Bíó og sjónvarp

Cusack til liðs við Óttar og De Bont

John Cusack leikur aðalhlutverkið í nýjustu mynd Jans De Bont.
John Cusack leikur aðalhlutverkið í nýjustu mynd Jans De Bont.

John Cusack er fyrsti leikarinn sem skrifar undir samning um að leika í kvikmyndinni Stoppin Power en henni er leikstýrt af Jan De Bont. Íslendingar eiga sinn hlut í myndinni en tökumaður myndarinnar verður Óttar Guðnason.

Cusack mun leika þotuflugmann sem heldur í frí til Berlínar en hlutirnir fara á versta veg þegar fangi á flótta rænir húsbíl hans með dóttur þotuflugmannsins innanborðs. Í kjölfarið upphefst mikill eltingarleikur þar sem Cusack reynir að hafa hendur í hári mannsins.

Jan De Bont þarf sárlega á góðri mynd að halda því eftir að Speed gerði allt brjálað í kvikmyndahúsum borgarinnar fyrir rúmum áratug hefur hann litlu áorkað. Og Cusack gæti aðstoðað hollenska leikstjórann til þess en hann hefur leikið í metsölumyndum á borð við Con Air, High Fidelity og Bullets over Broadway.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×