Gerir það gott í Þýskalandi 8. maí 2007 10:00 Þorleifur Örn Arnarsson íhugar fimm tilboð sem honum hafa borist frá þýskum leikhúsum. MYND/Rósa Þorleifi Erni Arnarssyni hafa borist fimm tilboð frá þýskum leikhúsum í kjölfar sýninga á Eilífri hamingju í Berlín í febrúar. Þorleifur er leikstjóri sýningarinnar og stundar nú leikstjóranám í Berlín. „Leikhúsin eru öll að ákveða hvað þau ætla að gera næsta vetur. Það á eftir að koma í ljós hvað passar inn og hvað ég get tekið að mér,“ sagði Þorleifur og bendir á að staðan sé enn nokkuð óljós. Sýningarnar á Eilífri hamingju í Maxím Gorkí-leikhúsinu voru vel sóttar af þýsku leikhúsfólki að sögn Þorleifs, en Maxím Gorkí- leikhúsið er eitt þeirra sem hafa lýst yfir áhuga á samstarfi við Þorleif. „Þar myndi ég setja upp verk eftir Lars Norén. Það yrði frumsýnt á norrænni hátíð í Sophiensale og færi þaðan yfir í Maxím Gorkí,“ útskýrði Þorleifur. Hann er einnig í viðræðum við Schaubühne-leikhúsið. „Gengi það eftir yrði þetta brjálæðislega spennandi. Það er svona eins og að vera valinn í brasilíska landsliðið,“ sagði Þorleifur. Í kortunum er einnig sýning í borginni Schwerin í Austur-Þýskalandi og uppsetning á Hamlet. „Svo hafa margir af stórleikurunum í Berlín tekið sig saman og stofnað sitt eigið leikhús og ég hef verið í viðræðum við þá um að koma inn með sýningu. Það er samt alveg á frumstigi,“ sagði Þorleifur og benti á að síðasta sýning á Eilífri hamingju hér á landi fer fram í Borgarleikhúsinu á morgun. Mest lesið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum Menning „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Terry Reid látinn Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Fleiri fréttir Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira
Þorleifi Erni Arnarssyni hafa borist fimm tilboð frá þýskum leikhúsum í kjölfar sýninga á Eilífri hamingju í Berlín í febrúar. Þorleifur er leikstjóri sýningarinnar og stundar nú leikstjóranám í Berlín. „Leikhúsin eru öll að ákveða hvað þau ætla að gera næsta vetur. Það á eftir að koma í ljós hvað passar inn og hvað ég get tekið að mér,“ sagði Þorleifur og bendir á að staðan sé enn nokkuð óljós. Sýningarnar á Eilífri hamingju í Maxím Gorkí-leikhúsinu voru vel sóttar af þýsku leikhúsfólki að sögn Þorleifs, en Maxím Gorkí- leikhúsið er eitt þeirra sem hafa lýst yfir áhuga á samstarfi við Þorleif. „Þar myndi ég setja upp verk eftir Lars Norén. Það yrði frumsýnt á norrænni hátíð í Sophiensale og færi þaðan yfir í Maxím Gorkí,“ útskýrði Þorleifur. Hann er einnig í viðræðum við Schaubühne-leikhúsið. „Gengi það eftir yrði þetta brjálæðislega spennandi. Það er svona eins og að vera valinn í brasilíska landsliðið,“ sagði Þorleifur. Í kortunum er einnig sýning í borginni Schwerin í Austur-Þýskalandi og uppsetning á Hamlet. „Svo hafa margir af stórleikurunum í Berlín tekið sig saman og stofnað sitt eigið leikhús og ég hef verið í viðræðum við þá um að koma inn með sýningu. Það er samt alveg á frumstigi,“ sagði Þorleifur og benti á að síðasta sýning á Eilífri hamingju hér á landi fer fram í Borgarleikhúsinu á morgun.
Mest lesið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum Menning „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Terry Reid látinn Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Fleiri fréttir Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira