Moss-æðið magnast 5. maí 2007 00:01 Búðargína Kate Moss birtist í búðarglugga Top Shop 1. maí, klædd í rauðan kjól úr línu sinni. Stærstu tískufréttir vikunnar voru án efa þegar fatalína fyrirsætunnar Kate Moss varð loks fáanleg í fatakeðjunni Top Shop í London. Hinn 1. maí beið fjöldi manns í ofvæni fyrir utan höfuðstöðvar Top Shop í Oxford Street þar til klukkan átta um kvöldið þegar talið var niður: „Fimm, fjórir, þrír, tveir, einn!“ og risagardína opnaðist til að sýna fröken Moss í glugganum, líkt og búðargína, í eldrauðum síðkjól í anda fjórða áratugarins. Kate Moss fór svo ásamt milljarðamæringnum og eiganda Top Shop, Philip Green, í kokkteil þar sem bar að líta enskar stjörnur eins og Lily Cole, Sadie Frost og Peaches Geldof. Viðskiptavinir sem biðu í löngum röðum fyrir utan verslunina fengu að koma inn í hollum þar til á miðnætti. Sjálf Top Shop-verslunin hafði fengið andlitslyftingu ásamt fjólubláum sófum, fuglabúrum, kertastjökum og hlébarðamynstri og meira að segja innkaupapokarnir voru merktir Kate Moss. Flíkurnar seldust upp næstum samstundis en þær vinsælustu virtust vera blómakjóll í 40‘s stíl, sítrónugulur kokkteilkjóll og gegnsæ blússa með stöfunum K.M áletruðum í mynstrinu. Í næstu viku verður Kate Moss- línan opnuð í Barney‘s í New York, en hérlendis með pomp og pragt 24. maí. - ambKampavínsteiti Kate Moss heldur upp á daginn ásamt vinkonum.Allt vitlaust Fólk þyrpist fyrir utan Top Shop-verslunina í Oxford Street til að sjá ofurfyrirsætuna Kate Moss.top shop / kate mosshautE couture? Nei, bara svartur kjóll í anda Ghésquiere frá Kate Moss loves Top Shop.top shop / kate mossPartíkjóll Rauður og silfraður mínikjóll frá Kate Moss loves Top Shop.Snákalegt Einfalt ólalaust veski frá Kate Moss loves Top Shop. Mest lesið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Lífið Risa endurkoma eftir áratug í dvala Lífið Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Lífið Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Menning Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Sjá meira
Stærstu tískufréttir vikunnar voru án efa þegar fatalína fyrirsætunnar Kate Moss varð loks fáanleg í fatakeðjunni Top Shop í London. Hinn 1. maí beið fjöldi manns í ofvæni fyrir utan höfuðstöðvar Top Shop í Oxford Street þar til klukkan átta um kvöldið þegar talið var niður: „Fimm, fjórir, þrír, tveir, einn!“ og risagardína opnaðist til að sýna fröken Moss í glugganum, líkt og búðargína, í eldrauðum síðkjól í anda fjórða áratugarins. Kate Moss fór svo ásamt milljarðamæringnum og eiganda Top Shop, Philip Green, í kokkteil þar sem bar að líta enskar stjörnur eins og Lily Cole, Sadie Frost og Peaches Geldof. Viðskiptavinir sem biðu í löngum röðum fyrir utan verslunina fengu að koma inn í hollum þar til á miðnætti. Sjálf Top Shop-verslunin hafði fengið andlitslyftingu ásamt fjólubláum sófum, fuglabúrum, kertastjökum og hlébarðamynstri og meira að segja innkaupapokarnir voru merktir Kate Moss. Flíkurnar seldust upp næstum samstundis en þær vinsælustu virtust vera blómakjóll í 40‘s stíl, sítrónugulur kokkteilkjóll og gegnsæ blússa með stöfunum K.M áletruðum í mynstrinu. Í næstu viku verður Kate Moss- línan opnuð í Barney‘s í New York, en hérlendis með pomp og pragt 24. maí. - ambKampavínsteiti Kate Moss heldur upp á daginn ásamt vinkonum.Allt vitlaust Fólk þyrpist fyrir utan Top Shop-verslunina í Oxford Street til að sjá ofurfyrirsætuna Kate Moss.top shop / kate mosshautE couture? Nei, bara svartur kjóll í anda Ghésquiere frá Kate Moss loves Top Shop.top shop / kate mossPartíkjóll Rauður og silfraður mínikjóll frá Kate Moss loves Top Shop.Snákalegt Einfalt ólalaust veski frá Kate Moss loves Top Shop.
Mest lesið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Lífið Risa endurkoma eftir áratug í dvala Lífið Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Lífið Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Menning Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Sjá meira