmáli þar sem nafn hans var að eigin sögn gefið upp. Myndasöguhöfundurinn Robert Graysmith komst næst því að ráða gátuna um hver Zodiac væri og byggir myndin á samnefndri metsölubók hans. Graysmith starfaði sem skopmyndahöfundur hjá San Francisco Chronicle en Zodiac sendi meðal annars bréfin sín þangað. Zodiac-myndinni má skipta í tvennt. Fyrri hlutinn beinir sjónum að skrifum blaðamannsins drykkfellda Robert Avery um málið og flókinni rannsókn lögreglumannsins David Toschi þegar Zodiac-morðinginn var enn á kreiki en seinni hluti myndarinnar fjallar um grúsk Graysmith í alls kyns rykföllnum skjölum þegar Zodiac-morðinginn var flestum gleymdur og grafinn. Leikstjóranum David Fincher bregst ekki bogalistin í Zodiac þótt honum virðist vera orðið tamt að teygja lopann um of. Fincher hefur hins vegar gott auga fyrir því hvernig á að byggja upp spennu og halda áhorfandanum við efnið án þess að notast við blóðugt ofbeldi eða eltingarleiki. Styrkur Zodiac liggur þó fyrst og fremst í snilldarlega skrifuðu handriti James Vanderbilt og leik þeirra Mark Ruffalo, Robert Downey Jr. og Jake Gyllenhaal. Downey gæti hafa farið langt með að tryggja sér Óskarsverðlaunatilnefningu fyrir leik sinn sem hinn ofurdjúsaði og drykkfelldi Avery. Gyllenhaal fer létt með að vera skátinn Graysmith og Ruffalo kemur skemmtilega á óvart sem lögreglumaðurinn Toschi. Zodiac stendur undir væntingum og er enn ein rósin í hnappagatið hjá Fincher. Hún er hins vegar í lengsta lagi og gætu óþolinmóðir því átt erfitt með sig undir rest þótt þeir lifi eflaust lokin af. Freyr Gígja Gunnarsson Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Fleiri fréttir Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira
Í upphafi áttunda áratugarins leituðu lögregluyfirvöld í Norður-Kaliforníu að raðmorðingja sem hafði gefið sjálfum sér nafnið Zodiac. Hann skráði sig í sögubækurnar þegar hann sendi fjölmiðlum nokkur bréf á dulmáli þar sem nafn hans var að eigin sögn gefið upp. Myndasöguhöfundurinn Robert Graysmith komst næst því að ráða gátuna um hver Zodiac væri og byggir myndin á samnefndri metsölubók hans. Graysmith starfaði sem skopmyndahöfundur hjá San Francisco Chronicle en Zodiac sendi meðal annars bréfin sín þangað. Zodiac-myndinni má skipta í tvennt. Fyrri hlutinn beinir sjónum að skrifum blaðamannsins drykkfellda Robert Avery um málið og flókinni rannsókn lögreglumannsins David Toschi þegar Zodiac-morðinginn var enn á kreiki en seinni hluti myndarinnar fjallar um grúsk Graysmith í alls kyns rykföllnum skjölum þegar Zodiac-morðinginn var flestum gleymdur og grafinn. Leikstjóranum David Fincher bregst ekki bogalistin í Zodiac þótt honum virðist vera orðið tamt að teygja lopann um of. Fincher hefur hins vegar gott auga fyrir því hvernig á að byggja upp spennu og halda áhorfandanum við efnið án þess að notast við blóðugt ofbeldi eða eltingarleiki. Styrkur Zodiac liggur þó fyrst og fremst í snilldarlega skrifuðu handriti James Vanderbilt og leik þeirra Mark Ruffalo, Robert Downey Jr. og Jake Gyllenhaal. Downey gæti hafa farið langt með að tryggja sér Óskarsverðlaunatilnefningu fyrir leik sinn sem hinn ofurdjúsaði og drykkfelldi Avery. Gyllenhaal fer létt með að vera skátinn Graysmith og Ruffalo kemur skemmtilega á óvart sem lögreglumaðurinn Toschi. Zodiac stendur undir væntingum og er enn ein rósin í hnappagatið hjá Fincher. Hún er hins vegar í lengsta lagi og gætu óþolinmóðir því átt erfitt með sig undir rest þótt þeir lifi eflaust lokin af. Freyr Gígja Gunnarsson
Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Fleiri fréttir Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira