Tilraunakenndari Leaves 12. maí 2007 13:30 Arnar Guðjónsson. Hljómsveitin Leaves er langt komin með sína þriðju plötu. MYND/Valli Hljómsveitin Leaves er komin langt með upptökur á sinni þriðju plötu. Arnar Guðjónsson söngvari segir tónlistina tilraunakenndari en áður. „Við ætlum ekkert að gefa út fyrr en við erum orðnir ánægðir. Við ætlum að taka upp tvö lög í viðbót áður en við segjum þetta gott,“ segir Arnar Guðjónsson, söngvari Leaves. Sveitin gefur þriðju plötu sína út í haust. Síðasta plata sveitarinnar, The Angela Test, kom út fyrir tveimur árum og í framhaldinu hitaði sveitin upp fyrir Supergrass á tónleikaferð um Bretland. Að sögn Arnars verða upptökurnar kláraðar í sumar og er útgáfa fyrirhuguð í haust. „Við höfum í rauninni aldrei hætt að vinna. Við erum alltaf að vinna í nýju efni. Við erum búnir að semja helling sem hefur verið hent.“ Arnar segir að nýja platan sé rökrétt þróun frá The Angela Test. „Það eru meiri tilraunir í gangi. Hún er ekki jafnþung og Angela og hún fer víða, allt frá elektróník yfir í popp.“ Þeir félagar ætla að gefa plötuna út sjálfir hér heima og síðan kemur í ljós hvort hún verði gefin út erlendis. Leaves er laus undan samningi við Island Records og er því frjáls sem fuglinn þessa dagana. Fram undan hjá sveitinni eru tónleikar í Stúdentakjallaranum miðvikudagskvöldið 16. maí, þar sem hljómsveitin Ég treður einnig upp. Í ágúst spilar Leaves síðan á tónlistarhátíð í Litháen. Mest lesið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Menning Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Lífið Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Hljómsveitin Leaves er komin langt með upptökur á sinni þriðju plötu. Arnar Guðjónsson söngvari segir tónlistina tilraunakenndari en áður. „Við ætlum ekkert að gefa út fyrr en við erum orðnir ánægðir. Við ætlum að taka upp tvö lög í viðbót áður en við segjum þetta gott,“ segir Arnar Guðjónsson, söngvari Leaves. Sveitin gefur þriðju plötu sína út í haust. Síðasta plata sveitarinnar, The Angela Test, kom út fyrir tveimur árum og í framhaldinu hitaði sveitin upp fyrir Supergrass á tónleikaferð um Bretland. Að sögn Arnars verða upptökurnar kláraðar í sumar og er útgáfa fyrirhuguð í haust. „Við höfum í rauninni aldrei hætt að vinna. Við erum alltaf að vinna í nýju efni. Við erum búnir að semja helling sem hefur verið hent.“ Arnar segir að nýja platan sé rökrétt þróun frá The Angela Test. „Það eru meiri tilraunir í gangi. Hún er ekki jafnþung og Angela og hún fer víða, allt frá elektróník yfir í popp.“ Þeir félagar ætla að gefa plötuna út sjálfir hér heima og síðan kemur í ljós hvort hún verði gefin út erlendis. Leaves er laus undan samningi við Island Records og er því frjáls sem fuglinn þessa dagana. Fram undan hjá sveitinni eru tónleikar í Stúdentakjallaranum miðvikudagskvöldið 16. maí, þar sem hljómsveitin Ég treður einnig upp. Í ágúst spilar Leaves síðan á tónlistarhátíð í Litháen.
Mest lesið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Menning Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Lífið Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira