Hlustun mikilvæg 22. maí 2007 04:00 Fólk með minnissjúkdóm upplifir sig smám saman missa tengsl við umhverfið. Líðan sjúklinga með Alzheimer er efni opins fyrirlesturs sem hefst kl. 15 í dag á 1. hæð að Eiríksgötu 34. „Hlustað á rödd einstaklings með minnissjúkdóm“ er yfirskrift fyrirlesturs fræðimannanna Ann Bossen og Janet Specht frá Iowa-háskóla. Þær Ann og Janet fjalla meðal annars um niðurstöður úr nýlegum rannsóknum sem gerðar hafa verið á sjúklingum á fyrri stigum Alzheimersjúkdómsins. Þar eru skoðuð atriði eins og frumkvæði, skilningur, líkamsþjálfun og lífsstíll, félagslegt umhverfi, endurhæfing minnis og þekkingaröflun. Einnig munu þær skýra frá aðferðum sem hvetja til aukinnar virkni og þátttöku einstaklinga með Alzheimer í daglegu lífi og tengja umræðuna við menntun og rannsóknir á fræðasviðinu. Fyrirlesturinn verður í dag í stofu 101 á 1. hæð í Eirbergi, Eiríksgötu 34, milli kl. 15 og 16.30. Hann er á ensku og allir eru velkomnir. Mest lesið Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Lífið Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Lífið Mikil ást á klúbbnum Lífið Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Lífið Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Lífið Ísraelar þekkja Eurovision-stuld betur en aðrir Lífið Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Tónlist Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Heillandi heimili í Hlíðunum Lífið
Líðan sjúklinga með Alzheimer er efni opins fyrirlesturs sem hefst kl. 15 í dag á 1. hæð að Eiríksgötu 34. „Hlustað á rödd einstaklings með minnissjúkdóm“ er yfirskrift fyrirlesturs fræðimannanna Ann Bossen og Janet Specht frá Iowa-háskóla. Þær Ann og Janet fjalla meðal annars um niðurstöður úr nýlegum rannsóknum sem gerðar hafa verið á sjúklingum á fyrri stigum Alzheimersjúkdómsins. Þar eru skoðuð atriði eins og frumkvæði, skilningur, líkamsþjálfun og lífsstíll, félagslegt umhverfi, endurhæfing minnis og þekkingaröflun. Einnig munu þær skýra frá aðferðum sem hvetja til aukinnar virkni og þátttöku einstaklinga með Alzheimer í daglegu lífi og tengja umræðuna við menntun og rannsóknir á fræðasviðinu. Fyrirlesturinn verður í dag í stofu 101 á 1. hæð í Eirbergi, Eiríksgötu 34, milli kl. 15 og 16.30. Hann er á ensku og allir eru velkomnir.
Mest lesið Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Lífið Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Lífið Mikil ást á klúbbnum Lífið Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Lífið Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Lífið Ísraelar þekkja Eurovision-stuld betur en aðrir Lífið Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Tónlist Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Heillandi heimili í Hlíðunum Lífið