Bíó og sjónvarp

Star Wars í efsta sæti

Stjörnustríðið hafði gífurleg áhrif á kvikmyndaheiminn.
Stjörnustríðið hafði gífurleg áhrif á kvikmyndaheiminn.

Star Wars hefur verið kjörin sú mynd sem hefur haft mest áhrif á tæknibrellur annarra mynda í gegnum tíðina. Star Wars, sem kom út 1977, hvatti marga til að starfa við tæknibrellur í kvikmyndum, að því er kom fram niðurstöðum könnunar Samtaka tæknibrellna í Bandaríkjunum.

Í öðru sæti í könnuninni lenti Blade Runner og á eftir henni í þriðja sæti komu í sameiningu 2001: A Space Odyssey og The Matrix. Jurassic Park lenti síðan í fjórða sæti.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×