Öll orkan í kennsluna 22. maí 2007 02:00 Unnur dansar nú í sýningunni Gretti í Borgarleikhúsinu og tók þátt í uppfærslu á Cats eftir Andrew Lloyd Webber í Danmörku í ársbyrjun. Hér sést hún til hægri ásamt Riinu Turunen, sem kennir með henni í sumar. Hægt er að afla sér frekari upplýsinga um námskeiðin og skrá sig á þau með því að senda tölvupóst á unnsadans@hotmail.com. MYND/Hörður Unnur Elísabet Gunnarsdóttir hefur æft dans í nítján ár og miðlar af reynslu sinni á námskeiðum fyrir krakka í sumar. „Ég verð með dansnámskeið í sumar í Ballettskóla Guðbjargar Björgvinsdóttur ásamt Riinu Turunen, fyrir krakka á aldrinum tíu til tólf ára og þrettán til sextán ára,“ segir Unnur Elísabet Gunnarsdóttir, dansari. „Boðið verður upp á tvö námskeið fyrir hvorn hóp: ballett, nútímadans og djassballett á báðum námskeiðum fyrri hópsins en námskeið þess síðari skiptist í ballett annars vegar og nútímadans og djassballett hins vegar.“ Unnur hlakkar til sumarsins og kvíðir ekki fyrir að kenna ólíkar dansgreinar, enda er hún búin að lifa og hrærast í dansi frá unga aldri. „Ég er búin að æfa klassískan ballett síðan ég var fjögurra ára. Svo komst ég inn í Konunglega sænska ballettskólann fimmtán ára eftir nám í Listdansskóla Íslands og dansaði þar allan liðlangan daginn næstu þrjú árin: klassískan ballett, djassballett og nútímadans. Ég bætti síðan í reynslusarpinn þegar ég dansaði með Íslenska dansflokknum, þar til ég meiddist illa á hné. Ég er smám saman að skríða saman eftir meiðslin og set bara alla orkuna í kennsluna.“ Unnur kveður starfið afar gjöfult, þótt það geti stundum verið krefjandi. „Ég hef mjög gaman af því að kenna krökkum. Við Riina, sem útskrifaðist með mér úr Konunglega sænska ballettskólanum, vorum með sams konar námskeið í fyrra og þau heppnuðust vel. Það kemur fyrir að einhverjir séu feimnir í byrjun, en þeir losna oftast fljótt við feimnina. Í lok hvers námskeiðs höldum við síðan danssýningu, svona hálfgerða uppskeruhátíð, fyrir foreldra og aðra aðstandendur.“ Mest lesið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu Menning Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Birgitta prinsessa er látin Lífið Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Fleiri fréttir Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira
Unnur Elísabet Gunnarsdóttir hefur æft dans í nítján ár og miðlar af reynslu sinni á námskeiðum fyrir krakka í sumar. „Ég verð með dansnámskeið í sumar í Ballettskóla Guðbjargar Björgvinsdóttur ásamt Riinu Turunen, fyrir krakka á aldrinum tíu til tólf ára og þrettán til sextán ára,“ segir Unnur Elísabet Gunnarsdóttir, dansari. „Boðið verður upp á tvö námskeið fyrir hvorn hóp: ballett, nútímadans og djassballett á báðum námskeiðum fyrri hópsins en námskeið þess síðari skiptist í ballett annars vegar og nútímadans og djassballett hins vegar.“ Unnur hlakkar til sumarsins og kvíðir ekki fyrir að kenna ólíkar dansgreinar, enda er hún búin að lifa og hrærast í dansi frá unga aldri. „Ég er búin að æfa klassískan ballett síðan ég var fjögurra ára. Svo komst ég inn í Konunglega sænska ballettskólann fimmtán ára eftir nám í Listdansskóla Íslands og dansaði þar allan liðlangan daginn næstu þrjú árin: klassískan ballett, djassballett og nútímadans. Ég bætti síðan í reynslusarpinn þegar ég dansaði með Íslenska dansflokknum, þar til ég meiddist illa á hné. Ég er smám saman að skríða saman eftir meiðslin og set bara alla orkuna í kennsluna.“ Unnur kveður starfið afar gjöfult, þótt það geti stundum verið krefjandi. „Ég hef mjög gaman af því að kenna krökkum. Við Riina, sem útskrifaðist með mér úr Konunglega sænska ballettskólanum, vorum með sams konar námskeið í fyrra og þau heppnuðust vel. Það kemur fyrir að einhverjir séu feimnir í byrjun, en þeir losna oftast fljótt við feimnina. Í lok hvers námskeiðs höldum við síðan danssýningu, svona hálfgerða uppskeruhátíð, fyrir foreldra og aðra aðstandendur.“
Mest lesið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu Menning Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Birgitta prinsessa er látin Lífið Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Fleiri fréttir Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira