Sjóræningjar og Spartverjar einoka MTV-hátíðina 3. maí 2007 06:45 Jack Sparrow þriðju myndarinnar er að vænta nú í maí. Stórsmellurinn 300 og sjóræningjarnir á Karíbahafinu berjast um hylli áhorfenda á MTV-kvikmyndaverðlaununum sem afhent verða í Los Angeles. Báðar eru tilnefndar sem besta myndin og keppa þar við Little Miss Sunshine, Blades of Glory og Borat. Tilkynnt hefur verið að Sarah Silverman muni kynna hátíðina, sem verður sýnd í beinni útsendingu í fyrsta sinn. MTV-hátíðin sker sig nokkuð úr öðrum uppskeruhátíðum enda eru verðlaunaflokkarnir þar nokkuð fjölbreyttari en flestir eiga að venjast. Nægir þar að nefna að verðlaunað er fyrir besta kossinn, besta bardagaatriðið og mesta illmennið en þar berjast gömlu brýnin Jack Nicholson og Meryl Streep um sigurinn. Johnny Depp og Keira Knightley eru bæði tilnefnd sem bestu leikararnir fyrir frammistöðu sína í sjóræningjamyndinni Pirates of the Caribbean. Þau munu berjast þar við Gerard Butler úr 300, Will Smith í Pursuit of Happyness og Draumastúlkurnar Beyoncé Knowles og Jennifer Hudson. Sasha Baron Cohen verður einnig áberandi en hann er meðal annars tilnefndur sem besti gamanleikarinn fyrir Borat og etur þar kappi við Ben Stiller, Will Ferrell, Adam Sandler og Emily Blunt. Mest lesið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Walking Dead-leikkona látin Lífið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Fleiri fréttir Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira
Stórsmellurinn 300 og sjóræningjarnir á Karíbahafinu berjast um hylli áhorfenda á MTV-kvikmyndaverðlaununum sem afhent verða í Los Angeles. Báðar eru tilnefndar sem besta myndin og keppa þar við Little Miss Sunshine, Blades of Glory og Borat. Tilkynnt hefur verið að Sarah Silverman muni kynna hátíðina, sem verður sýnd í beinni útsendingu í fyrsta sinn. MTV-hátíðin sker sig nokkuð úr öðrum uppskeruhátíðum enda eru verðlaunaflokkarnir þar nokkuð fjölbreyttari en flestir eiga að venjast. Nægir þar að nefna að verðlaunað er fyrir besta kossinn, besta bardagaatriðið og mesta illmennið en þar berjast gömlu brýnin Jack Nicholson og Meryl Streep um sigurinn. Johnny Depp og Keira Knightley eru bæði tilnefnd sem bestu leikararnir fyrir frammistöðu sína í sjóræningjamyndinni Pirates of the Caribbean. Þau munu berjast þar við Gerard Butler úr 300, Will Smith í Pursuit of Happyness og Draumastúlkurnar Beyoncé Knowles og Jennifer Hudson. Sasha Baron Cohen verður einnig áberandi en hann er meðal annars tilnefndur sem besti gamanleikarinn fyrir Borat og etur þar kappi við Ben Stiller, Will Ferrell, Adam Sandler og Emily Blunt.
Mest lesið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Walking Dead-leikkona látin Lífið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Fleiri fréttir Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira