Bíó og sjónvarp

Mótleikur úr Efstaleitinu

Taugatitringur í sumar. Fyrsti samlestur á nýju sakamálaleikriti Útvarpsleikhússins var haldinn á dögunum.
Taugatitringur í sumar. Fyrsti samlestur á nýju sakamálaleikriti Útvarpsleikhússins var haldinn á dögunum. MYND/GVA

Hefð hefur skapast fyrir því að Útvarpsleikhúsið flytji sakamálaleikrit að sumarlagi en um fimmtán þúsund Íslendingar hlýddu á spennuseríu leikhússins síðasta sumar.

Nýlega var boðað til fyrsta samlesturs á fyrri sakamálaseríu sumarsins, splunkunýju leikriti Jóns Halls Stefánssonar rithöfundar sem gárungarnir hafa kallað „krónprins íslensku glæpasögunnar“. Verkið ber heitið Mótleikur en það hlaut önnur verðlaun í leikritakeppni Borgarleikhússins „Sakamál á svið“ í vetur.

Leikendur í verkinu verða Björk Jakobsdóttir, Birgitta Birgisdóttir, Vignir Rafn Valþórsson, Sveinn Þórir Geirsson og Davíð Guðbrandsson. Leikstjórnin er í höndum Guðmundar Inga Þorvaldssonar en hann ætti að vera öllum hnútum kunnugur þar sem hann samdi og lék aðalhlutverkið í verðlaunaútvarpsverki Grímunnar árið 2006. Tónlistin er í höndum Halls Ingólfssonar sem var tilnefndur til Grímunnar sama ár fyrir tónsmíð.

Mótleikur verður á dagskrá í júlí en í sumar verður einnig flutt leikgerð skáldsögunnar Sá yðar sem syndlaus er eftir Ævar Örn Jósepsson.

Það er því greinilega spennandi sumar fram undan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.